Þetta árið sláum við í fyrsta sinn saman þremur mótum sem hafa verið á mótadagskránni, Bræðingi, Smábokka og Stórbokka og gerum úr því 5 daga pókerhátíð með nokkrum hliðarmótum.
Bræðingur hefur aðeins einu sinni verið haldinn áður en í því móti bræðum við saman net-póker og live póker í skemmtilegri samsetningu sem hefst á Coolbet sunnudaginn 1.júní og lýkur svo með live lokaborði miðvikudaginn 4.júní.
Á fimmtudeginum verður veglegt 40k mystery bounty mót þar sem Coolbet og PSÍ gefa glæsilega aukavinninga. Coolbet gefur €1600 pakka á Coolbet Open og PSÍ gefur aukamiða á Stórbokka.
Föstudaginn 6.júní hefst svo Smábokki með sama sniði og í fyrra þar sem dagur 1 er leikinn í einu lagi og dagur 2 hefst síðan kl. 16:00 á laugardeginum 7.júní.
Hátíðinni lýkur síðan með Stórbokka sem verður hápunktur vikunnar. Þátttökugjaldið er 150.000 kr. eins og fyrri ár og hægt að kaupa sig aftur inn ótakmarkað fyrir 120.000 kr. Innifalið í Stórbokka er vegleg þriggja rétta máltíð í hléi.
Síðustu undanmótin fyrir Smábokka og Stórbokka verða leikin samhliða Bræðingi, sunnudaginn 1.júní.
https://pokersamband.is/wp-content/uploads/2025/04/MSPbanner2025.jpg8111920Stjórn PSÍhttps://pokersamband.is/wp-content/uploads/2019/10/PSI-New-logo-2019-300x145.pngStjórn PSÍ2025-05-29 09:59:162025-05-29 09:59:36Midnight Sun Poker 2025
Coolbet bikarnum 2025 lauk sunnudaginn 16.mars með lokaborði 9 efstu í stigakeppninni. Það var Axel Hreinn Steinþórsson, a.k.a. AxelHreinn sem bar sigur úr býtum en hann byrjaði lokaborðið með rétt u.þ.b. meðalstakk. Axel Hreinn hefur lítið látið sjá sig á live mótum en hann birtist þeim mun oftar á mótum á netinu.
Þetta er í sjötta sinn sem þessi mótaröð fer fram og í fjórða sinn með þessu sniði þar sem leikið er sérstakt lokaborð um verðlaunasætin. Axel fær að launum €1600 pakka á Coolbet Open sem ráðgert er í ágúst í Tallinn í Eistlandi. Alls tóku 73 einhvern þátt í mótaröðinni að þessu sinni og er þaðsvipuð þátttaka og í fyrra.
Í öðru sæti varð Halldór Már Sverrisson, öðru nafni CASINOICE1, en hann kom inn á lokaborðið með langstærsta stakkinn eftir glæsilegan sigur í stigakeppninni og fær einnig að launum €1600 pakka á Coolbet Open. Í þriðja og fjórða sæti urðu Wilhelm Norðfjörð (AstonWilli19) og Kristján Loftur Helgason (Blakaldur) og fá þeir að launum €550 pakka á Coolbet Open, sem er verðgildi miða í main event á Coolbet Open.
Heildarúrstlit á lokaborðinu urðu þessi:
Sælti
Nafn
Coolbet ID
Verðlaun
1
Axel Hreinn
Axelhreinn
€1600 pakki á Coolbet Open
2
Halldór Már Sverrisson
CASINOICE1
€1600 pakki á Coolbet Open
3
Wilhelm Norðfjörð
Astonwilli19
€550 pakki á Coolbet Open
4
Kristján Loftur Helgason
Blakaldur
€550 pakki á Coolbet Open
5
Atli Þrastarson
WhiskyMaster
€150 Coolbet Passport ticket
6
Ragnar Þór Bjarnason
RitcXX
€150 Coolbet Passport ticket
7
Brynjar Bjarkason
makk
€150 Coolbet Passport ticket
8
Dmytro Kalitovskyi
dsaliente
€150 Coolbet Passport ticket
9
Júlíus Símon Pálsson
matrixfrank345
€150 Coolbet Passport ticket
Við óskum Axel Hreini til hamingju með þennan glæsilega árangur og öðrum verðlaunahöfum sömuleiðis. Við þökkum félagsmönnum fyrir góða þátttöku og Coolbet fyrir frábært samstarf við framkvæmd mótaraðarinnar.
Við hvetjum félagsmenn til að kynna sér dagskrána á Coolbet Open 2025 þegar hún verður kynnt og slást í för með þeim hópi Íslendinga sem ætlar að leggja land undir fót og skella sér út.
Lokastöðuna í stigakeppni Coolbet bikarsins má finna hér.
Coolbet býður enn og aftur til glæsilegrar veislu en Coolbet bikarinn verður fyrsti dagskrárliður í mótadagskrá PSÍ eins og fyrri ár og hefst sunnudaginn 2.febrúar! Eins og undanfarin ár býður Coolbet upp á ADDED aukaverðlaun og í þetta sinn fyrir öll 9 sætin á lokaborðinu, samtals að verðmæti €5050 eða vel yfir 700þúsund ISK!!
Þátttökugjald í hverju móti verður €50 með möguleika á einu re-entry og er greitt út verðlaunafé með venjulegum hætti í hverju móti, þ.e. ekkert er tekið úr prizepool í hverju móti vegna aukaverðlaunanna.
Allir geta tekið þátt í mótunum en stig telja aðeins í stigakeppninni fyrir aðila að PSÍ. Ganga þarf frá aðild að PSÍ fyrir upphaf þriðju umferðar til að stig telji. Það er skotfljótlegt að ganga frá aðild að PSÍ hér: www.pokersamband.is/shop
PSÍ veitir sigurvegaranum á lokaborðinu verðlaunagrip til eignar og Coolbet bætir síðan við aukaverðlaunum (Added Value!!) fyrir öll sætin á lokaborðinu.
1. – 2. sæti: €1600 pakki á Coolbet Open í ágúst 2025 (miði á main event plús hótel) 3. – 4. sæti: €550 pakki á Coolbet Open í ágúst 2025 (t.d. miði á main event eða samsvarandi upphæð í önnur mót) 5. – 9. sæti: Coolbet Passport ticket (€150)
Hægt verður að framselja verðlaun til annars aðila ef vinningshafar sjá sér ekki fært um að taka þátt í mótinu.
Coolbet stefnir að því að halda hina frábæru pókerveislu Coolbet Open að nýju í Tallinn síðar á þessu ári en nákvæmar dagsetningar eða staðsetning liggur ekki fyrir. Stór hópur frá Íslandi sótti Coolbet Open í fyrra og var gríðarlega vel tekið á móti hópnum af forsvarsmönnum Coolbet og var einróma ánægja með ferðina.
.
Dagskrá mótaraðarinnar er að þessu sinni eftirfarandi:
Við óskum félagsmönnum gleðilegs nýs árs og þökkum fyrir frábæra þátttöku í mótum á vegum PSÍ á liðnu ári. Nýliðið ár var það sjöunda sem núverandi stjórn hefur leitt sambandið og þátttaka í öllum mótum ársins var sú mesta sem við höfum séð í okkar stjórnartíð.
Við hefjum nýja árið með föstum liðum eins og venulega en það er ársþing Pókersambands Íslands 2025 sem haldið verður sunnudaginn 2.febrúar kl. 14:00.
Við hvetjum alla sem vilja fylgjast með starfsemi og stöðu PSÍ og leggja eitthvað til málanna um starfsemi næstu missera, til að mæta, hvort sem þið hafið í huga að bjóða ykkur fram til starfa á vegum sambandsins eða ekki.
Alls mættu 6 til fundarins sem haldinn var á Google Meet: Einar Þór Einarsson, Már Wardum, Jón Ingi Þorvaldsson, Halldór Már Sverrisson, Inga Kristín Jónsdóttir, Hilmir Vilberg Arnarson.
Aðalmenn í stjórn endurkjörnir en stjórnina skipa Már Wardum, Jón Ingi Þorvaldsson og Einar Þór Einarsson
Halldór Már Sverrisson kjörinn varamaður í stjórn.
Ottó Marwin endurkjörinn skoðunarmaður reikninga.
Í Laga- og leikreglnanefnd eru skipuð Einar Þór, Jón Ingi og Inga Kristín
Í Mótanefnd eru skipuð: Jón Ingi, Einar, Hilmir og Már
Ákveðið var að halda árgjaldi óbreyttu eða kr. 6000.
Lögð var fram tillaga að mótadagskrá undir liðnum önnur mál og hefur hún verið kynnt í FB grúppu.
Heildarvelta 26,5 mkr og rekstrarafkoma var jákvæð um 288þús, sem er að mestu leyti fjármagnstekjur. Innspýting í undanmót, þ.e. overlays og auka miðar (added) í undanmótum námu samtals um 450þús.
Hér að neðan má nálgast ársreikning PSÍ fyrir 2024 og afrit af yfirlýsingu skoðunarmanns reikninga um yfirferð hans á bókhaldi og ársreikningi:
Agnar Jökull Imsland Arason (Aimsland) vann sigur á Íslandsmótinu í net-PLO (Pot-Limit-Omaha) sem fram fór á Coolbet nú í kvöld og lauk kl. 23:30. Agnar hefur náð frábærum árangri á mótum síðustu ára, bæði í net-heimum og raun-heimum. Hann varð Íslandsmeistari í póker árið 2023, í öðru sæti á ÍM 2021 og á lokaborði í báðum net-póker meistaramótunum 2023 auk þess að ná langt í fjölda annarra móta.
Agnar kom inn á lokaborðið með meðalstakk og var Rúnar Rúnarsson þá með yfirburðastöðu. Það var ekki fyrr en þrír voru eftir sem Agnar komst í forystu og náði að halda henni til leiksloka. Í öðru sæti varð Friðrik Falkner (MrBaggins) og Rúnar Rúnarsson (rudnar) í því þriðja. Í fjórða sætinu varð síðan Þórarinn Ólafsson Kristjánsson (GolliPolli) og hefur með því afrekað það að komast á öll lokaborð á öllum fjórum Íslandsmeistaramótum þessa árs.
Alls tók 36 þátt í mótinu og eru það tvöfalt fleiri þátttakendur en í fyrra (18) og mesti fjöldi sem vitað er um í þessu móti, Einnig varð nokkur fjölgun þátttakenda á ÍM í PLO sem fram fór í september og má etv. draga þá ályktun að áhugi á PLO sé að aukast. þátttökugjald í mótinu í kvöld var €100 og tryggði Coolbet verðlaunafé upp á €7500 í sárabætur fyrir ófarirnar sl. sunnudag og var því overlay upp á €1100. Verðlaunafénu var skipt á milli 9 efstu sem hér segir:
Aimsland – €2250
MrBaggins – €1500
rudnar – €1125
Gollipolli – €750
CASINOICE1 – €563
OtherFkr – €413
JesperSand – €338
Deingsi – €300
OkeyDude77 – €263
Við óskum Agnari til hamingju með glæsilegan árangur og þökkum félagsmönnum fyrir þátttökuna og þökkum Coolbet fyrir frábært samstarf við framkvæmd mótsins.
https://pokersamband.is/wp-content/uploads/2024/12/agnar.jpg17602040Stjórn PSÍhttps://pokersamband.is/wp-content/uploads/2019/10/PSI-New-logo-2019-300x145.pngStjórn PSÍ2024-12-06 00:03:182024-12-06 00:22:47Agnar (Aimsland) vinnur sigur á ÍM í net-PLO
Íslandsmótið í net-PLO sem fór af stað sl. sunnudag kl. 18:00 misfórst því miður vegna tæknilegra vandamála hjá iPoker sem rekur poker netþjóna Coolbet. Um kl. 20 fór að bera á tengingavandræðum hjá nokkrum leikmönnum, sumir náðu að tengjast aftur en aðrir læstust úti og náðu ekki aftur inn. Um kl. 21:00 misstu flestir samband og um 21:30 var mótinu endanlega slaufað. Þegar skráningarfresti lauk í mótið voru 30 mættir til leiks sem er mesti fjöldi sem heilmildir eru til um í þessu móti frá upphafi.
Okkur þykir að sjálfsögðu mjög miður að svona skyldi fara en verðum samt að sýna því skilning að tæknileg vandamál sem þessi geta komið upp á bestu bæjum og er þetta í raun í fyrsta sinn sem einhver veruleg vandamál koma upp í móti sem Coolbet heldur fyrir PSÍ.
Stjórn PSÍ og fulltrúar Coolbet helltu sér í það strax í kjölfarið að gera það besta úr stöðunni sem mögulegt er. Coolbet bauðst til að endurgreiða öll þátttökugjöld og miða sem notaðir voru inn í mótið. Og fulltrúar Coolbet buðust einnig til að tryggja verðlaunafé upp á €7500 þegar mótið yrði endurtekið en það er 50% umfram það sem verðlaunapotturinn var kominn í þegar skráningarfresti lauk, þannig að það verður að teljast rausnarleg sárabót.
Haldin var könnun meðal félagsmanna um hentuga dagsetningu fyrir endurtekningu mótsins og hlutu miðvikudagur og fimmtudagur jafn mörg atkvæði og var því ákveðið að kýla á fimmtudaginn til að hafa aðeins lengri tíma til undirbúnings. Að sjálfsögðu er viðbúið að enhverjir sem tóku þátt á sunnudag komist ekki þegar mótið verður endurtekið og þykir okkur það að sjálfsögðu mjög miður en við vonum að með þessu séum við þó að velja þann kost sem flestum hentar.
Eftir sem áður gilda sömu skilyrði fyrir þátttöku í mótinu:
Aðild að PSÍ er skilyrði fyrir þátttöku á ÍM í net-póker rétt eins og öðrum mótum á vegum PSÍ.
Til að tryggja þátttökurétt þarf að ganga frá aðild í síðasta lagi daginn fyrir keppnisdag.
Þegar gengið er frá aðild að PSÍ þarf að passa að Coolbet poker ID komi fram í skráningu. Ef það gleymist má senda það í tölvupósti á info@pokersamband.is
PSÍ og Coolbet áskilja sér rétt til þess að birta raunveruleg nöfn vinningshafa.
Við vonum að flestir félagsmenn séu sáttir við þessa úrlausn mála og óskum öllum góðs gengis í mótinu á fimmtudag!
https://pokersamband.is/wp-content/uploads/2024/11/IM-i-net-poker-2024.jpg9651623Stjórn PSÍhttps://pokersamband.is/wp-content/uploads/2019/10/PSI-New-logo-2019-300x145.pngStjórn PSÍ2024-12-04 11:24:472024-12-04 11:24:48Endurtökum ÍM í net-PLO á fimmtudag
Jón Ingi Þorvaldsson (Thorvaldz) vann sigur á Íslandsmótinu í net-póker sem fram fór á Coolbet nú í kvöld og lauk kl. 00:24. Jón Inga þekkja eflaust flestir betur í öðru hlutverki en hann hefur oftar verið í mótsstjórahlutverkinu í mótum á vegum PSÍ undanfarin ár heldur en við pókerborðið, og var m.a. mótsstjóri á nýafstöðnu Íslandsmóti í póker og einnig PLO Íslandsmótinu sem fram fór í september.
Hann hefur þó einnig aðeins stimplað sig inn á listann yfir sigurvegara í mótum á vegum PSÍ í gegnum tíðina, m.a. með sigri á Stórbokka árið 2017 og einnig í eina Bikarmótinu sem PSÍ hefur haldið árið 2020. Aðspurður segist Jón Ingi ekki mikið hafa spilað á netinu undanfarið, “ég hef verið mikið á ferðalögum erlendis undanfarin misseri og lítið náð að spila yfir höfuð, og síst á netinu. En ég tók þann pól í hæðina í þessu móti að spila mjög tight, jafnvel meira en ég er vanur. Eftir rúmlega hundrað fyrstu hendurnar í mótinu var ég t.d. með VPIP í kringum 10% og þegar leið á mótið sveiflaðist það á milli 15 og 18% sem er alveg í lægra lagi. En umfram allt spilaði ég bara alveg sérlega agað og það bar árangur.”
