MrDude er óstöðvandi

Einar Þór Einarsson (MrDude), ritari stjórnar PSÍ, er á óstöðvandi sigurgöngu þessa dagana. Hann vann nýverið Íslandsmeistaratitilinn í net-PLO og gerði sér lítið fyrir og vann einnig sigur í Coolbet bikarnum sem lauk í gærkvöldi. Hann hlýtur að launum €1600 pakka frá Coolbet á pókerhátíðina Poker North Masters sem fram fer í Bratislava í lok mars.

Í öðru sæti var Rúnar Rúnarsson (rudnar) og fær hann einnig sama pakka og Einar að launum. Í þriðja og fjórða sæti urðu Brynjar Bjarkason (makk) og Piotr Wojciechowski (Peturpolski) og fá þeir báðir €800 pakka á pókerhátíðina í Bratislava en það dekkar miða á aðalmót hátíðarinnar.

Aðrir sem komust á lokaborðið voru vedurgudinn, DFRNT, atli951, WhiskyMaster og OtherFkr og fá þeir allir Coolbet Passport miða að launum að jafnvirði €130 inn í undanmót fyrir Bratislava hátíðina.

Alls tóku 55 manns þátt í mótaröðinni að þessu sinni og er það besta þátttaka frá upphafi en þetta var í fjórða sinn sem við keyrum þessa mótaröð í samstarfi við Coolbet.

Við óskum Einari til hamingju með glæsilegan árangur og öðrum verðlaunahöfum sömuleiðis. Við þökkum félagsmönnum fyrir frábærar viðtökur og Coolbet fyrir frábært samstarf við framkvæmd mótaraðarinnar.

Við hvetjum félagsmenn til að kynna sér pókerhátíðina Poker North Masters og skella sér í þessa FB grúppu hér ef þið ætlið að slást í för með þeim hópi Íslendinga sem ætlar að leggja land undir fót og skella sér út.

Lokastöðuna í stigakeppni Coolbet bikarsins má finna hér.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply