Ingvar er Íslandsmeistari í PLO 2023

Íslandsmótinu í Pot-Limit-Omaha lauk rétt fyrir miðnætti í gær með sigri Ingvars Óskars Sveinssonar. Í öðru sæti varð Örn Árnason og í því þriðja varð Sævar Ingi Sævarsson. Mótið hófst klukkan 14:00 og fór fram í salarkynnum Poker Express. Þátttakendur voru 19 talsins og keyptu 8 þeirra sig inn aftur en eitt re-entry er leyft í þessu móti. Alls voru því 27 entry í mótið. Kostnaðarhlutfall var 15% og var verðlaunafé því 915.000 og skiptist það á milli 4 efstu með eftirfarandi hætti:

  1. Ingvar Óskar Sveinsson, 365.000
  2. Örn Árnason, 275.000
  3. Sævar Ingi Sævarsson, 165.000
  4. Ágúst Þorsteinsson, 110.000

Lokaborðið var skipað 7 efstu leikmönnum eins og reglur gera ráð fyrir og þess má til gamans geta að einn þeirra, og reyndar sá sem endaði í búbblusætinu, hafði yfirgefið mótið í matarhléinu og skilið stakkinn eftir og var aðeins hársbreidd frá að hneppa verðlaunasæti engu að síður.

Mótsstjóri var Einar Þór Einarsson og í störfum gjafara var úrvalslið Omaha gjafara, þau Alexander, Rannveig og Kornelíusz. Um undirbúning og skipulagningu mótssins sá Jón Ingi Þorvaldsson, gjaldkeri PSÍ.

Við óskum Ingvari til hamingju með sigurinn, hans fyrsta sigur í móti á vegum PSÍ, og öllum verðlaunahöfum einnig til hamingju með glæsilegan árangur. Við þökkum Poker Express fyrir að útvega okkur þessa frábæru aðstöðu fyrir mótið og Coolbet og Hugaríþróttafélaginu fyrir vel heppnuð undanmót og öllum sem komu að skipulagi og framkvæmd mótsins fyrir vel unnin störf!

Ingvar sigurreifur með lokahöndina í ÍM í PLO 2023
Ingvar og Örn heads-up á ÍM í PLO 2023
Lokaborðið á ÍM í PLO 2023. Á myndina vantar Kristinn Pétursson en hann hafði skilið stakkinn eftir frá því í matarhléi en endaði engu að síður í búbblusætinu.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply