Sveinn Rúnar bætir öðrum titli í safnið

Það var Sveinn Rúnar Másson sem bar sigur úr býtum á Smábokkanum sem hófst á fimmtudag og lauk kl. 19:30 í gærkvöldi. Þórður Örn, sem varð í öðru sæti, og Sveinn Rúnar áttust aðeins við í nokkrar mínútur heads-up áður en úrslitin lágu fyrir.

Sveinn Rúnar vann einnig Stórbokka titilinn sl. vor og er því fyrstur til að vinna bæði Stórbokka og Smábokka og annar af tveimur til þess að vinna tvo titla í live mótum á vegum PSÍ. En Aníka Maí Jóhannsdóttir varð fyrst til þess er hún vann ÍM 2012 og síðan ÍM í PLO árið 2014 eins og sjá má í þessu yfirliti hér.

Þeir 9 efstu sem komust á lokaborð skiptu með sér verðlaunafénu sem var samtals 1.280.000 kr. með eftirfarandi hætti:

1Sveinn Rúnar Másson364.000
2Þórður Örn Jónsson256.000
3Micah Quinn180.000
4Hafþór Sigmundsson138.000
5Egill Örn Bjarnason104.000
6Jón Ingi Þorvaldsson80.000
7Hafsteinn Ingimundarson62.000
8Brynjar Bjarkason52.000
9Halldór Már Sverrisson44.000

Viktor Lekve sá um mótsstjórn af sinni alkunnu snilld og í hlutverki gjafara voru þau Alexander, Dísa Lea, Kristjana Rós, Þórunn Lilja, Ásta María og Berglaug Petra. Undirbúningur, skipulag og kynningarmál fyrir mótið voru í höndum Jóns Inga Þorvaldssonar, gjaldkera PSÍ.

Að þessu sinni var einnig haldið 10k hliðarmót þar sem 20 tóku þátt og voru alls 36 entry í það mót. Þar skiptist 296.000 kr. verðlaunafé á milli 5 efstu á eftirfarandi hátt:

1Jón Ingi Þorvaldsson118.000
2Zbyszek Mrenca74.000
3Ovidijus Banionis48.000
4Guðmundur H. Helgason32.000
5Jón Gauti Árnason24.000

Við óskum Sveini Rúnari til hamingju með titilinn og þökkum öllum sem komu að framkvæmd mótsins fyrir virkilega vel unnin störf. Við þökkum einnig COOLBET og Hugaríþróttafélaginu kærlega fyrir frábært samstarf, bæði í kringum undanmót fyrir Smábokkann og aðstöðu fyrir mótið sjálft!

Staðan eftir dag 1 á Smábokkanum

Það voru alls 62 entry í Smábokkann að þessu sinni, 33 á degi 1a og 29 á degi 1b, og alls 49 leikmenn sem tóku þátt.

12 komust áfram af degi 1a og síðan 12 til viðbótar af degi 1b þannig að það eru 24 sem hefja leik á degi 2 sem hefst kl. 13:00 á morgun, laugardag.

Hér má sjá stöðu og sætaskipan í upphafi dags 2:

NafnStakkur eftir dag 1Borð Sæti
Halldór Már Sverrisson156.20056
Alexandru Marian Florea124.90058
Einar Þór Einarsson121.90055
Sveinn Rúnar Másson116.80051
Þórður Örn Jónsson109.30053
Örnólfur Smári Ingason108.20049
Micah Quinn107.20012
Júlíus Pálsson104.30047
Andrés Vilhjálmsson99.30019
Jón Gauti Arnason95.70014
Hafsteinn Ingimundarson77.00042
Örn Árnason70.60057
Guðmundur H. Helgason68.30054
Trausti Atlason67.80013
Brynjar Bjarkason63.30044
Trausti Pálsson63.20046
Jón Ingi Þorvaldsson54.50015
Egill Örn Bjarnason53.10017
Ingvar Sveinsson47.60043
Hafþór Sigmundsson44.40011
Friðrik Guðmundsson39.60045
Einar Eiríksson37.30018
Ívar Örn Böðvarsson15.50052
Sævaldur Harðarson14.60041

Verðlaunafé er samtals 1.280.000 kr. og mun skiptast á milli þeirra 9 efstu sem komast á lokaborð.

SætiVerðlaunafé
1364.000
2256.000
3180.000
4138.000
5104.000
680.000
762.000
852.000
944.000
1.280.000

Við óskum öllum góðs gengis á degi 2 og megi sá heppnasti/besti vinna… 😉

Smábokkinn 2020

Smábokkinn verður haldinn dagana 5.-7.mars í ár og fer að þessu sinni fram í sal Hugaríþróttafélagsins.

Það verður þétt röð undanmóta næstu daga og hefjast lætin með ókeypis undanmóti fyrir PSÍ félagsmenn!

Dagskráin næstu daga verður sem hér segir:

Lau. 29. feb. kl. 17:00 – Free-roll fyrir Smábokkann!!

Sun. 1. mars kl. 18:00 – €11 undanmót á Coolbet
Sun. 1. mars kl. 20:00 – €11 undanmót á Coolbet
Mán. 2. mars kl. 20:00 – €11 undanmót á Coolbet
Þri. 3. mars kl. 19:00 – 2k 1R1A Undanmót hjá Hugaríþróttafélaginu
Mið. 4. mars. kl. 20:00 – €11 undanmót á Coolbet

Fim. 5. mars kl. 19:00 – Smábokkinn 2020, dagur 1a
Fös. 6. mars kl. 19:00 – Smábokkinn 2020, dagur 1b
Lau. 7. mars kl. 13:00 – Smábokkinn 2020, dagur 2
Lau. 7. mars kl. 15:00 – 10k ótakm. re-entry hliðarmót

Skráning og greiðsla þátttökugjalda fer eins og venjulega fram hér á vef PSÍ.

Dagskrá og strúktúr mótsins má finna hér.

Sú breyting verður nú frá fyrri árum að einnig verða gjafarar á degi 1a og 1b, en ekki bara á degi 2 eins og undanfarin ár.

Mótsstjóri á Smábokkanum verður Viktor Lekve og Andri Geir mun sjá um mótsstjórn á Free-roll undanmótinu.

Tournament Directors Association reglurnar

Undanfarin 3 ár hefur PSÍ stuðst við reglur frá Tournament Directors Association (TDA) í öllum mótum á vegum sambandsins. Jafnt og þétt hefur einnig verið stefnt að því að allir mótsstjórar í mótum á vegum PSÍ hafi tekið próf í reglunum og fengið TDA certification.

TDA eru opin félagasamtök og eru því óháð einstökum fyrirtækjum eða hagsmunaaðilum. Reglurnar eru bæði skýrar og mjög ítarlegar og er haldið reglulega við en nýjar útgáfur koma frá samtökunum á tveggja ára fresti að jafnaði og samtökin og reglur þeirra eru stöðugt að ná meiri útbreiðslu. Það þótti því ákjósanlegt að styðjast við þessar reglur umfram aðra kosti.

Nú þegar hafa fjórir félagsmenn í PSÍ gengið í gegnum vottunarferlið hjá TDA. Þeir eru Einar Þór Einarsson, Jón Ingi Þorvaldsson, Viktor Lekve og Andri Geir Hinriksson. Það er tiltölulega einfalt ferli sem við hvetjum alla sem sinna dómgæslu á mótum eða störfum gjafara til að fara í gegnum. Prófið kostar aðeins $10 (fyrir tvær tilraunir) og tekur u.þ.b. klukkustund að fara í gegnum það. En að sjálfsögðu ráðleggjum við að lesa reglurnar ítarlega fyrst en þær má finna hér. (Smellið hér fyrir nánari upplýsingar um prófið).

PSÍ greiðir prófgjaldið fyrir alla sem taka á einhvern hátt þátt í störfum PSÍ. Þess má geta að það að sækja fræðslu um reglurnar og að taka TDA vottun er metið til hækkunar á launum gjafara í mótum á vegum PSÍ (sjá nánar hér).

Við hvetjum einnig alla klúbba sem halda mót til þess að styðjast við sömu reglur og hafa upplýsingar um það á áberandi stað hvaða reglur gildi.

Frá ársþingi 2020

Ársþing PSÍ var haldið í dag, sunnudaginn 26.janúar 2020.  Þingið fór fram í Kornhlöðunni, veitingastaðnum Lækjarbrekku og mættu 5 félagsmenn til fundar.  Það er oft sagt að það sé merki um almenna ánægju með stjórnun félagasamtaka þegar fáir mæta til aðalfundar og vonum við að fámennið í dag megi túlka sem svo.

Allir aðalmenn í stjórn gáfu kost á sér til áframhaldandi setu og komu tveir nýir varamenn inn í stjórn.

Stjórn PSÍ skipa:

  • Már Wardum, formaður
  • Jón Ingi Þorvaldsson, gjaldkeri
  • Einar Þór Einarsson, ritari
  • Jónas Tryggvi Stefánsson, varamaður
  • Guðmundur Helgi Helgason, varamaður

Í mótanefnd eru:

  • Viktor Lekve
  • Einar Þór Einarsson
  • Guðmundur Helgi Helgason

Laga- og leikreglnanefnd skipa:

  • Jón Ingi Þorvaldsson
  • Jónas Tryggvi Stefánsson
  • Einar Þór Einarsson

Þrjár breytingar voru gerðar á lögum sambandsins og eru þær þegar komnar hér inn á vef PSÍ.

Undir liðnum “önnur mál” var meðal annars rætt um hvernig efla mætti þátttöku kvenna í póker á Íslandi, hvort ákvarðanir um gjaldskrá og rekstur sambandsins ættu að vera teknar af ársþingi eða af stjórn, samstarfið við Coolbet, hvernig hægt væri að koma betur til móts við félagsmenn sem ekki eru íslenskumælandi, kaup á tölvubúnaði til að nota á mótum, samstarf við erlend pókersambönd ofl.

166 félagsmenn greiddu árgjald á árinu 2019, heildarvelta sambandsins var 13,7 mkr. og afkoma af rekstri var jákvæð um 459 þús kr. á árinu.

Hér má nálgast ársskýrslu og önnur fundargögn frá þinginu.

 

 

Staðan eftir 1.umferð Bikarmótsins

Fyrsta umferð í Bikarmóti PSÍ 2020 fór fram í kvöld, sunnudaginn 19. janúar, og voru þátttakendur á þessu fyrsta live móti ársins 19 talsins.

Fjórir efstu skiptu með sér 190.000 kr. verðlaunafé kvöldsins:

  1. Julíus Pálsson, kr. 88.000
  2. Daníel Pétur Axelsson, kr. 51.000
  3. Guðmundur Helgi Helgason, kr. 32.000
  4. Trausti Pálsson, kr. 19.000

Jafnframt fóru kr. 66.500 í hliðarpott sem mun skiptast á milli 10% efstu í stigakeppninni í lokin.

Hér verður hægt að nálgast stöðuna í stigakeppninni á meðan á mótinu stendur.

Við óskum Júlíusi til hamingju með góða byrjun í stigakeppninni og hvetjum alla sem misstu af fyrstu umferðinni til að fjölmenna eftir tvær vikur en keppnin er galopin þar sem fjögur bestu mót munu telja í lokin!

(Meðfylgjandi er mynd af lokaborði fyrsta mótsins)

Bikarmót PSÍ 2020 hefst á sunnudag!

Bikarmót PSÍ verður haldið í fyrsta sinn núna í vetur og fer fyrsta umferð fram núna á sunnudag kl. 16:00.  Um er að ræða röð 6 móta þar sem 5 bestu gilda til stiga og fara öll mótin fram í sal Hugaríþróttafélagsins, Síðumúla 37.  Þeir sem ná bestum árangri í mótaröðinni munu skipta með sér verðlaunapotti sem safnast í hverju móti auk þess sem sigurvegarinn hlýtur nafnbótina Bikarmeistari PSÍ 2020!

Þátttökugjald í hverja umferð er kr. 15.000 og fer skráning og greiðsla þátttökugjalda að venju fram á vef PSÍ á þessari síðu hér.

Sjá allar nánari upplýsingar um mótið hér.

Frá fundi með gjöfurum

Eitt helsta átaksverkefni ársins verður að virkja fleiri til að taka þátt í störfum gjafara. Og til að hrinda því átaki af stað byrjuðum við árið á að halda fund með þeim gjöfurum sem voru tilbúnir til að taka þá í smá hugarflugi með okkur um málið.

Ýmsar góðar hugmyndir komu upp á fundinum, meðal annars:

  • Virkja fleiri spilara til að taka þátt í að díla á stóru mótunum. T.d. vana spilara sem ekki taka þátt og eins þá sem detta út úr mótinu.
  • Halda mót þar sem spilarar taka við að gefa þegar þeir falla úr leik og þar til næsti fellur úr leik til þess að fleiri æfist í því.
  • Halda gjafaramót, keppa um titilinn “Gjafarameistari PSÍ”, jafnvel spurning um að gera það í staðinn fyrir fyrirhugað kvennamót í lok ágúst. Stjórnarmeðlimir sjá um gjafarastarfið
  • Sjá til þess að það séu góðir stólar. Reyna að semja við einhverja húsgagnaverslun um að fá lánaða stóla á næsta ÍM gegn auglýsingu.
  • Sjá til þess að það sé gott aðgengi að vatni og kaffi á meðan á móti stendur og matur með reglulegu millibili
  • Hafa gjafara fund hálftíma til klukkutíma fyrir næsta ÍM, til að stilla saman strengi, fara yfir skipulag mótsins og smá fræðslu og hrista hópinn saman. – Þeir sem mæti á fundinn og díla amk. heilan dag á ÍM fara í pott sem dregið er úr eftir mótið, t.d. gjafakort á veitingastað, í Laugar, eða eitthvað slíkt.
  • Kynna mótin með góðum fyrirvara – minna reglulega á næstu mót inni í gjafaragrúppunni.
  • Vantar fleiri tækifæri til að gefa PLO – Már ræðir við Hugar um að halda PLO mót einu sinni í mánuði.
  • Rætt var um að gefa þyrfti fleirum kost á að díla á lokaborði ÍM
  • Halda þarf betur utan um tíma gjafara á stóru mótunum. Mætti t.d. prófa að nota eitthvert app til þess.

Einnig voru kynntar hugmyndir að nýjum strúktúr fyrir greiðslur fyrir störf gjafara á mótum á vegum PSÍ.  Þessar hugmyndir mæltust vel fyrir og var ákveðið í framhaldi að þær tækju gildi þegar í stað en þessar hugmyndir ganga einkum út á að ná fram þremur markmiðum:

  • Að umbuna þeim sérstaklega sem hafa meiri starfsreynslu.
  • Hvetja fleiri til þess að taka meiri þátt í starfi PSÍ.
  • Hvetja gjafara til að sækja fræðslu um reglur sem gilda á mótum og um hlutverk gjafara.
Greiðslur til gjafara hafa á síðustu þremur árum hækkað úr 1.500 kr./klst upp í 2.500 kr./klst og með breytingunum núna gefum við reyndari gjöfurum kost á að hífa það upp í 3000-3500 kr./klst.
Fyrirkomulagið verður sem hér segir:
Grunngjald á tímann verður kr. 2.000.
Síðan verður gefinn kostur á að hækka það í eftirfarandi 6 þrepum (2 þrep fyrir hvert af meginmarkmiðunum hér að ofan):
  • +250 kr. fyrir 1 árs starfsreynslu á pókerklúbbum
  • +250 kr. fyrir 2 ára starfsreynslu á pókerklúbbum
  • +250 kr. fyrir +50 klst. starf fyrir PSÍ (miðað við gögn aftur til 2018)
  • +250 kr. fyrir +100 klst. starf fyrir PSÍ
  • +250 kr. fyrir að hafa sótt fræðslufund á vegum PSÍ á síðustu 2 árum
  • +250 kr. fyrir að afla sér TDA vottunar (gildir í 2 ár).
Dæmi:
  • Gjafari með 3ja ára starfsreynslu sem kæmi til starfa í fyrsta sinn á móti fyrir PSÍ fengi kr. 2.500 á tímann.
  • Gjafari með 5 ára reynslu, 75 klst vinnu fyrir PSÍ og hefur sótt fræðslufund síðustu tvö ár fengi kr. 3.000 á tímann.
  • Gjafari sem tikkar í öll boxin hér að ofan fengi greitt kr. 3.500 á tímann.
Í lok fundarins var síðan farið í smá fræðslu um mótareglur og hlutverk gjafara og er það metið til hækkunar á greiðslum til gjafara skv. hinu nýja fyrirkomulagi.
Við vonumst að þetta mælist vel fyrir og muni virkja hvetjandi fyrir alla sem taka þátt í þessum verkefnum með okkur!
Einnig hvetjum við alla sem hafa áhuga á að taka þátt í verkefnum næstu missera með okkur að skrá sig í þessa grúppu hér á Facebook.

Coolbet Bikarinn – Staðan eftir fyrstu umferð

Fyrsta umferð í Coolbet Bikarnum fór fram sunnudagskvöldið 12.janúar. Alls tóku 27 þátt í fyrstu umferðinni en nokkrir fleiri hafa skráð sig til leiks og koma vonandi inn í síðari umferðum en 5 bestu af 6 umferðum munu telja í stigakeppninni.

Veitt var verðlaunafé fyrir 4 efstu sætin í mótinu og þeir sem unnu til þeirra voru:

  1. Davíð Ómar Sigurbergsson – Thanh_durrrr, €607.50
  2. Bjössi Sigmars – Alesis, €371.25
  3. Jón Ingi Þorvaldsson – Thorvaldz, €236.25
  4. Árni Halldór Jónsson – Stormur, €135

Hér má sjá heildarúrslitin og stöðu eftir fyrstu umferð.

Í samráði við fulltrúa Coolbet var í kvöld tekin ákvörðun um að veittur verði frestur til að ganga frá aðild að PSÍ fram að upphafi 3.umferðar sem fram fer 9.febrúar nk. Ástæða viðbótarfrests er m.a. að koma hefði þurft skýrar fram á öllum miðlum að aðild að PSÍ væri skilyrði fyrir þátttöku í stigakeppninni.

Við hvetjum alla sem misstu af fyrstu umferðinni til þess að koma inn í næstu umferð enda keppnin ennþá galopin og til mikils að vinna!

 

Niðurstöður könnunar

Stjórn PSÍ gerði nýverið könnun á viðhorfi félagsmanna gagnvart starfsemi sambandsins á árinu 2019 og þeim mótum sem haldin voru á árinu.

M.a. var stuðst við niðurstöður könnunarinnar við ákvörðun um að bæta tveimur nýjum mótaröðum inn á mótadagskrána fyrir 2020 og ákvörðun um þátttökugjöld í þeim.

Einnig var spurt um hvað félagsmenn væru ánægðir með í starfseminni og hvað betur mætti fara.

Almennt ríkir mikil ánægja með störf stjórnar PSÍ á liðnu ári og má hér sjá nokkur dæmi um ummæli úr könnuninni:

  • “Þið eruð að gera flotta hluti”
  • “Flott stjórn, gerandi góða hluti”
  • “Jákvæð uppbyggingu frá ykkur, allt í rétta átt”
  • “Ánægður með alla vinnu sem þið skilið vel af ykkur”
  • “Flott utanumhald og virkari á samfélagsmiðlum”
  • “Stórkostleg stjórn og allt frábært !!! Takk fyrir !”
  • og fleira í þeim dúr.

Og það var líka bent á margt sem betur mætti fara og hér er samantekt á því helsta sem var ítrekað nefnt í því samhengi:

  • Gjafaramálin voru ofarlega baugi en margir nefndu það sem stærsta úrlausnarefni komandi árs enda kom það verulega niður á framkvæmd Íslandsmótsins 2019 hversu fáa tókst að fá í störf gjafara.  Þegar er komið af stað umbótaverkefni sem snýst um að þétta samstarfið við gjafarahópinn, bæta greiðslustrúktúr þannig að hann hann hvetji fleiri til starfa fyrir PSÍ og einnig að auka fræðslu fyrir gjafara til að auka hæfni þeirra. Ef vel tekst til þá er enginn vafi á að við verðum í annarri og betri stöðu þegar kemur að næsta Íslandsmóti.
  • Nokkrir sögðust ósáttir við “rake-stefnuna” eins og þeir orðuðu það. Árið 2018 var tekin upp sú stefna að öll mót skyldu rekin án hagnaðar eða taps enda var lítið til í sjóðum PSÍ og ekki svigrúm til að taka neina fjárhagslega áhættu.  Það gerði það að verkum að kostnaðarhlutfall varð frekar hátt á fámennum mótum, eins og PLO Íslandsmóti og Stórbokka (í kringum 20%) en hóflegt á Íslandsmóti (15%) og síðan reyndar mjög lágt á Smábokka (9,5%).  Í upphafi 2019 var tekin ákvörðun um að bregðast við óánægjuröddum sem komu fram í könnun sem gerð var í lok 2018 og var bætt inn ákvæði í reglugerð PSÍ um mótahald þannig að hægt væri að gera undanþágu frá þessu á mótum sem fyrirsjáanlegt væri að yrðu fámenn.  Í kjölfarið var kostnaðarhlutfall sett í fasta upphæð á bæði Stórbokka og PLO mótinu 2019 og virðast þeir sem enn lýsa yfir óánægju með “hátt rake” ekki gera sér grein fyrir þessari breytingu.  Við munum halda áfram á þeirri braut að reka stóru mótin á sléttu með hóflegu eða jafnvel mjög lágu kostnaðarhlutfalli og síðan reka smærri mótin með föstu hlutfalli, jafnvel þótt það geti þýtt smá tap af þeim mótum.
  • Kynningarmál, ímynd og tengsl við fjölmiðla var oft nefnt að þyrfti að bæta. Á undanförnu ári höfum við lagt mesta áherslu á það sem mætti kalla innra kynningarstarf, þ.e. að efla þann hóp sem stundar sportið og hvetja fleiri til þátttöku.  Það hefur gengið vel og hefur orðið fjölgun á öllum mótum jafnt og þétt undanfarin ár.  Það að fara í ytra kynningarstarf og auka sýnileika pókers á Íslandi er annað og stærra verkefni og höfum við ekki getað sett það í forgang.  Við köllum eftir áhugasömum einstaklingum sem hafa áhuga og drifkraft í að koma að kynningarmálum fyrir sambandið og hvetjum að sjálfsögðu alla til þess að koma á aðalfundinn síðar í mánuðinum og taka þátt í umræðum um þetta og fleiri málefni þar.
  • Live feed/útsendingar frá mótum. Það geta allir verið sammála um að það væri til mikilla bóta að fá amk. video feed frá stærstu mótunum en hér strandar aftur á mannskap til þess að sjá um framkvæmdina.  Við köllum því enn og aftur eftir tæknisinnuðum og áhugasömum einstaklingum til að taka þetta að sér!
  • Nokkrir nefndu að það mætti hækka buy-in í mót, sér í lagi ÍM. Í mótadagskrá fyrir 2020 var tekinn sá póll í hæðina að hækka þátttökugjöld um ca. 25% yfir línuna, enda hefur t.d. þátttökugjald á ÍM lítið breyst í mörg ár.
  • Kynna betur og standa við dagsetningar á mótum. Þessu erum við að bæta úr núna með því að kynna mótadagskrá strax í fyrstu viku árs og kalla eftir athugasemdum um hana.
  • Og svo er það að lokum samstarfið við Coolbet sem margir áhugamenn um net-póker eru mis sáttir við. Staðan er einfaldlega svona:  Á síðustu árum hafa verið gerðar tilraunir til að ná samstarfi við nokkra af stærri aðilunum í þessum geira með misgóðum árangri.  Nokkrar tilraunir hafa verið gerðar til að ná sambandi við Pokerstars, en án árangurs.  Í síðustu tilraunum hefur tölvupóstum frá okkur ekki einu sinni verið svarað og við höfum því gefist upp á að reyna að ná sambandi við PS.  Við erum í góðu sambandi við tengiliði hjá PartyPoker og höfum haldið eitt mót í samstarfi við þá, ÍM í net-póker 2018 og gekk það mjög vel. En þeir hafa á hinn bóginn lýst því yfir að þeir geti ekki keyrt fyrir okkur undanmót fyrir live mót hjá PSÍ, einungis undanmót fyrir mót sem eru rekin á þeirra kerfi, eins og t.d. ÍM í net-póker.  Samstarfið við PP hefur verið mjög þungt í vöfum og hefur þurft langan fyrirvara og mikinn eftirrekstur til að koma mótum í kring sem þeir eiga að halda fyrir okkur og jafnvel þótt leitað hafi verið eftir því að fá að halda ÍM í net-póker 2019 með meira en mánaðar fyrirvara brunnum við inni á tíma vegna seinagangs hjá PP og því var leitað til Coolbet sem brást eldsnöggt við. Í sumar hafði samband við okkur nýr aðili, Betkings, sem notast við GG kerfið/clientinn.  Við eyddum umtalsverðum tíma í að reyna að koma á samstarfi við þá fyrir haustið þ.a. við gætum keyrt undanmót fyrir ÍM 2019 þar.  Rétt áður en fyrsta undanmótið átti að fara af stað kom í ljós að lokað var fyrir greiðslur inn á kerfi þeirra fyrir öll Mastercard kort á Íslandi og því féll samstarf við þá um sjálft sig.Og þá víkur sögunni aftur að Coolbet.  Við fórum fyrst í samstarf við Coolbet í aðdraganda Íslandsmóts 2018 og síðan aftur vikurnar fyrir Smábokka 2019.  Það gekk svosum á ýmsu, bæði komu upp tæknileg vandamál og ýmislegt annað fór úrskeiðis í uppsetningu móta og voru ekki allir allskostar sáttir með viðmót forritsins heldur, þannig að á þeim tíma olli það skiljanlega smá titringi að við skyldum reiða okkur á Coolbet í þessum efnum.  Meðal annars þess vegna var þess freistað að ná samstarfi við Betkings til þess að prófa annan aðila. En þegar þreifingar um samstarf við Betkings fóru út um þúfur leituðum við aftur til Coolbet og brugðust þeir skjótt við og vildu allt fyrir okkur gera og hefur allt samstarf við þá gengið eins og í sögu núna í haust.  Einnig hafa verið gerðar ýmsar endurbætur á hugbúnaðinum sem þeir notast við (Microgaming) og hafa ekki komið upp neinir tæknilegir örðugleikar svo við vitum af á síðustu mánuðum.  Í ljósi alls þessa ákváðum við að halda áfram samstarfinu við Coolbet og efla það enn frekar, m.a. með samstarfi um mótaröð sem fer í gang 12. janúar og stendur fram í lok mars 2020.  Við vonum að þeir sem gáfust upp á Coolbet í upphafi gefi þeim annað tækifæri og taki þátt í Coolbet bikarnum því það er ekki hægt að segja annað en að Coolbet sé að gera einstaklega vel við okkur með þeirri mótaröð.

Við vonum að þessi langloka varpi ljósi á ýmis mál sem brunnið hafa á vörum félagsmanna og við vonum jafnframt að okkur takist að gera enn betur á árinu 2020!