Íslandsmótið í PLO 2025

Síðasti viðburður ársins hjá okkur að þessu sinni er Íslandsmótið í Pot-Limit-Omaha.

Mótið fer fram í sal Hugaríþróttafélagsins laugardaginn 15. nóvember og hefst kl. 14:00.

Þátttökugjald er kr. 40.000 og hækkar fyrir seinar skráningar eftir kl. 14:00 á föstudeginum 14.nóv. í kr. 45.000.

Boðið er upp á eitt re-entry eins og verið hefur undanfarin ár.

Skráningarfrestur rennur síðan út í matarhléi sem er kl. 18:10-18:30.

Skráning og greiðsla þátttökugjalda fer að vanda fram hér á vef PSÍ.

Nánari upplýsingar um strúktúr mótsins má finna hér.

Skráið ykkur endilega inn á FB eventið sem finna má hér.

Eftirfarandi undanmót verða í boði á Coolbet fyrir mótið:

  • Þriðjud. 11.nóv. kl. 20:00
  • Miðvikud. 12.nóv. kl. 20:00
  • Fimmtud. 13.nóv. kl. 20:00
  • Föstud. 14.nóv. kl. 20:00

Þeir sem vinna fleiri en einn miða í undanmótum og þurfa ekki nota aukamiðann geta fengið hann endurgreiddan sem Tournament Money á Coolbet eftir helgina.

Sigurður er Íslandsmeistari í póker 2025

Íslandsmótinu í póker lauk kl. 17:25 í gær með með sigri Sigurðar Þorgeirssonar eftir mjög stutta heads-up viðureign við Daníel Má Pálsson sem stóð aðeins yfir í 3 hendur. Í þriðja sæti varð Jónas Nordquist. Daníel kom inn á dag 3 með stærsta stakkinn en átti í vök að verjast allan daginn og var kominn niður í 6BB þegar hann og Sigurður, sem þá var með 170BB, enduðu heads-up. Þetta er líklega eitt stysta lokaborð í sögu þessa móts en það stóð aðeins yfir í rétt rúmar 4 klst.

Heildarfjöldi þátttakenda var 106 og tók 51 þátt í degi 1a og 55 á degi 1b og komust samtals 49 þeirra á dag 2. Á degi 2 var leikið frá kl. 14:00 og rétt fram yfir miðnættið en þá stóðu 9 eftir sem mynduðu lokaborðið.

Magnús Valur Böðvarsson mætti á staðinn á degi 3 og var með beina textalýsingu frá lokaborðinu sem finna má hér.

(Lokaborðið á ÍM í póker 2025. Frá vinstri: Hjalti Már Þórisson, Daníel Már Pálsson, Örn Árnason, Egill Þorsteinsson, Þórarinn Kristjánsson Ólafsson, Óskar Örn Eyþórsson, Sigurður Þorgeirsson, Hafþór Sigmundsson. Á myndina vantar Jónas Nordquist)

Heildarverðlaunafé var 7.150.000 og skiptist það á milli 15 efstu sæta. Kostnaðarhlutfall mótsins var 15,7%.

Eftirfarandi skiptu með sér verðlaunafénu og Garðar Geir sem endaði í 16. sæti (búbblusætinu) fékk í sárabætur miða á ÍM 2026:

1. Sigurður Þorgeirsson1.600.000
2. Daníel Már Pálsson1.200.000
3. Jónas Nordquist900.000
4. Örn Árnason690.000
5. Hjalti Már Þórisson550.000
6. Óskar Örn Eyþórsson450.000
7. Þórarinn Kristjánsson Ólafsson360.000
8. Egill Þorsteinsson280.000
9. Hafþór Sigmundsson220.000
10. Kristján Bragi Valsson170.000
11. Daniel Jacobsen170.000
12. Hrannar Hallgrimsson150.000
13. Gizur Gottskálksson150.000
14. Ernestas Trofimovas130.000
15. Arnar Gudmundsson130.000
16. Garðar Geir HaukssonMiði á ÍM 2026

Mótsstjórar voru þeir Jón Ingi Þorvaldsson, sem einnig sá um skipulag og undirbúning mótsins, Már Wardum og Einar Þór Einarsson. Í störfum gjafara voru Alexander, Rannveig, Berglaug, Erika, Bjarni Veigar, Bart, Kamila, Maryna, Dísa Lea og Kristjana Rós. Við kunnum þeim öllum bestu þakkir fyrir frábær störf.

Samhliða lokaborðinu var leikið 30K re-entry hliðarmót þar sem 25 tóku þátt og voru entry í mótið samtals 34. Verðlaunafé endaði í 860.000 sem skiptist á milli 5 efstu sæta. Það var Ívar Örn Böðvarsson sem bar sigur úr býtum í því móti og hlýtur að launum 330.000.

Við þökkum Hugaríþróttafélaginu kærlega fyrir þá frábæru aðstöðu sem félagið veitti okkur til að halda mótið og auk þess fyrir frábæra undanmótaröð í allt haust en alls komu 60 miðar út úr undanmótum í þetta sinn, þar af 39 úr mótum á vegum Hugaríþróttafélagsins. Einnig kom 21 miði út úr undanmótum á Coolbet sem hefur eins og fyrri ár reynst okkur ómetanlegur bakhjarl og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir frábært samstarf.

Að lokum minnum við á að mótadagskránni er ekki alveg lokið enn. Íslandsmótin í PLO er eftir en það fer fram nk. laugardag, 15.nóvember kl. 14:00 í sal Hugaríþróttafélagsins.

Við óskum Sigurði til hamingju með titilinn og öðrum verðlaunahöfum helgarinnar til hamingju með árangurinn, þökkum félagsmönnum fyrir góða þátttöku og hlökkum til að sjá ykkur á næsta móti!

Bein lýsing frá lokaborði ÍM í póker 2025

Magnús Valur Böðvarsson mætir í hús og verður með beina lýsingu frá lokaborðinu á ÍM í póker 2025.

> Bein lýsing frá lokaborði á ÍM í póker 2025 <

ÍM 2025 – staðan eftir dag 2

Leik á degi 2 lauk núna fimm mínútur yfir miðnætti og stóðu þá 9 þátttakendur eftir sem hefja leik á degi 3 þar sem leikið verður til þrautar.

Eftirtaldir skipa lokaborðið á ÍM í póker 2025:

  1. Daníel Már Pálsson, 1.223.000
  2. Jónas Nordquist, 937.000
  3. Egill Þorsteinsson, 820.000
  4. Örn Árnason, 686.000
  5. Sigurður Þorgeirsson, 619.000
  6. Þórarinn Kristjánsson Ólafsson, 388.000
  7. Hjalti Már Þórisson, 371.000
  8. Hafþór Sigmundsson, 158.000
  9. Óskar Örn Eyþórsson, 134.000

Leikur hefst að nýju á degi 3 kl. 13:00 á sunnudeginum 9.nóv. og verður þá haldið áfram þar sem frá var horfið á leveli 18 þar sem 8 mínútur voru eftir og blindar eru 6k/12k/12k. Næst level er síðan 8k/16k/16k.

Sætaskipan á lokaborðinu er eftirfarandi:

Samhliða degi 2 á ÍM fór einnig fram mjög líflegt hliðarmót með 20k þátttökugjaldi og ótakmörkuðu re-entry. Þar tóku 43 þátt og voru endurkaup 45 talsins og endaði verðlaunafé í 1.500.000 sem skiptist á milli 9 efstu.

Það var Logi Laxdal sem bar sigur úr býtum eftir heads-up viðureign við Seweryn Brzozowski. Verðlaunaféð skiptist með eftirfarandi hætti á milli þeirra sem komust á lokaborðið:

  1. Logi Laxdal, 420.000
  2. Seweryn Brzozowski, 315.000
  3. Steinar Edduson, 210.000
  4. Ingi Þór Einarsson, 160.000
  5. Jón Óskar Agnarsson, 120.000
  6. Grétar Már Steindórsson, 90.000
  7. Baldvin Borgarsson, 75.000
  8. Tomasz Janusz Mroz, 60.000
  9. Trausti Pálsson, 55.000

ÍM 2025 – Staðan eftir dag 1

Alls tóku 106 þátt á Íslandsmótinu í póker sem hófst nú í vikunni. 51 tók þátt á degi 1a og 55 á degi 1b. Degi 1b var að ljúka og eftir standa 49 keppendur og takast á um 7.150.000 kr. verðlaunapott. Dagur 2 hefst kl. 14:00 laugardaginn 8.nóv.

Staðan eftir dag 1 er eftirfarandi:

Jónas Nordquist304.800
Hrannar Hallgrimsson253.300
Egill Þorsteinsson249.700
Kristján Bragi Valsson238.300
Hafþór Sigmundsson227.600
Finnur Hrafnsson173.900
Aðalsteinn Bjarnason173.900
Daníel Már Pálsson166.400
Birkir Grétarsson161.000
Andri Már Ágústsson152.400
Garðar Geir Hauksson147.300
Gunnar Árnason144.200
Þórarinn Kristjánsson Ólafsson136.700
Hjalti Már Þórisson134.200
Arnar Gudmundsson132.700
Hannes Guðmundsson125.700
Ellert Magnason124.000
Sigurður Dan Heimisson122.200
Hlynur Árnason105.500
Matte Bjarni Karjalainen105.500
Birkir Orri Ragnarsson105.500
Sveinn Rúnar Másson103.900
Sigurður Þorgeirsson102.200
Andri Þór Ástráðsson100.200
Óskar Örn Eyþórsson99.100
Aðalbjörn Jónsson96.500
Ernestas Trofimovas95.500
Haraldur Pétursson88.300
Daniel Jacobsen86.700
Kristján Ólafur Eðvarðsson84.900
Gizur Gottskálksson82.200
Fannar Ríkarðsson80.800
Viktor Helgi Benediktsson77.200
Brynjar Bjarkason76.900
Pálmi Fannar Sigurðsson72.100
Örn Árnason68.500
Halldór Már Sverrisson59.600
Ragnar Þór Bjarnason55.500
Ingi Þór Einarsson48.600
Ívar Örn Böðvarsson47.300
Óskar Páll Davíðsson43.100
Olafur Th42.000
Friðrik Falkner35.600
Laurynas Kiela33.000
Atli Þrastarson30.600
Daníel Pétur Axelsson27.700
Jónas Eyjólfur Jónasson27.300
Atli Rúnar Þorsteinsson26.100
Karol Polewaczyk20.600

Sætaskipan í upphafi dags 2 verður eftirfarandi:

Sigurður Brynjólfs vann Bounty mótið…aftur!

Við hófum Íslandsmótsvikuna með látum á miðvikudag með Super Bounty móti með glæsilegum aukavinningum. 50 mættu til leiks og voru endurkaup 25 talsins og endaði verðlaunapotturin í 1.050.000 og einnig var 20K bounty á hverjum leikmanni þannig að bounty potturinn var í heild 1.500.000. 9 veglegir aukavinningar voru einnig í pottinum, €1600 pakki á The Festival eða Coolbet Open í boði Coolbet, miði á ÍM í póker 2025 í boði PSÍ og samtals €2400 í tournament money á Coolbet sem skiptist í 7 vinninga. Allir sem komust á lokaborðið fengu síðan að velja einn af þessum 9 aukavinningum.

Það var Sigurður Brynjólfsson sem endaði í 1.sæti og rakaði að auki til sín 15 bountyum, en hann vann einnig Mystery Bounty mótið sem við héldum í tengslum við Midnight Sun Poker í júní sl. Í öðru sæti var Halldór Bjarkarson og í því þriðja Laurynas Kiela. Þessir 9 komust á lokaborðið og skiptu með sér verðlaunapottinum:

  1. Sigurður Brynjólfsson, 300.000 + 15 bounty + €500 TM á Coolbet
  2. Halldór Bjarkarson, 225.000 + 6 bounty + €300 TM á Coolbet
  3. Laurynas Kiela, 150.000 + miði á ÍM í póker 2025 á Coolbet
  4. Örn Árnason, 15.000 + 3 bounty + €500 TM á Coolbet
  5. Júlíus Símon Pálsson, 85.000 + 4 bounty + €400 TM á Coolbet
  6. Matte Bjarni Karjalainen, 65.000 + 6 bounty + €400 TM á Coolbet
  7. Halldór Már Sverrisson, 55.000 + 3 bounty + €1600 pakki frá Coolbet
  8. Marcus Schrøder, 45.000 + 1 bounty + €200 TM á Coolbet
  9. Finnur Hrafnsson, 40.000 + 5 bounty + €100 TM á Coolbet

Mótsstjórar Már Wardum, formaður PSÍ og Sigurður Dan Heimisson. Jón Ingi Þorvaldsson, gjaldkeri PSÍ sá um undirbúning og skipulag mótsins.

Við óskum öllum verðlaunahöfum til hamingju með árangurinn og þökkum félagsmönnum góða þátttöku og Hugaríþróttafélaginu fyrir frábæra aðstöðu sem endranær.

Nýir TDA vottaðir mótsstjórar!

Síðastliðin 5 ár hefur PSÍ sett það sem skilyrði að mótsstjórar á mótum á vegum PSÍ hafi náð prófi hjá Tournaments Directors Association og hingað til hefur mátt telja á fingrum annarrar handar þá sem hafa tekið prófið og því hefur mótsstjórn hvílt á fárra herðum um árabil. Nú erum við að gera átak í að fjölga í þeim hópi og síðustu viku höfum við unnið markvisst með þeim hópi sem sinnir mótsstjórn hjá Hugaríþróttafélaginu til að undirbúa þá fyrir prófið. Og nú um helgina náðu fimm í viðbót að klára prófið með glæsibrag og hljóta þar með réttindi til að sinna mótsstjórn á vegum PSÍ.

Þeir sem luku prófinu núna um helgina eru þeir Sigurður Dan Heimisson, Nikulás Kai Fletcher, Atli Þrastarson, Edward Ingi Torfason Carlsen og Steinar Snær Sævarsson. Við óskum þeim til hamingju með árangurinn og bjóðum þá velkomna í hópinn!

Fyrir voru það eingöngu þeir stjórnarmenn í PSÍ sem voru einir með þessi réttindi, Jón Ingi Þorvaldsson, Már Wardum og Einar Þór Einarsson.

Íslandsmótið í póker 2025 – Icelandic poker championship 2025

(Information in English below)

Íslandsmótið í póker 2025 verður haldið dagana 5.-9. nóv. og mun það fara fram í sal Hugaríþróttafélagins, Mörkinni 4. (Google Maps link)

Dagur 1 verður leikinn í tvennu lagi líkt og undanfarin ár, dagur 1a fimmtudaginn 6. nóv. og dagur 1b föstudaginn 7. nóv. Leikur hefst kl. 18:00 báða dagana. Dagur 2 hefst síðan kl. 13:00 laugardaginn 8. nóv. og lokaborðið (dagur 3) verður leikið sunnudaginn 9.nóv.

ÍM í PLO fer síðan fram viku síðar, eða laugardaginn 15.nóvember og hefst það kl. 14:00.

Við byrjum líkt og í fyrra á upphitunar hliðarmóti, miðvikudaginn 5.nóvember og einnig verða hliðarmót á laugardag og sunnudag, 20k re-entry á laugardeginum og 30k re-entry á sunnudeginum.

Skráning og greiðsla þátttökugjalda fer að venju fram á vef PSÍ  (www.pokersamband.is/shop)

Við minnum á að PSÍ tekur ekki við greiðslum í reiðufé en hægt er að greiða með bæði debet- og kreditkortum á vef PSÍ.

Þátttökugjaldið er kr. 80.000, fram til kl. 12:00 fimmtudaginn 6. nóv. og hækkar þá í kr. 88.000.

Vikuleg undanmót hófust á Coolbet sunnudaginn 14. september kl. 20:00 og verða vikulega fram að ÍM.

Undanmót hjá Hugaríþróttafélaginu hefjast í byrjun október.

Nánari upplýsingar um dagskrá og strúktúr má finna hér.


The Icelandic poker championship will be held 5-9 Nov 2025 at Hugaríþróttafélagið, Mörkin 4, Reykjavik (Google Maps link)

Day 1 will be played on Thursday and Friday at 17:00, Day 2 will commence on Saturday at 13:00 and the final table will be played on Sunday.

The PLO championship will then be played a week later, Saturday 15th November at 14:00.

We will start with a warm-up side-event on Wednesday 5th. Other side-events will be available on Saturday and Sunday, ISK 20k re-entry on Saturday at 15:00 and ISK 30k re-entry on Sunday at 14:00.

Registration and buy-in will only be available through our website with credit/debit card payments  (www.pokersamband.is/shop)

Buy-in for the main event is ISK 80k. Late registration (after 12:00 GMT Thursday 6th Nov): ISK 88k.

Coolbet and Hugaríþróttafélagið will be running weekly satellites according to the schedule below.

Click here for information on tournament schedule and structure.


Dagskrá undanmóta – Satellites schedule:

  • Sun. 14. Sept. at 20:00 – Coolbet
  • Sun. 21. Sept. at 20:00 – Coolbet
  • Sun. 28. Sept. at 20:00 – Coolbet
  • Thu. 2. Oct. at 19:00 – Hugaríþróttafélagið – 4 tickets gtd
  • Sun. 5. Oct. at 20:00 – Coolbet
  • Thu. 9. Oct. at 19:00 – Hugaríþróttafélagið – 4 tickets gtd
  • Sun. 12. Oct. at 20:00 – Coolbet
  • Thu. 16. Oct. at 19:00 – Hugaríþróttafélagið – 4 tickets gtd
  • Sun. 19. Oct. at 20:00 – Coolbet
  • Thu. 23. Oct. at 19:00 – Hugaríþróttafélagið – 4 tickets gtd
  • Sun. 26. Oct. at 20:00 – Coolbet
  • Thu. 30. Oct. at 19:00 – Hugaríþróttafélagið – 4 tickets gtd
  • Sun. 2. Nov. at 20:00 – Coolbet
  • Tue. 4. Nov. at 19:00 – Hugaríþróttafélagið – Mega satellite! – 6 GTD + 2 tickets ADDED!

Örninn vinnur sigur á ÍM í net-PLO

Örn Árnason (Orninn) vann sigur á Íslandsmótinu í net-PLO (Pot-Limit-Omaha) sem fram fór á Coolbet á sunnudagskvöld og lauk kl. 22:29. Örninn er íslenskum pókeráhugamönnum að góðu kunnur og hefur verið fastagestur á flestum mótum á vegum PSÍ á undanförnum árum og hann sópaði t.a.m. til sín flestum vinningum á Coolbet Mystery Bounty upphitunarmótinu fyrir ÍM í fyrra, en þar var meðfylgjandi mynd tekin af kappanum.

Í öðru sæti var Brynjar Bjarkason (makk) sem tvisvar hefur unnið sigur á ÍM í net-póker og einu sinni unnið Coolbet bikarinn. Og í þriðja sæti var Ragnar Þór Bjarnason (RitcXX).

Alls tók 18 þátt í mótinu og eru það helmingi færri en í fyrra (36) en jafn margir og árið þar áður, Endurkaup í mótið voru 17 þannig að heildarfjöldi entry-a var 35, en boðið er upp á tvö re-entry í mótið. Verðlaunafénu var skipt á milli 6 efstu sem hér segir:

  1. Orninn – €1178
  2. makk – €796
  3. RitcXX – €478
  4. galdrakall – €319
  5. NaomiOsaka – €239
  6. Goodevening – €175

Við óskum Erni til hamingju með glæsilegan árangur og þökkum félagsmönnum fyrir þátttökuna og þökkum Coolbet fyrir frábært samstarf við framkvæmd mótsins.

Guðjón Ívar (GoodEvening) er Íslandsmeistari í net-póker 2025

Guðjón Ívar Jónsson (GoodEvening) vann sigur á Íslandsmótinu í net-póker sem fram fór á Coolbet nú í kvöld og lauk kl. 00:13.

Guðjón kom inn á lokaborðið með næststærsta stakkinn en lenti í miklum rússibana þegar leið á lokaborðið og var lengi vel með minnsta stakkinn þegar þrír til fjórir voru eftir. Þegar heads-up leikurinn hófst var á brattann á sækja þar sem hann var með helmingi minni stakk og þótt að heads-up baráttan hafi aðeins staðið í tæpar 13 mínútur þá fór forystan fram og til baka nokkrum sinnum, og hafði Guðjón á endanum betur.

Í öðru sæti varð Remigiusz Krzysztof Krupa, sem notast við heitið Remek1802 á Coolbet, og kom hann inn á lokaborðið með rétt um meðalstakk. Þegar þrír voru eftir tók hann út vidare90 og hóf því heads-up leikinn með góða forystu. Í þriðja sætinu varð síðan Viðar Einarsson, sem gengur undir nafninu vidare90 á Coolbet.

Alls tók 41 þátt í mótinu sem er aðeins færra en í fyrra, þátttökugjald var €200 og endaði verðlaunapotturinn í €7462 sem skiptist á milli 7 efstu á eftirfarandi hátt:

  1. Goodevening – €2612
  2. Remek1802 – €1679
  3. vidare90 – €1119
  4. Aimsland – €746
  5. NaomiOsaka – €560
  6. Stjanki – €410
  7. Ingi – €336

Við óskum Guðjóni til hamingju með glæsilegan árangur og þökkum félagsmönnum fyrir þátttökuna og þökkum Coolbet fyrir frábært samstarf við framkvæmd mótsins.

Guðjón Ívar á sjónvarpsborði á Coolbet Open 2023