Sveinn Rúnar er Stórbokki 2019!

Stórbokkinn fór fram laugardaginn 18.maí 2019.  Þátttökugjald var 120þús kr, alls tóku 17 þátt í mótinu og keyptu sig samtals 21 sinnum inn en það var hægt að kaupa sig aftur inn í mótið ótakmarkað fyrir 100þús kr.  Mótið var haldið í samstarfi við Lækjarbrekku þar sem þátttakendur nutu afbragðs þjónustu og matar.

Það var Sveinn Rúnar Másson sem bar sigur úr býtum eftir stuttan heads-leik við Björn Elvar Sigmarsson sem varð í öðru sæti.

Röð efstu manna og verðlaunafé var sem hér segir:

  1. Svein Rúnar Másson, 840.000 kr.
  2. Björn Elvar Sigmarsson, 565.000 kr.
  3. Jón Ingi Þorvaldsson, 400.000 kr.
  4. Guðmundur Hólm Ólafsson, 295.000 kr.

Við óskum Sveini til hamingju með sigurinn og nafnbótina Stórbokki 2019!

Mótsstjóri var Viktor Lekve og í störfum gjafara voru Sigurlín (Silla) GústafsdóttirAlexander Sveinbjörnsson og Sasa Drca.  Við þökkum þeim fyrir frábær störf við framkvæmd mótsins.

Við þökkum einnig Hugaríþróttafélaginu fyrir frábært samstarf en helmingur þátttakenda vann sér inn miða á Stórbokkann í undanmótum þar.

Gerð var undanþága frá reglugerð PSÍ um þátttökugjöld á þessu móti og var fyrirfram ákveðið fast hlutfall til að mæta kostnaði við mótshaldið.  Heildarþátttökugjöld á mótinu voru 2.440.000 kr. (17 entry + 4 re-entry) og var heildarkostnaður við framkvæmd mótsins 2.454.380 kr.

 

Stórbokkinn 2019

Stórbokkinn hefur verið galamót íslensku pókersennunar í gegnum tíðina og verður engu til sparað þetta árið.

Spilað verður í glæsilegu húsnæði Lækjarbrekku þann 18. maí nk. (Ath. breytta dagsetningu frá áður útgefinni mótadagskrá).  Innifalið í verði er sérvalin 3ja rétta Stórbokka matseðill.

Mótið verður allt hið veglegasta. Spilað verður lokaborð á sérsmíðuðu borði og verða dealerar á öllum borðum.

 

Þátttökugjald:  120k (100k+20k), matur innifalinn.

Re-entry:  100k (fer allt í prizepool).

 

Takmarkað sætaval, skráning fer fram hér.

Sævar Ingi er Smábokkinn 2019

Það var Sævar Ingi Sævarsson sem hreppti titilinn Smábokkinn 2019 og 319.000 í verðlaunafé.  Í öðru sæti varð Tomasz Kwiatkowski og í því þriðja Mindaugas Ezerskis.  Þeir 9 efstu sem komust á lokaborðið skiptu verðlaunafénu á milli sín og hér að neðan má sjá hvernig 9 efstu sætin röðuðust.

Alls tóku 59 einstaklingar þátt í mótinu og 10 þeirra kepptu bæði á degi 1a og 1b þannig að skráningar voru alls 69 talsins, sem er umtalsverð fjölgun frá því í fyrra en þá voru skráningar 51.  Heildar þátttökugjöld voru 1.380.000 kr. og fóru 1.212.000 af því í verðlaunafé eða 87,8% og kostnaðarhlutfall því 12,2%.

Mótið fór fram hjá Spilafélaginu að Grensásvegi og þökkum við forsvarsmönnum þess kærlega fyrir samstarfið við framkvæmd mótsins. Mótsstjóri var Már Wardum og auk hans sáu Inga Kristín Jónsdóttir og Einar Þór Einarsson um störf gjafara á lokadeginum. Það var mál manna að mótið hefði tekist vel í alla staði og þakkar stjórn PSÍ öllum sem komu að framkvæmd mótsins fyrir vel unnin störf og félagsmönnum fyrir góða þátttöku!

Sæti Nafn Verðlaunafé
1 Sævar Ingi Sævarsson 319000
2 Tomasz Kwiatkowski 289000
3 Mindaugas Ezerskis 165000
4 Branimir Jovanovic 125000
5 Gylfi Þór Jónasson 97000
6 Júlíus Pálsson 76000
7 Einar Eiríksson 59000
8 Guðmundur Helgason 46000
9 Dominik Wojciechowski 36000

 

Hér að neðan má sjá nokkrar myndir frá lokaborðinu.

Staðan á Smábokka eftir dag 1

Það voru alls 69 skráningar sem bárust á Smábokkann 2019, 30 á degi 1a og 39 á degi 1b.  Þar af voru 10 sem léku báða dagana, þannig að það voru alls 59 einstaklingar sem tóku þátt.

Prizepoolið endar í 1.212.000 kr. og verður það kynnt í upphafi dags 2 á morgun hvernig það mun skiptast á milli verðlaunahafa.

Það voru alls 21 sem komust áfram á dag 2, sex komust áfram af degi 1a og fimmtán af degi 1b.

Mótið hefst að nýju kl. 13:00 á morgun, laugardag.  Upphafsstakkur var 40.000 og dagur tvö hefst á leveli 10, 1500/3000 með 3000 BB ante og meðalstakkur er þá 131k.

Hér má sjá röð þeirra sem komust áfram, raðað eftir stakksstærð:

1 Örnólfur smári Ingason 326000
2 Guðmundur Helgason 317900
3 Tomasz Kwiatkowski 258500
4 Saevar Ingi Saevarsson 257100
5 Mindaugas Ezerskis 250800
6 Branimir Jovanovic 200100
7 Júlíus Pálsson 141700
8 Gylfi Þór Jónasson 133700
9 Svavar Ottesen berg 127300
10 Hafsteinn Ingimundarson 101500
11 Þorvar Harðarson 94200
12 Einar Eiríksson 78300
13 Valdimar Johannsson 73600
14 Hafsteinn Ingvarsson 73500
15 Ívar Thordarson 68800
16 Ívar Örn Böðvarsson 61700
17 Trausti Atlason 55300
18 Viljar Kuusmaa 46600
19 Atli Sigmar Þorgrímsson 35300
20 Trausti Pálsson 34400
21 Dominik Wojciechowski 22400

 

Mótadagskrá 2019

Eitt af fyrstu verkum nýrrar stjórnar var að rigga upp dagkrá móta ársins.  Athugið að dagsetningar og þátttökugjöld geta breyst en við reynum að halda dagsetningum föstum eftir bestu getu.

 

Smábokki

Fim . 4.-6. apríl

Þátttökugjald:  20.000 kr.

 

Stórbokki

Lau. 18. maí  (ath. breytta dagsetningu)

Þátttökugjald:  120.000 kr.

 

Íslandsmót í PLO

Lau. 7.sept.   (ath. breytta dagsetningu)

Þátttökugjald:  30.000 kr.

 

Íslandsmótið í póker  (NLH)

Fös. 1. – Sun. 3. nóv.

Þátttökugjald:  60.000 kr.

 

Íslandsmótið í net-PLO

Sun. 8. des.

Þátttökugjald:  €50+5 (óstaðfest)

 

Íslandsmótið í net-póker

Sun. 15. des.

Þátttökugjald:  €80+8 (óstaðfest)

 

Ný stjórn PSÍ

Ársþing PSÍ var haldið í dag, sunnudaginn 3.febrúar 2019, og fór það fram í Kornhlöðunni á veitingastaðnum Lækjarbrekku.

Ný stjórn sambandsins var kjörin á þinginu og skiptir hún þannig með sér verkum:

Már Wardum, formaður
Jón Ingi Þorvaldsson, gjaldkeri
Einar Þór Einarsson, ritari
Ingi Þór Einarsson, varamaður
Ívar Örn Böðvarsson, varamaður

Í mótanefnd voru kjörnir:

Ingi Þór Einarsson
Ívar Örn Böðvarsson
Viktor Lekve

Í laga- og leikreglnanefnd voru kjörnir:

Ottó Marwin Gunnarsson
Jón Ingi Þorvaldsson
Einar Þór Einarsson
Ívar Örn Böðvarsson

Nokkrar breytingar voru gerðar á lögum, m.a. þess efnis að stjórnarmönnum var fækkað í 3 og 2 til vara, í stað 5 og enginn varamaður eins og það var áður.

Fundurinn var sendur beint út á facebook síðu PSÍ og má nálgast upptöku af fundinum hér.

Hér má nálgast ársskýrslu PSÍ fyrir 2018 ásamt ársreikningi, og hér eru þær lagabreytingatillögur sem samþykktar voru á þinginu.

Aðalfundur 2019

Aðalfundur Pókersambands Íslands 2019 verður haldinn í Kornhlöðunni á veitingastaðnum Lækjarbrekku, sunnudaginn 3.febrúar kl. 16:00.

Dagskrá verður skv. 6. grein laga sambandsins sem finna má hér á vef PSÍ.

Við hvetjum alla félasgmenn til þess að mæta á fundinn og gefa kost á sér í stjórn og nefndir eða í önnur verkefni á árinu.

Hlökkum til að sjá ykkur!

Stjórnin.

 

TheMakkster er Íslandsmeistari í net-póker 2018

Íslandsmótið í net-póker fór fram sunnudaginn 16. desember 2018.  Alls tóku 50 keppendur þátt í mótinu sem fram fór á PartyPoker.  Þátttökugjald var €88 (€80+8) og var því heildarverðlaunafé €4000 eða ca. 555þús ISK á gengi dagsins og unnu 7 efstu til verðlauna.  Mótið hófst kl. 19:00 að íslenskum tíma og stóð yfir í rétt rúmar 5 klst.

Sigurvegari mótsins var themakkster með €1400 í verðlaunafé, í 2. sæti var Novite311 með €940 og í 3. sæti TenJacker með €600.

Leitað var eftir því hjá þremur efstu að fá rétt nöfn þeirra uppgefinn en enginn vildi láta nafns síns getið þannig að við getum því ekki upplýst um það eða veitt nein fýsísk verðlaun að þessu sinni.

Við óskum themakkster til hamingju með sigurinn og sömuleiðis öllum sem unnu til verðlauna á mótinu og þökkum öllum þátttakendum fyrir gott mót!

(Meðfylgjandi eru skjáskot af fyrstu hendi á lokaborði og síðan af stöðunni í lok móts.)

Online Íslandsmótið 2018 verður 16.des!

Því miður var ekki hægt að koma því við að halda online ÍM 2.des eins og til stóð skv. mótadagskrá.  En það verður þess í stað haldið sunnudaginn 16. desember kl. 19:00.

Mótið fer fram á PartyPoker og verður þátttökugjald €88 (€80+8).

Leikin verða 12 mín. level og ekki verður hægt að kaupa sig aftur inn (freeze-out).

 

Ívar Örn er Íslandsmeistari 2018!

Íslandsmótinu í póker 2018 var að ljúka um kl. 19:00 í kvöld.  Það var Ívar Örn Böðvarsson sem bar sigur úr býtum og hlýtur að launum 1.150.000 í verðlaunafé.  Í öðru sæti varð Sævar Ingi Sævarsson með 790.000 í verðlaunafé og í því þriðja varð Aðalsteinn Jóhann Friðriksson með 520.000.

Heildarlista yfir þátttakendur og verðlaunahafa má finna hér og hér má sjá nokkur myndskeið frá lokaborðinu á facebook síðu PSÍ.

Við óskum Ívari til hamingju með titilinn og öllum sem unnu til verðlauna til hamingju með góðan árangur.

Einnig var haldið 15k second chance mót og þar voru það þeir Örn Árnason, Jónas Nordquist og Kristján Valsson sem skiptu með sér verðlaunafé fyrir 3 efstu sætin.

Mótsstjórar voru Jón Ingi Þorvaldsson og Viktor Lekve.  Í störfum gjafara voru Sigurlín Gústafsdóttr (Silla), Ágústa Kristín Jónsdóttir, Haukur Einarsson, Mæja Unnardóttir, Sigurður Þór Ágústsson, Smári Helgason, Tomasz Kwiatkowski og Sunna Kristinsdóttir.  Við þökkum þeim öllum kærlega fyrir vel unnin störf um helgina og þökkum einnig öllum sem tóku þátt í mótinu og aukaviðburðum um helgina fyrir þátttökuna og drengilega keppni en mótið fór einstaklega vel fram í alla staði.  Þökkum einnig Pokerstore.is og Magma fyrir gott samstarf um framkvæmd mótsins.

Næsta mót á dagskrá er online Íslandsmót sem haldið verður í desember og verður það kynnt nánar á næstu vikum.