ÍM 2024 – Staðan eftir dag 1

Alls tóku 125 þátt á Íslandsmótinu í póker sem fram fer núna í vikunni. Degi 1 var að ljúka og eftir standa 69 keppendur og takast á um 8.620.000 kr. verðlaunapott. Þetta er besta þátttaka á ÍM síðan árið 2015 og stærsti verðlaunapottur síðan í árdaga þegar næstum tvöfalt fleiri tóku þátt í fyrstu Íslandsmótunum.

Það er Óli Björn Karlsson sem kemur með stærsta stakkinn á dag sem hefst í dag, laugardag kl. 13:00. Röð þeirra 69 sem eftir standa og stakkstærð er sem hér segir:

1 Óli Björn Karlsson 268.500
2 Hafþór Sigmundsson 252.200
3 Andrés Vilhjálmsson 231.000
4 Seweryn Brzozowski 222.900
5 Sigurjón Þórðarson 201.700
6 Haraldur Pétursson 201.000
7 Mario Galic 192.100
8 Arnór Einarsson 183.300
9 Steinn Thanh Du Karlsson 172.300
10 Garðar Geir Hauksson 171.600
11 Sæmundur Árni Hermannsson 165.800
12 Branimir Jovanovic 162.100
13 Þórarinn Kristjánsson Ólafsson 160.400
14 Sigurður Þengilsson 141.600
15 Gunnar Páll Leifsson 132.900
16 Óskar Aðils Kemp 128.000
17 Adam Óttarsson 126.300
18 Fannar Ríkarðsson 124.400
19 Jesper Sand Poulsen 121.200
20 Sigurður Reynir Harðarson 120.300
21 Halldór Már Sverrisson 108.200
22 Sigurður Baldvin Friðriksson 104.700
23 Fionn Sherry 101.500
24 Ingólfur Lekve 101.000
25 Árni Gunnarsson 100.400
26 Lars Jurgens 97.900
27 Eiríkur Garðar Einarsson 96.300
28 Ívan Guðjón Baldursson 87.200
29 Brynjar Bjarkason 85.700
30 Alexandru Marian Florea 81.200
31 Yuri Ishida 72.800
32 Róbert Örn Vigfússon 71.800
33 Kalle Gertsson 70.000
34 Vignir Már Runólfsson 67.300
35 Freysteinn G Jóhannsson 66.600
36 Sæmundur Karl Gregory 65.800
37 Örn Tönsberg 64.800
38 Jón Aldar Samúelsson 64.200
39 Sigurður Dan Heimisson 62.600
40 Sebastian Jagiello 62.100
41 Þorbjörg Hlín Ásgeirsdóttir 57.600
42 Kristján Bragi Valsson 57.500
43 Brynjar Þór Jakobsson 55.400
44 Andrew Leathem 53.500
45 Halldór Gunnlaugsson 52.500
46 Klara Rún Kjartansdóttir 51.800
47 Sveinn Rúnar Másson 51.000
48 Börkur Darri Hafsteinsson 48.000
49 Óskar Páll Davíðsson 46.900
50 Atli Þrastarson 45.600
51 Jóhann Eyjólfsson 43.100
52 Óskar Örn Eyþórsson 42.600
53 Kristján Dagur Inguson 41.900
54 Bjarki Þór Guðjónsson 41.000
55 Rúnar Rúnarsson 40.500
56 Atli Rúnar Þorsteinsson 37.600
57 Róbert Blanco 37.100
58 Kristófer Daði Kristjánsson 37.100
59 Júlíus Símon Pálsson 36.700
60 Khoi Nguyen Thi Nguyen 36.700
61 Ívar Örn Böðvarsson 35.800
62 Benjamín Þórðarson 33.300
63 Hafsteinn Ingimundarson 26.500
64 Örn Árnason 26.500
65 Snorri Már Skúlason 21.900
66 Már Wardum 21.300
67 Dmytro Kalitovskyi 20.900
68 Egill Þorsteinsson 20.800
69 Kyle Kellner 10.100

Búið er að draga um sætaskipan á degi 2 og er hún sem hér segir:

Aðrir keppendur í mótinu voru eftirfarandi:

Aðalbjörn Jónsson
Alfreð Clausen
Andri Björgvin Arnþórsson
Andri Guðmundsson
Andri Már Ágústsson
Árni Hrafn Falk
Arnór Már Másson
Ásgrímur Karl Gröndal
Atli Már Gylfason
Bjarni Þór Lúðvíksson
Björn Þór Jakobsson
Daniel Jacobsen
Daníel Pétur Axelsson
Davíð Þór Rúnarsson
Derrick Law
Einar Már Þórólfsson
Finnur Hrafnsson
Friðrik Falkner
Friðrik Guðmundsson
Gizur Gottskálksson
Guðgeir Hans Kolsöe
Guðmundur Helgi Sigurðsson
Guðmundur Kristján Sigurðsson
Gunnar Árnason
Gunnlaugur Kári Guðmundsson
Hannes Guðmundsson
Hjörtur Davíðsson
Hlöðver Þórarinsson
Hörður Harðarson
Inga Kristín Jónsdóttir
Jóhann Pétur Pétursson
Jóhannes Karl Kárason
Jón Ásgeir Axelsson
Jón Óskar Agnarsson
Jónas Nordquist
Karol Polewaczyk
Kelly Kellner
Kristinn Pétursson
Kristján Freyr Óðinsson
Kristján Óli Sigurðsson
Kristjana Guðjónsdóttir (Jana)
Logi Laxdal
Martin Schamaun
Matte Bjarni Karjalainen
Orri Örn Árnason
Steinar Edduson
Steinar Snær Sævarsson
Sunna Kristinsdóttir
Þór Þormar Pálsson
Þorgeir Brimir Harðarson
Tómas Arnarson
Tomasz Janusz Mroz
Trausti Pálsson
Vytatutas Rubezius
Wilhelm Norðfjörð
Ægir Þormar Pálsson

Örninn sigursæll á Mystery Bounty mótinu

Við hófum Íslandsmótsvikuna með látum í gærkvöldi en þeirri nýbreytni var vel tekið að taka eitt hliðarmót til upphitunar. Upphitunarmótið var Mystery Bounty mót með 40k þátttökugjaldi og ótakmörkuðu re-entry. Alls tóku 54 þátt í mótinu og voru re-entry alls 35 talsins. Verðlaunapotturinn endaði í 1.510.000 og skiptist á milli 11 efstu. Að sama skapi fór Bounty verðlaunapotturinn í 1.510.000 og skiptist hann í 9 umslög með misháum upphæðum á bilinu 50.000 til 300.000 og að auki voru tveir aukavinningar, annars vegar €1600 pakki á The Festival í boði Coolbet, og hins vegar aukamiði á ÍM í póker. Það voru því 11 vinningar í Bounty pottinum og var fyrsta umslagið dregið af þeim sem sló út búbblusætið.

Það var enginn annar en Örninn, Örn Árnason sem endaði í fyrsta sæti og sópaði að auki til sín þremur Bounty vinningum.

Röð ellefu efstu var eftirfarandi (Bounties innan sviga):

  1. Örn Árnason, 400.000 (+€1600 pakki + 300.000 + 200.000)
  2. Yuri Ishida, 280.000 (+Miði á ÍM + 300.000 + 75.000)
  3. Steinar Edduson, 210.000 (+75.000)
  4. Derrick Law, 150.000 (+80.000 + 150.000)
  5. Daniel Jacobsen, 110.000 (+200.000)
  6. Khoi Nguyen Thi Nguyen, 90.000 (+50.000 + 80.000)
  7. Árni Gunnarsson, 75.000
  8. Þór Þormar Pálsson, 60.000
  9. Björn Þór Jakobsson, 50.000
  10. Orri Örn Árnason, 45.000
  11. Halldór Már Sverrisson, 40.000

Við þökkum félagsmönnum fyrir frábærar viðtökur og Hugaríþróttafélaginu fyrir fyrsta flokks aðstöðu fyrir Íslandsmótið í ár!

