Smábokki 2021

Uppfært 29.03.2021: Smábokka 2021 verður frestað um óákveðinn tíma vegna samkomutakmarkana. Mótið verður haldið við fyrsta tækifæri!

Öll undanmót falla jafnframt niður þar til ný dagsetning hefur verið ákveðin.

————————————————————————————————————

Fyrsta mótið á 2021 dagskránni verður Smábokki! Mótið verður haldið dagana 8.-10. apríl nk. og verður dagur 1 að venju leikinn í tvennu lagi, dagur 1a á fimmtudegi og dagur 1b á föstudegi.

Þetta mót er af mörgum talið eitt skemmtilegasta mótið á dagskrá PSÍ enda er mótið eins konar mini útgáfa af Íslandsmótinu og á verði við flestra hæfi.

Þátttökugjald er kr. 25.000 og skráning er þegar hafin á vef PSÍ. (Ath. Þátttökugjaldið hækkar í 28.000 kl. 12:00 á hádegi á degi 1a og 1b).

Mótið hefst kl. 19:00 á fimmtudegi og föstudegi, skráningarfrestur rennur út kl. 23:30 á degi 1a og 1b og er leikið til miðnættis hvorn daginn. Dagur 2 hefst kl. 13:00 og verður boðið upp á 10k re-entry hliðarmót kl. 14:00.

Undanfarin ár hefur verið boðið upp á eitt re-entry á milli daga og verður nú gerð sú breyting að hægt verði að nýta re-entry hvort heldur sem er innan dags eða yfir á næsta dag. Í lok dags 1a er boðið upp á að gefa eftir stakk (forfeit) og hefja leik 1b að nýju.

Hægt verður að krækja í miða frá aðeins €10 á undanmótum sem Coolbet en það verður þétt dagskrá undanmóta hjá Coolbet fram að mótinu:

  • Sunnudag 21. mars kl. 20:00
  • Sunnudag 28. mars kl. 20:00
  • Fimmtudag 1. apríl kl. 20:00 (Skírdag)
  • Föstudag 2. apríl kl. 20:00 (Föstudaginn langa)
  • Laugardag 3. apríl kl. 20:00
  • Sunnudag 4. apríl kl. 20:00 (Páskadag)
  • Mánudag 5. apríl kl. 20:00 (Annan í páskum)

Einnig verða undanmót í raunheimum sem tilkynnt verður um síðar.

Skráið ykkur á FB eventið til að fylgjast nánar með upplýsingum um undanmót og fleira í tengslum við Smábokka 2021!

Dagskrá og strúktúr mótsins má finna hér.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply