Undanmót fyrir ÍM 2019
Fyrstu online undanmótin hefjast á morgun sunnudaginn 6.október kl. 20:00. Það er Coolbet sem sér um það fyrir okkur í ár, rétt eins og í fyrra. Mótin verða með €33 buy-in og hægt verður að kaupa sig inn aftur ótakmarkað fyrsta klukkutímann. Undanmót verða á Coolbet hvern sunnudag og miðvikudag kl. 20:00 fram að Íslandsmóti og verður einn miði tryggður í hverju móti.
Í fyrsta mótinu er sérstakur kaupauki fyrir þá sem skrá sig en með skráningu fylgir frímiði á mót sem fram fer á miðvikudag kl. 18:00 að íslenskum tíma. Í því móti verða m.a. í verðlaun pakkar á Premier League leik að eigin vali á tímabilinu Okt-Feb. Sjá nánar hér.
Hugaríþróttafélagið lætur ekki deigan síga og verður með undanmót alla fimmtudaga fram að ÍM og svo bætast einnig við mót á þriðjudögum síðustu vikurnar. Mótin hjá Hugaríþróttafélaginu hefjast kl. 19:00.
Við hvetjum alla félagsmenn til að freista gæfunnar bæði á Coolbet og hjá Hugaríþróttafélaginu næstu 4 vikurnar. Það stefnir í frábært Íslandsmót en nú þegar eru mun fleiri komnir með miða á mótið en á sama tíma í fyrra!
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!