Íslandsmótið í póker – 2024 – Icelandic poker championship

(Information in English below)

Íslandsmótið í póker 2024 verður haldið dagana 13.-17. nóv. og mun það fara fram í sal Hugaríþróttafélagins, Mörkinni 4. (Google Maps link)

Dagur 1 verður leikinn í tvennu lagi líkt og undanfarin ár, dagur 1a fimmtudaginn 14. nóv. og dagur 1b föstudaginn 15. nóv. Leikur hefst kl. 17:00 báða dagana. Dagur 2 hefst síðan kl. 13:00 laugardaginn 16. nóv. og lokaborðið (dagur 3) verður leikið sunnudaginn 17.nóv.

Við byrjum að þessu sinni á upphitunar hliðarmóti, miðvikudaginn 13.nóvember og einnig verða hliðarmót á laugardag og sunnudag, 20k re-entry á laugardeginum og 30k re-entry á sunnudeginum.

Skráning og greiðsla þátttökugjalda fer að venju fram á vef PSÍ  (www.pokersamband.is/shop)

Við minnum á að PSÍ tekur ekki við greiðslum í reiðufé en hægt er að greiða með bæði debet- og kreditkortum á vef PSÍ.

Þátttökugjaldið er kr. 80.000, fram til kl. 12:00 fimmtudaginn 14. nóv. og hækkar þá í kr. 88.000.

Vikuleg undanmót hefjast á Coolbet sunnudaginn 15. september kl. 20:00.

Undanmót hjá Hugaríþróttafélaginu hefjast í byrjun október.

Nánari upplýsingar um dagskrá og strúktúr má finna hér.


The Icelandic poker championship will be held 13-17 Nov 2024 at Hugaríþróttafélagið, Mörkin 4, Reykjavik (Google Maps link)

Day 1 will be played on Thursday and Friday at 17:00, Day 2 will commence on Saturday at 13:00 and the final table will be played on Sunday.

We will start with a warm-up side-event on Wednesday 13th. Other side-events will be available on Saturday and Sunday, ISK 20k re-entry on Saturday at 15:00 and ISK 30k re-entry on Sunday at 14:00.

Registration and buy-in will only be available through our website with credit/debit card payments  (www.pokersamband.is/shop)

Buy-in for the main event is ISK 80k. Late registration (after 12:00 GMT Thursday 14th Nov): ISK 88k.

Coolbet and Hugaríþróttafélagið will be running weekly satellites according to the schedule below.

Click here for information on tournament schedule and structure.


Dagskrá undanmóta – Satellites schedule:

  • Sun. 15. sept. kl. 20:00 – Coolbet
  • Sun. 22. sept. kl. 20:00 – Coolbet
  • Sun. 29. sept. kl. 20:00 – Coolbet
  • Þri. 1. okt. kl. 19:00 – Hugaríþróttafélagið
  • Fim. 3. okt. kl. 19:00 – Hugaríþróttafélagið
  • Sun. 6. okt. kl. 20:00 – Coolbet
  • Þri. 8. okt. kl. 19:00 – Hugaríþróttafélagið
  • Fim. 10. okt. kl. 19:00 – Hugaríþróttafélagið
  • Sun. 13. okt. kl. 20:00 – Coolbet
  • Þri. 15. okt. kl. 19:00 – Hugaríþróttafélagið
  • Fim. 17. okt. kl. 19:00 – Hugaríþróttafélagið
  • Sun. 20. okt. kl. 20:00 – Coolbet
  • Þri. 22. okt. kl. 19:00 – Hugaríþróttafélagið
  • Mið. 23. okt. kl. 19:00 – Poker Express
  • Fim. 24. okt. kl. 19:00 – Hugaríþróttafélagið
  • Sun. 27. okt. kl. 20:00 – Coolbet
  • Þri. 29. okt. kl. 19:00 – Hugaríþróttafélagið
  • Fim. 31. okt. kl. 19:00 – Hugaríþróttafélagið
  • Fös. 1. nóv. kl. 19:00 – Poker Express
  • Sun. 3. nóv. kl. 20:00 – Coolbet
  • Þri. 5. nóv. kl. 19:00 – Hugaríþróttafélagið
  • Fim. 7. nóv. kl. 19:00 – Hugaríþróttafélagið
  • Fös. 8. nóv. kl. 19:00 – Poker Express – Aflýst
  • Sun. 10. nóv. kl. 20:00 – Coolbet
  • Þri. 12. nóv. kl. 19:00 – Hugaríþróttafélagið – Mega satellite! – 6 miðar tryggðir + 2 ADDED!

Arnór er Íslandsmeistari í PLO 2024

Íslandsmótinu í Pot-Limit-Omaha lauk rétt eftir miðnætti í gær með sigri Arnórs Más Mássonar. Í öðru sæti varð Vignir Már Runólfsson og í því þriðja varð Freysteinn G Jóhannsson. Mótið hófst klukkan 14:00 og fór fram í salarkynnum Poker Express. Þátttakendur voru 23 talsins og keyptu 9 þeirra sig inn aftur en eitt re-entry er leyft í þessu móti. Alls voru því 32 entry í mótið sem er mesti fjöldi frá upphafi. Kostnaðarhlutfall var 15% og var verðlaunafé því 1.090.000 og skiptist það á milli 5 efstu með eftirfarandi hætti:

  1. Arnór Már Másson 400.000
  2. Vignir Már Runólfsson 285.000
  3. Freysteinn G Jóhannsson 195.000
  4. Þórarinn Kristjánsson Ólafsson 130.000
  5. Daníel Pétur Axelsson 80.000

Mótsstjórn, undirbúningur og skipulag mótsins var í höndum Jóns Inga Þorvaldssonar, gjaldkera PSÍ, og í störfum gjafara var úrvalslið Omaha gjafara, þau Alexander, Rannveig og Þorbjörg.

Við óskum Arnóri til hamingju með sigurinn, hans fyrsta sigur í móti á vegum PSÍ, og öllum verðlaunahöfum einnig til hamingju með glæsilegan árangur. Við þökkum Poker Express fyrir að útvega okkur þessa frábæru aðstöðu fyrir mótið og Coolbet og Hugaríþróttafélaginu fyrir vel heppnuð undanmót og öllum sem komu að skipulagi og framkvæmd mótsins fyrir vel unnin störf!

Arnór með lokahöndina í ÍM í PLO 2024
Arnór og Vignir heads-up á ÍM í PLO 2024
5 efstu á lokaborðinu á ÍM í PLO 2024 í þungum þönkum.

Íslandsmótið í PLO 2024

Íslandsmótavertíðin er orðin fastur liður á haustin hjá okkur og fyrsta mót haustsins er Íslandsmótið í Pot-Limit-Omaha.

Mótið fer fram í sal Poker Express laugardaginn 7. september og hefst kl. 14:00. Sjá staðsetningu hér á Google Maps.

Þátttökugjald er kr. 40.000 og hækkar fyrir seinar skráningar eftir kl. 14:00 á föstudeginum 6.sept. í kr. 45.000.

Boðið er upp á eitt re-entry eins og verið hefur undanfarin ár.

Skráningarfrestur rennur síðan út í matarhléi sem er kl. 18:15-18:45.

Skráning og greiðsla þátttökugjalda fer að vanda fram hér á vef PSÍ.

Nánari upplýsingar um strúktúr mótsins má finna hér.

Skráið ykkur endilega inn á FB eventið sem finna má hér.

Eftirfarandi undanmót verða í boði fyrir mótið:

  • Coolbet: Sunnudagur 25. ágúst kl. 20:00
  • Coolbet: Fimmtudagur 29. ágúst kl. 20:00
  • Coolbet: Sunnudagur 1. sept. kl. 20:00
  • Hugaríþróttafélagið: Þriðjudagur 3. sept. kl. 19:00
  • Coolbet: Fimmtudagur 5. sept. kl. 20:00

Emmanuel vinnur Stórbokka 2024

Það var Emmanuel Mamelin sem vann sigur á Stórbokkanum í ár eftir heads-up viðureign við Jóhann Pétur Pétursson sem varð í öðru sæti. Emmanuel var lengi vel með einn minnsta stakkinn á lokaborðinu en náði hægt og bítandi að bæta við stakkinn og sigla honum í höfn. Jóhann lenti í einhverju æfintýralegasta “rönni” í manna minnum. Á búbblunni flysjaðist hann niður í einn bb, póstaði síðan sb og foldaði og átti þá eftir 15k stakk í blindunum 15k/30k. Hann náði síðan á stuttum tíma að rúmlega 50falda stakkinn og komst á tíma í chip-lead þegar hann tók nánast allan stakkinn af Jesper sem endaði í þriðja sæti með KK á móti AA þar sem Jóhann hitti á sett.

Alls tóku 25 þátt í mótinu og voru re-entry 5 talsins þannig að heildarfjöldi skráninga (entries) í mótið voru 30. Heildarinnkoma var 4.350.000 og var heildarkostnaður við mótið 630.000 (14,5%) þannig að verðlaunaféð endaði í 3.720.000 og skiptist á milli 4 efstu sem hér segir:

  1. Emmanuel Mamelin 1.560.000
  2. Jóhann Pétur Pétursson 1.060.000
  3. Jesper Sand Poulsen 700.000
  4. Jón Óskar Agnarsson 400.000

Mótið var haldið í sal Hugaríþróttafélagsins og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir að hýsa mótið og einnig fyrir vel heppnuð undanmót vikuna fyrir mót. Í matarhléi var 3ja rétta máltíð í boði fyrir þátttakendur og starfsfólk en því miður hafði komið upp einhver misskilningur um það hvaða þjónustu við ættum að fá frá því fyrirtæki sem veitingaþjónustan var pöntuð frá og komu því ekki framreiðslumenn frá fyrirtækinu til að bera fram matinn og biðjum við alla hlutaaðeigandi velvirðingar á því. Árni okkar “Búddah” hljóp þá til og reddaði því sem redda þurfti og á bestu þakkir skilið fyrir.

Það voru þau Alexander, Dísa, Rannveig og Þorbjörg sem sáu um gjafarastörfin af sinni einstöku fagmennsku. Það var síðan Jón Ingi, gjaldkeri PSÍ, sem bar hitann og þungann af undirbúningi og skipulagi mótsins og sá um mótsstjórn.

Við þökkum öllum sem komu að Stórbokka þetta árið, starfsfólki, þátttakendum og gestgjöfum fyrir að gera gott mót með okkur, og einnig Coolbet fyrir að halda undanmót fyrir okkur, og sjáumst vonandi sem flest á næsta móti!

Stórbokki er næstur á dagskrá!

Stórbokki hefur verið að sækja í sig veðrið aftur síðustu tvö ár eftir að hafa þurft að fella mótið niður árin 2020 og 2021 vegna Covid, en í fyrra voru yfir 30 entry í mótið.

Mótið verður með sama sniði og fyrri ár, mótið hefst kl. 13:00 og mun standa eitthvað fram yfir miðnættið.

Þátttökugjald er 150.000 kr. og hægt er að kaupa sig aftur inn í mótið fyrir 120.000 kr. (unlimited re-entry).

Skráning fer að venju fram hér á vef PSÍ.

Innifalinn í mótsgjaldi er glæsilegur kvöldverður sem verður framreiddur á mótsstaðnum.

  • Forréttur: Humarsúpa með nýbökuðu brauði
  • Aðalréttur: Heilsteikt nautalund með kartöflugratíni og grænpiparsósu/bernaise.
  • Eftirréttur: Súkkulaði brownies með hvítri súkkulaði skyrmús og berjum.

Hér má sjá nánari upplýsingar um strúktúr og dagskrá mótsins.

Smellið ykkur endilega inn á facebook eventið sem komið er hér.

Undanmót verða alla sunnudaga kl. 20:00 á Coolbet og einnig verða undanmót hjá Hugar á eftirfarandi dögum:

  • Miðvikudaginn 8.maí kl. 19:00 – 2 miðar tryggðir
  • Laugardaginn 11.maí kl. 17:00 – MEGA undanmót – 4 miðar tryggðir + 1 miði ADDED
  • Miðvikudaginn 15.maí kl. 19:00 – 2 miðar tryggðir

Steinar er Smábokki 2024!

Við þökkum félagsmönnum fyrir frábæra þátttöku í Smábokka sem lauk núna kl.21:00 í kvöld en aðsókn fór fram úr björtustu vonum mótshaldara. Alls tók 71 þátt í mótinu og voru endurkaup í mótið 34 talsins þannig að alls voru 105 entry í mótið. Þetta er mesta aðsókn á Smábokka síðan í fyrsta mótinu árið 2017 þegar 109 tóku þátt. Verðlaunaféð á Smábokka hefur hins vegar aldrei verið hærra eða samtals 2.680.000 sem skiptist á milli 11 efstu leikmanna. Kostnaðarhlutfall mótsins var slétt 15%.

Það var Steinar Edduson sem stóð uppi sem sigurvegari eftir vel rúmlega klukkustundar heads-up einvígi við Hannes Guðmundsson sem varð í öðru sæti. Steinar hóf dag tvö með rétt rúmlega tvöfaldan upphafsstakk, kom svo inn á lokaborðið með chip-lead og byrjaði heads-up leikinn með afgerandi forystu, eða 5faldan stakk Hannesar. Hannes náði síðan að saxa á forskotið og náði um tíma að jafna hann, en á endanum kom Steinar stakknum inn með AT á móti A7 og hafði betur.

Steinar er einn af okkar reyndari leikmönnum og lét talsvert til sín taka í íslenskri póker senu fyrir nokkrum árum og vann m.a. sigur á Stórbokka í annað sinn sem hann var haldinn árið 2016 eftir að hafa orðið í öðru sæti í sama móti árið áður. Steinar er síðan búinn að vera að sækja aftur í sig veðrið undanfarin misseri og er stefnan næst tekin á WSOP mótaröðina í sumar þar sem hann hyggst spila Main Eventið í fyrsta sinn. Steinar er sá þriðji sem tekst að vinna bæði Stórbokka og Smábokka, en áður hafa þeir Sveinn Rúnar Másson og Matte Bjarni Karjalainen afrekað það.

Már Wardum, formaður PSÍ, stóð í ströngu í mótsstjórninni en hin mikla aðsókn í mótið kom aðeins inn í hliðina á okkur og vorum við aðeins undirmönnuð á degi 1 fyrir vikið og á Már mikinn heiður skilinn fyrir að standast þetta álag. Við þökkum félagsmönnum þolinmæðina og þökkum sérstaklega þeim stóðu vaktina í gjafarahlutverkinu við erfiðar aðstæður, sér í lagi á degi 1 þar sem nánast allur gjafarahópurinn þurfti að gefa hvíldarlaust allt kvöldið. En það voru þau Alexander, Þórunn, Dísa, Bjarni, Edward, Korneliusz og Inga sem sáu um að þeyta spilunum með glæsibrag. Um skipulag mótsins og kynningarmál sá Jón Ingi, gjaldkeri PSÍ.

Þeir sem skiptu verðlaunasætunum með sér voru:

1Steinar Edduson700.000
2Hannes Guðmundsson500.000
3Johan Rolfsson380.000
4Ingólfur Lekve270.000
5Egill Þorsteinsson215.000
6Tomasz Janusz Mroz160.000
7Steinar Snær Sævarsson135.000
8William Thomas Möller95.000
9Ívar Örn Böðvarsson95.000
10Grétar Már Steindórsson65.000
11Kristján Bragi Valsson65.000

Við þökkum Hugaríþróttafélaginu kærlega fyrir samstarfið og fyrir að veita okkur aðgang að aðstöðu félagsins. Einnig þökkum við Coolbet fyrir að halda fyrir okkur undanmót eins og þeim einum er lagið en tíð undanmót vikurnar fyrir mótið voru tvímælalaust lykill að góðri þátttöku.

Að lokum óskum við Steinari til hamingju með glæsilegan árangur og hlökkum til að sjá félagsmenn á næsta móti, en Stórbokki er næstur á dagskrá þann 18.maí nk!

Smábokki 2024 – Staða eftir dag 1

Það er óhætt að segja að þátttaka á Smábokka hafi farið fram úr okkar björtustu vonum í ár en alls mætti 71 til leiks og voru entry í mótið samtals 105 talsins. Þetta er mesta þátttaka í Smábokka síðan 2017 en fyrsta árið sem mótið var haldið voru keppendur 109 talsins. Verðlaunaféð endar í 2.680.000 og mun skiptast á milli 11 efstu. Kostnaðarhlutfáll mótsins er slétt 15%.

42 komast áfram á dag 2 og er staða þeirra eftirfarandi í upphafi dags 2:

Nafn Stakkur í lok dags 1
Tadas Kaneckas208.500
Sigurjón Þórðarson196.000
Tomasz Janusz Mroz163.500
Hilmar Björnsson163.000
Johan Rolfsson150.000
Örn Árnason137.000
Ingólfur Lekve131.500
William Thomas Möller125.000
Friðrik Falkner115.500
Kristján Loftur Helgason115.000
Brynjar Þór Jakobsson105.500
Hákon Baldvinsson103.000
Egill Þorsteinsson93.000
Kristján Bragi Valsson93.000
Andri Már Ágústsson81.500
Grétar Már Steindórsson79.000
Jóhann Eyjólfsson78.000
Gunnar Árnason77.500
Ísar Karl Arnfinnsson74.000
Steinar Edduson66.500
Eyjólfur Steinsson66.000
Gunnar Páll Leifsson65.000
Steinar Snær Sævarsson61.500
Hannes Guðmundsson58.000
Arnór Einarsson57.000
Benjamín Þórðarson55.000
Fannar Ríkarðsson53.000
Alexandru Marian Florea52.500
Einar Þór Einarsson45.000
Freysteinn G Jóhannsson43.000
Garbriel40.500
Seweryn Brzozowski33.000
Júlíus Símon Pálsson32.500
Halldór Már Sverrisson30.000
Stefán Atli Ágústsson30.000
Ívar Örn Böðvarsson27.500
Sunna Kristinsdóttir25.000
Brynja Sassoon20.000

Borðaskipan í upphafi dags 2 verður eftirfarandi:

Leikar hefjast að nýju kl. 13:00 í dag, laugardag.

Skiljum hundana eftir heima

Okkur hafa að undanförnu borist fyrirspurnir um það hvort leyft sé að hafa gæludýr meðferðis á mót á vegum PSÍ. Stjórn PSÍ hefur í kjölfar umræðu um málið og í samráði við staðarhaldara mótsins ákveðið að taka fyrir það héðan í frá að leikmenn séu með gæludýr meðferðis á mótum á vegum sambandsins.

Ástæður geta vera margvíslegar hjá þeim sem ekki hugnast að mæta á mót þar sem t.d. hundar eða kettir eru á staðnum, t.d. ofnæmi, hræðsla við hunda auk ónæðis sem skapast getur og truflun á gangi mótsins.

Við vonum að þetta mæti skilningi hjá gæludýraeigendum og að það verði ekki hundur í neinum á skemmtilegasta móti ársins sem hefst stundvíslega kl. 19:00 á morgun!!