Jón Ingi kom inn á lokaborðið aðeins undir meðalstakk og náði síðan að halda stöðu sinni meira og minna í gegnum allt lokaborðið og síðan hægt og bítandi klóra sig upp listann. Þegar 5 voru eftir var hann kominn í annað sætið og þegar aðeins þrír voru eftir náði hann yfirburðastöðu og að lokum varð heads-up leikurinn mjög stuttur og snarpur.
Í öðru sæti varð Guðni Rúnar Ólafsson, sem netverjar þekkja betur sem GkiloGKILO og var hann með chip-lead þegar komið var inn á lokaborðið. Hann hafði verið í einu af efstu sætunum í gegnum allt mótið eftir að hafa strax í upphafi móts tvöfaldað sig með því að slá út “Höfðingjann”. Í því þriðja varð síðan Þórarinn Ólafsson Kristjánsson, betur þekktur á Coolbet sem Gollipolli. Þórarinn hefur verið að gera það gott á þessu ári en hann getur nú státað af því að hafa náð lokaborði á öllum Íslandsmótum það sem af er árinu, en hann varð í 9.sæti á nýafstöðnu Íslandsmóti í póker og í 4.sæti á ÍM í PLO í september.
Alls tók 51 þátt í mótinu sem er umtalsverð fjölgun frá því í fyrra (34), þátttökugjald var €200 og endaði verðlaunapotturinn í €9282 sem skiptist á milli 8 efstu á eftirfarandi hátt:
Thorvaldz- €2970
GkiloGKILO – €1949
GolliPolli – €1392
rudnar – €937
flispeysupabbi – €705
doctorfree888- €520
galdrakall – €427
dsaliente – €381
Við óskum Jóni Inga til hamingju með glæsilegan árangur og þökkum félagsmönnum fyrir þátttökuna og þökkum Coolbet fyrir frábært samstarf við framkvæmd mótsins.
https://pokersamband.is/wp-content/uploads/2024/11/IMG_7812.jpeg13652048Stjórn PSÍhttps://pokersamband.is/wp-content/uploads/2019/10/PSI-New-logo-2019-300x145.pngStjórn PSÍ2024-11-25 02:24:322024-11-25 11:52:19Jón Ingi (Thorvaldz) er Íslandsmeistari í net-póker
Íslandsmótið í net-póker hefst kl. 18:00 sunnudaginn 24.nóvember og verður haldið á Coolbet! Þátttökugjald er €200 og ekki er boðið upp á re-entry (freezout).
Haldin verða undanmót á Coolbet daglega frá miðvikudegi til laugardags kl. 20:00 og að lokum á sunnudag kl. 16:00.
Einnig verður haldið ÍM í net-PLO og fer það fram viku síðar, sunnudaginn 1.des. kl. 18:00. Þátttökugjald er €100 og boðið er upp á tvö re-entry.
Undanmót fyrir ÍM í net-PLO verða haldin síðustu dagana fyrir mótið kl. 20:00.
Vinsamlegast athugið eftirfarandi:
Aðild að PSÍ er skilyrði fyrir þátttöku á ÍM í net-póker en allir geta tekið þátt í undanmótum.
Til að tryggja þátttökurétt þarf að ganga frá aðild í síðasta lagi daginn fyrir hvorn keppnisdag.
Þegar gengið er frá aðild að PSÍ þarf að passa að Coolbet poker ID komi fram í skráningu. Ef það gleymist má senda Coolbet poker ID í tölvupósti á info@pokersamband.is
PSÍ og Coolbet áskilja sér rétt til þess að birta raunveruleg nöfn vinningshafa.
Íslandsmótinu í póker lauk kl. 20:08 í kvöld með sigri Hafþórs Sigmundssonar eftir nokkuð langa heads-up viðureign við Óla Björn Karlsson. Í þriðja sæti varð Andrés Vilhjálmsson. Það er skemmtileg tilviljun að þeir þrír skipuðu efstu þrjú sætin eftir dag eitt, en Hafþór kom síðan inn á dag 3 með minnsta stakkinn og náði að vinna hann upp jafnt og þétt allan daginn.
Heildarfjöldi þátttakenda var 125 og er það mesti fjöldi þátttakenda síðan 2015. Degi 1 var skipt í tvennt og tóku 66 þátt í degi 1a og 59 á degi 1b og komust samtals 69 þeirra á dag 2. Á degi 2 var leikið til miðnættis en búið var að ákveða að stöðva leik á miðnætti eða þegar komið væri niður í lokaborð og aðeins 9 eftir. Á miðnætti stóðu 10 eftir og höfðu þá leikið í meira en hálfa klukkustund hand-for-hand og var þá staðar numið og hófu þessir 10 leik á sunnudeginum. Það tók rétt rúma klukkustund að komast niður í 9 manna hópinn sem skipaði lokaborðið 2024. Það tók síðan tæpar 6 klukkustundir að leika mótið til þrautar þar til sigurvegarinn stóð einn eftir.
Þetta var í fyrsta skipti sem mótið var kynnt lítillega í alþjóðlegum grúppum pókeráhugamanna, m.a. í grúppu þeirra sem flakka um heiminn til þess að safna flöggum á Hendon Mob vefnum, eða svokölluðum “Flaghunters”. Á endanum komu 4 slíkir frá fjórum mismunandi löndum og þeirra á meðal var Lars Jurgens sem kemst nú í efsta sæti á þeim lista en hann hefur unnið til verðlauna á pókermótum í samtals 51 landi. Auk þess komu þrír leikmenn frá Kanada og tóku þátt í Íslandsmótinu og hliðarmótum. Það vakti einnig athygli skipuleggjenda að í mótinu voru að þessu sinni leikmenn búsettir á Íslandi frá amk. 11 öðrum löndum þannig að alls voru keppendur af 16 mismunandi þjóðernum í mótinu.
Heildarverðlaunafé var 8.620.000 og skiptist það á milli 20 efstu sæta. Kostnaðarhlutfall var 13,8% sem er það lægsta sem náðst á Íslandsmóti með því fyrirkomulagi sem viðhaft hefur verið síðustu 7 ár að reka mótið án hagnaðar eða taps, enda lækkar hlutfallið eftir því sem fleiri taka þátt í mótinu.
Eftirfarandi skiptu með sér verðlaunafénu og sá sem endaði í 21. sæti (búbblusætinu) fékk í sárabætur miða á ÍM 2025:
1
Hafþór Sigmundsson
1.800.000
2
Óli Björn Karlsson
1.350.000
3
Andrés Vilhjálmsson
1.000.000
4
Óskar Aðils Kemp
750.000
5
Jesper Sand Poulsen
580.000
6
Árni Gunnarsson
450.000
7
Mario Galic
370.000
8
Sigurjón Þórðarson
300.000
9
Þórarinn Kristjánsson Ólafsson
250.000
10
Sigurður Þengilsson
210.000
11
Seweryn Brzozowski
210.000
12
Ívar Örn Böðvarsson
180.000
13
Steinn Thanh Du Karlsson
180.000
14
Garðar Geir Hauksson
180.000
15
Vignir Már Runólfsson
150.000
16
Börkur Darri Hafsteinsson
150.000
17
Adam Óttarsson
150.000
18
Yuri Ishida
120.000
19
Branimir Jovanovic
120.000
20
Ingólfur Lekve
120.000
21
Fionn Sherry
Miði á ÍM 2025
Samhliða lokaborðinu var leikið 30K re-entry hliðarmót þar sem 29 tóku þátt og voru entry í mótið samtals 41. Verðlaunafé endaði í 1.045.000 og stóð til að skipta á milli 5 efstu sæta en leikmenn gerðu með sér samkomulag um að bæta við 3 auka verðlaunasætum. Það var Bjarni Þór Lúðvíksson sem bar sigur úr býtum í því móti og hlýtur að launum 390.000.
Mótsstjórar voru þeir Jón Ingi Þorvaldsson, sem einnig sá um skipulag og undirbúning mótsins, og Einar Þór Einarsson. Í störfum gjafara voru Alexander, Rannveig, Nikulás Kai, Berglind, Korneliusz, Edward, Berglaug, Erika, Silla, Bjarni Veigar, Kristján Bragi, Bart og Þorbjörg. Við kunnum þeim öllum bestu þakkir fyrir frábær störf.
Við þökkum Hugaríþróttafélaginu kærlega fyrir þá frábæru aðstöðu sem félagið veitti okkur til að halda mótið og auk þess fyrir frábæra undanmótaröð í allt haust en alls komu 80 miðar út úr undanmótum, þar af 52 úr mótum á vegum Hugaríþróttafélagsins. Einnig komu 24 miðar út úr undanmótum á Coolbet sem hefur eins og fyrri ár reynst okkur ómetanlegur bakhjarl og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir frábært samstarf.
Að lokum minnum við á að mótadagskránni er ekki alveg lokið enn. Íslandsmótin í net-póker eru eftir en þau fara fram á Coolbet í lok nóvember og byrjun desember.
Við óskum Hafþóri til hamingju með titilinn og öðrum verðlaunahöfum helgarinnar til hamingju með árangurinn, þökkum félagsmönnum fyrir góða þátttöku og hlökkum til að sjá ykkur á næsta móti!
https://pokersamband.is/wp-content/uploads/2024/11/IMG_1149-scaled.jpg25602414Stjórn PSÍhttps://pokersamband.is/wp-content/uploads/2019/10/PSI-New-logo-2019-300x145.pngStjórn PSÍ2024-11-18 01:46:062024-11-18 13:11:20Hafþór er Íslandsmeistari í póker 2024
Leik á degi 2 lauk núna rétt fyrir miðnættið og stóðu þá 10 þátttakendur eftir sem hefja leik á degi 3 þar sem leikið verður til þrautar.
Hér er listi yfir þá sem eftir standa auk stakkstærðar:
Jesper Sand Poulsen, 1.583.000
Mario Galic, 966.000
Andrés Vilhjálmsson, 728.000
Óli Björn Karlsson, 630.000
Óskar Aðils Kemp, 586.000
Árni Gunnarsson, 476.000
Þórarinn Kristjánsson Ólafsson, 406.000
Sigurður Þengilsson, 353.000
Sigurjón Þórðarson, 312.000
Hafþór Sigmundsson, 220.000
Leikur hefst að nýju á degi 3 kl. 13:00 á sunnudeginum 17.nóv. og verður þá haldið áfram þar sem frá var horfið á leveli 19 sem var nýhafið en blindar eru 8k/16k/16k.
Samhliða degi 2 á ÍM fór einnig fram mjög líflegt hliðarmót með 20k þátttökugjaldi og ótakmörkuðu re-entry. Þar tóku 44 þátt og voru endurkaup 41 talsins og endaði verðlaunafé í 1.445.000 sem skiptist á milli 8 efstu, sem síðan ákváðu að setja 30K í búbblusætið fyrir miða í sunnudags hliðarmótið.
Það var Edvinas Cesaitis sem bar sigur úr býtum eftir heads-up viðureign við Benjamín Þórðarson. Verðlaunaféð skiptist með eftirfarandi hætti á milli þeirra sem komust á lokaborðið:
Edvinas Cesaitis, 440.000
Benjamín Þórðarson, 300.000
Bjarni Þór Lúðvíksson, 195.000
Björn Þór Jakobsson, 150.000
Trausti Pálsson, 120.000
Atli Þrastarson, 90.000
Kristján Bragi Valsson, 70.000
Jónas Nordquist, 50.000
Hafsteinn Ingimundarson, 30.000
https://pokersamband.is/wp-content/uploads/2024/11/IMG_0961.jpeg11622254Stjórn PSÍhttps://pokersamband.is/wp-content/uploads/2019/10/PSI-New-logo-2019-300x145.pngStjórn PSÍ2024-11-17 01:52:072024-11-17 02:25:44ÍM 2024 – dagur 2