Landsliðið okkar á HM í Makedóníu

Úrslitakeppni International Federation of Match Poker (IMFP) fer fram í næstu viku í Makedóníu. Landslið okkar vann öruggan sigur í sínum riðli í undankeppni sem fram fór í júní 2021 og tryggði sér þannig sæti í úrslitakeppninni ásamt 14 öðrum þjóðum.

Vorið 2021 var valinn 10 manna landsliðshópur og fara 7 þeirra utan ásamt formanni PSÍ, Má Wardum, sem fer með sem fararstjóri og team manager. Þau sem keppa fyrir Íslands hönd í Makedóníu eru:

  • Egill Þorsteinsson
  • Einar Þór Einarsson
  • Garðar Geir Hauksson
  • Gunnar Árnason
  • Halldór Már Sverrisson
  • Kristjana Guðjónsdóttir
  • Már Wardum
  • Sævar Ingi Sævarsson

Auk þeirra eru í landsliðshópnum Daníel Pétur Axelsson, Inga Guðbjartsdóttir og Magnús Valur Böðvarsson en þau gátu ekki tekið þátt í þessu verkefni.

Við óskum okkar fólki góðs gengis á mótinu og fylgjumst spennt með á Twitch rás IFMP en þar verður hægt að fylgjast með gangi mála.

Áfram Ísland!!!

—— Uppfært 26.maí ——-

Landslið okkar í keppnispóker (match poker) lauk keppni í 10. sæti í gær, á degi 2, og komst því ekki í hóp þeirra 6 sem leika til úrslita í á lokadegi mótsins í dag.


14 lið tóku þátt í úrslitakeppni IFMP (Nations Cup 2021) að þessu sinni og fóru öll liðin áfram yfir á dag tvö en á þeim degi féllu 4 lið úr keppni á fyrri hluta dagsins og síðan önnur 4 lið á síðari hluta dagsins.


Liðið okkar átti því miður brösótta byrjun á degi 1 og byrjaði dag 2 í 12.sæti. Okkar fólk átti síðan góða byrjun á degi 2 og tókst að hífa liðið upp í 9. sæti og komast þannig í gegnum fyrri niðurskurðinn en góður árangur á degi 2 dugði ekki til og íslenska liðið endaði daginn 10.sæti.


Við erum að sjálfsögðu stolt af okkar fólki og vonum að reynslan af þessu móti verði gott veganesti inn í næsta mót!

Staðan eftir dag 2 þegar kom að niðurskurði í 6 liða úrslit.

Matte vinnur Stórbokkann…líka!

Já, Matte Bjarni Karjalainen gerði sér lítið fyrir og vann Stórbokkann líka, eftir að hafa tekið niður Smábokkann fyrir aðeins 4 vikum síðan. Þetta er í fyrsta sinn sem sami einstaklingur vinnur báða titlana sama árið, en áður hafði Sveinn Rúnar unnið báða titlana á sitt hvoru árinu og verður hvort tveggja að teljast magnaður árangur hjá þeim báðum. Það er líklega óhætt að segja að þetta sé lukkubolur, en Matte skartaði sama broskallinum fyrir fjórum vikum þegar hann sat fyrir á mynd sem sigurvegari Smábokkans 😉

Alls tóku 29 þátt í mótinu og voru auk þess 14 re-entry þannig að samtals voru 43 entry í mótið sem er besta þátttaka á Stórbokka síðan 2016! Verðlaunafé var samtals 5.235.000 og var kostnaðarhlutfall 13,2%. Verðlaunaféð skiptist á milli 6 efstu leikmanna sem hér segir:

  1. Matte Bjarni Karjalainen, 1.500.000
  2. Gunnar Árnason, 1.150.000
  3. Wilhelm Nordfjord, 865.000
  4. Jónas Tryggvi Stefánsson, 655.000
  5. Tomasz Janusz Mroz, 565.000
  6. Ingólfur Lekve, 500.000

Það var ekki annað að heyra á þátttakendum að rífandi ánægja hefði verið með mótið og það var ekki síst að þakka frábærri aðstöðu í nýjum salarkynnum Hugaríþróttafélagsins í Mörkinni 4.

Einar Þór, ritari PSÍ, stóð vaktina sem mótsstjóri með glæsibrag og Silla, Alexander og Þórunn sáu um gjafarastörfin af einstakri fagmennsku. Það var síðan Jón Ingi, gjaldkeri PSÍ, sem bar hitann og þungann af undirbúningi og skipulagi mótsins.

Við þökkum öllum sem tóku þátt í mótinu fyrir að gera þetta að jafn vel heppnuðum viðburði og raun bar vitni og Veislan.is fær bestu þakkir fyrir glæsilegan 3ja rétta kvöldverð sem þau báru okkur. Hugaríþróttafélagið á miklar þakkir skildar fyrir að leyfa okkur að vígja nýja húsnæðið með Stórbokkanum og við þökkum mótsstjóra og gjöfurum fyrir vel unnin störf!!

Við óskum Matte til hamingju með glæsilegan árangur og Hugaríþróttafélaginu með nýja húsnæðið.

Sjáumst í haust á Íslandsmótunum í PLO og NLH.

Stórbokki 2022!

Stórbokki rís upp frá dauðum laugardaginn 7.maí 2022! Mótið verður að þessu sinni haldið í samstarfi við Hugaríþróttafélagið og fer fram í nýjum glæsilegum salarkynnum félagsins að Mörkinni 4.

Mótið hefst kl. 13:00 og mun standa eitthvað fram yfir miðnættið.

Þátttökugjald er 150.000 kr. og hægt er að kaupa sig aftur inn í mótið ótakarmarkað fyrir 120.000 kr.

Innifalinn í mótsgjaldi er glæsilegur kvöldverður frá Veislunni sem verður framreiddur á mótsstaðnum.

  • Forréttur: Sjávarréttadiskur: Reyklaxamósaic, hörpuskel á vagamesalati, humarfroða í staupi, silungatartar og ferskt salat
  • Aðalréttur: Heilsteikt nautalund með kartöflugratíni og grænpiparsósu.
  • Eftirréttur: Súkkulaði brownies með hvítri súkkulaði skyrmús og berjum.

Hér má sjá nánari upplýsingar um strúktúr og dagskrá mótsins.

Smellið ykkur endilega inn á facebook eventið sem komið er hér.

Undanmót hafa verið undanfarna sunnudaga á Coolbet og verður síðasta mótið á Coolbet sunnudaginn 1.maí kl. 20:00. Eins og undanfarna sunnudaga verður FREEbuy mót kl. 19:15 þar sem hægt er að vinna miða inn í undanmótið fyrir lítið og jafnvel ekkert.

Fyrsta live undanmótið verður hjá Hugaríþróttafélaginu miðvikudaginn 27.apríl.

Matte er Smábokki 2022!

Smábokka lauk núna í kvöld með sigri Matte Bjarna Karjalainen. Matte hafði forystu eftir dag1, var enn með chip-lead á búbblunni þegar 8 voru eftir og sigldi stakknum sínum örugglega í höfn eftir heads-up leik við Benedikt Óskarsson sem hafnaði í öðru sæti.

Þátttakendur voru 40 talsins að þessu sinni og keyptu 13 sig inn aftur þannig að alls voru 53 entry í mótið. Kostnaðarhlutfall mótsins var fest í 15% og var það því lítillega niðurgreitt af PSÍ. Heildarverðlaunafé var 1.125.000 og skiptist það á milli 7 efstu sem hér segir:

  1. Matte Bjarni Karjalainen, 400.000
  2. Benedikt Óskarsson, 255.000
  3. Sævaldur Harðarson, 160.000
  4. Jónas Tryggvi Stefánsson, 110.000
  5. Daníel Ingi Þorsteinsson, 85.000
  6. Agnar Jökull Imsland Arason, 65.000
  7. Jón Óskar Agnarsson, 50.000

Mótsstjórar voru Viktor Lekve, Már Wardum og Einar Þór Einarsson. Í störfum gjafara voru þau Silla, Sasa, Dísa, Rannveig og Guðmundur Helgi. Við þökkum þeim öllum kærlega fyrir vel unnin störf.

Við þökkum Poker Express kærlega fyrir samstarfið og að veita okkur aðgang að aðstöðu félagsins. Einnig þökkum við Coolbet fyrir að halda fyrir okkur undanmót eins og þeim einum er lagið.

Að lokum óskum við Matte til hamingju með glæsilegan árangur og hlökkum til að sjá félagsmenn á næsta móti, en Stórbokki verður reistur upp frá dauðum þann 7.maí nk!

Matte heldur hróðugur á lokahöndinni, tvist-sjöu
Matte og Benedikt íbyggnir á svip á lokasprettinum

Staðan eftir dag 1 á Smábokka 2022

Þá er degi 1 lokið á Smábokka. Leikar hefjast aftur á morgun, laugardag kl. 13:00 og verður þá leikið til þrautar.

Talsvert færri tóku þátt nú í ár en undanfarin tvö ár og voru entry í mótið samtals 53, en voru 82 síðast þegar Smábokki var haldinn í september sl.

Alls tóku 40 manns þátt í mótinu og komust 18 þeirra á dag 2. Verðlaunafé er 1.125.000 og mun skiptast á milli 7 efstu leikmanna. Stjórn PSÍ ákvað að nýta ákvæði í reglugerð PSÍ um mótahald til að takmarka kostnaðarhlutfall við 15% en vegna smæðar mótsins í þetta sinn hefði hlutfallið annars endað í rúmlega 21%.

Matte Bjarne Karjalainen og Agnar Jökull Imsland Arason eru með stærstu stakkana í upphafi dags tvö og hafa umtalsvert forskot á næstu leikmenn.

Hér má sjá lista yfir þá 18 sem eftir standa og sætaskipan fyrir upphaf dags 2.

NafnChips eftir dag 1BorðSæti
Matte Bjarni Karjalainen181.50012
Agnar Jökull Imsland Arason175.00025
Vignir Þór Ásgeirsson138.50018
Kristján Valsson125.00029
Friðrik Guðmundsson113.50017
Jónas Tryggvi Stefánsson103.00022
Jón Óskar Agnarsson102.50013
Benedikt Óskarsson89.00027
Trausti Pálsson77.00019
Sævaldur Harðarson72.50023
Daníel Ingi Þorsteinsson70.00014
Jóhannes Karl Kárason68.00028
Brynjar Bjarkason59.00011
Þorgeir Karlsson58.50024
Halldór Már Sverrisson50.00016
Hafsteinn Ingimundarson45.50026
Jón Gauti Árnason39.50015
Grétar Már Steindórsson22.50021

Viskýmeistarinn fer með sigur af hólmi

Lokaborðið í Coolbet bikarnum fór fram í gær en þar öttu 9 stigahæstu keppendur kappi um stórglæsilega aukavinninga frá Coolbet upp á samtals 850.000 ISK. Það var Atli Þrastarson (WiskyMaster) sem bar sigur af hólmi og fær ásamt Sævari Inga og Gunnari Árnasyni €1300 pakka fyrir hóteli og miða á Coolbet Open Main Event, sem fram fer í Talinn í Eistlandi 23.-29.maí nk.

Allir sem komust á lokaborðið voru leystir út með glæsilegum vinningum en næstu þrír hljóta miða á Coolbet Open Main Event og þrír neðstu fá €130 miða á undanmót fyrir Coolbet Open. Atli fær að auki verðlaunagrip fyrir sigur í mótaröðinni og verður hann afhentur við fyrsta tækifæri.

Röðin á 9 efstu endaði svona:

  1. Atli Þrastarson (WhiskyMaster)
  2. Sævar Ingi Sævarsson (SINGIS)
  3. Gunnar Árnason (OtherFkr)
  4. Magnús Valur Böðvarsson (MagnusValue)
  5. Inga Kristín Jónsdóttir (pingz)
  6. Þórarinn Kristjánsson (Gollipolli)
  7. Andrés Vilhjálmsson (Nurdieh)
  8. Már Wardum (DFRNT)
  9. Kristján Óli Sigurðsson (Hofdinginn2021)

Við óskum öllum verðlaunahöfum til hamingju með glæsilegan árangur og Atla til hamingju með titilinn Coolbet bikarmeistarinn 2022!

Að lokum þökkum við COOLBET fyrir ómetanlegt samstarf og rausnarlega vinninga og hlökkum til að heimsækja þá í Tallinn í lok maí.

Nánari upplýsingar um mótaröðina og vinninga má finna hér.

Smábokki 2022

Þetta mót er af mörgum talið eitt skemmtilegasta mótið á dagskrá PSÍ enda er mótið eins konar mini útgáfa af Íslandsmótinu og á verði við flestra hæfi.

Þátttökugjald er kr. 25.000 og skráning er þegar hafin á vef PSÍ. (Ath. Þátttökugjaldið hækkar í 28.000 kl. 12:00 á hádegi á fimmtudag).

Mótið fer fram í sal Póker Express, Nýbýlavegi 6-8 og hefst kl. 19:00 á fimmtudegi og föstudegi. Skráningarfrestur rennur út kl. 23:30 á degi 1a og 1b og er leikið til miðnættis hvorn daginn. Dagur 2 hefst kl. 13:00 á laugardeginum.

Boðið er upp á eitt re-entry sem hægt er að nota hvorn daginn sem er. Í lok dags 1a er boðið upp á að gefa eftir stakk (forfeit) og hefja leik 1b að nýju.

Hægt verður að krækja í miða frá aðeins €10 á undanmótum sem Coolbet heldur eftirtalda daga:

  • Föstudag 1. apríl kl. 20:00
  • Laugardag 2. apríl kl. 20.00
  • Sunnudag 3. apríl kl. 20:00
  • Mánudag 4. apríl kl. 20:00
  • Þriðjudag 5. apríl kl. 20:00

Skráið ykkur á FB eventið til að fylgjast nánar með upplýsingum um undanmót og fleira í tengslum við Smábokka 2022!

Dagskrá og strúktúr mótsins má finna hér.

Stigakeppni lokið í Coolbet bikarnum

Lokaumferð í stigakeppni Coolbet bikarsins fór fram í gær og liggur nú fyrir hvaða 9 leikmenn muni etja kappi um 9 aukavinninga í boði Coolbet að verðmæti 850.000 ISK!

Þeir sem komast á lokaborðið eru:

  1. Sævar Ingi Sævarsson (SINGIS)
  2. Inga Kristín Jónsdóttir (pingz)
  3. Þórarinn Kristjánsson (Gollipolli)
  4. Gunnar Árnason (OtherFkr)
  5. Kristján Óli Sigurðsson (Hofdinginn2021)
  6. Magnús Valur Böðvarsson (MagnusValue)
  7. Andrés Vilhjálmsson (Nurdieh)
  8. Már Wardum (DFRNT)
  9. Atli Þrastarson (WhiskyMaster)

Lokaborðið hefst kl. 20:00, sunnudaginn 3.apríl og hvetjum við félagsmenn til að fylgjast með gangi leiksins á Coolbet.com.

Við óskum 9 efstu til hamingju með glæsilegan árangur og óskum þeim góðs gengis á lokaborðinu.

Nánari upplýsingar um mótaröðina og vinninga má finna hér.

Coolbet bikarinn hefst 6.febrúar!

Mótaröðin Coolbet bikarinn hefst 6. febrúar kl. 20:00 og Coolbet gerir enn betur við félagsmenn PSÍ en nokkru sinni fyrr!

Að þessu sinni verða 9 verðlaunasæti á lokaborðinu sem fram fer 3. apríl 2022:

  1. sæti: Miði á Coolbet Open Main Event + Hótel gisting að verðmæti €1300
  2. sæti: Miði á Coolbet Open Main Event + Hótel gisting að verðmæti €1300
  3. sæti: Miði á Coolbet Open Main Event + Hótel gisting að verðmæti €1300
  4. sæti: Miði á Coolbet Open Main Event að verðmæti €550
  5. sæti: Miði á Coolbet Open Main Event að verðmæti €550
  6. sæti: Miði á Coolbet Open Main Event að verðmæti €550
  7. sæti: Miði á Coolbet Open satellite að værðmæti €130
  8. sæti: Miði á Coolbet Open satellite að værðmæti €130
  9. sæti: Miði á Coolbet Open satellite að værðmæti €130

Semsagt, added value upp á samtals €5940 eða 850.000 ISK!!!

Dagskrá mótanna má finna hér á vef PSÍ.

Coolbet býður nú einnig öllum félgasmönnum sem ganga frá árgjaldinu á næstu vikum sérstakan bónuspakka sem felur í sér tvo €20 miða á mótaröð Höfðingjans sem hefst á sama tíma og Coolbet bikarinn!!

Gangið frá árgjaldinu fyrir hádegi á sunnudag og verða miðarnir þá lagðir inn á reikninginn ykkar áður en mótin hefjast á sunnudagskvöld kl. 20:00.

Ársþing PSÍ 2022

Ársþing Pókersambands Íslands 2022 verður haldið sunnudaginn 16. janúar kl. 16:00.

Dagskrá verður skv. 6. grein laga sambandsins sem finna má hér á vef PSÍ.

Við hvetjum alla sem vilja fylgjast með starfsemi og stöðu PSÍ og leggja eitthvað til málanna um starfsemi næstu missera, til að mæta, hvort sem þið hafið í huga að bjóða ykkur fram til starfa á vegum sambandsins eða ekki.

Uppfærsla 15. janúar:

Í ljósi aðstæðna verður ársþingið í formi net-fundar að þessu sinni og geta allir félagsmenn sótt þingið með því að smella hér.

https://us02web.zoom.us/j/84971012802?pwd=UTJWQjZFYXpxRDBLYmd5MiszdXJvQT09

Meeting ID: 849 7101 2802

Passcode: 174438