Íslandsmótið í póker fer fram 5.-7. október 2018

Íslandsmótið í póker 2018 verður haldið að Hótel Völlum, Hafnarfirði, dagana 5.-7.október.  Mótið hefst kl. 17 á föstudeginum, á laugardeginum verður spilað þar til 9 manna lokaborð stendur eftir og lokaborðið verður síðan leikið til enda á sunnudeginum.

Sjá strúktúr og dagskrá hér.

Þátttökugjald er kr. 60.000 og skráning er hafin hér á vef PSÍ.  

Skráið ykkur endilega einnig á þetta event hér á Facebook.

Úrslit Stórbokka 2018

Stórbokkanum var að ljúka núna rétt fyrir klukkan eitt eftir stutta og snarpa heads-up viðureign þeirra Hafþórs Sigmundssonar og Ívars Þórðarsonar.  Það var Hafþór sem bar sigur úr býtum og hlýtur að launum nafnbótina Stórbokki 2018.  Fyrstu 4 sætin skipuðu:

  1. Hafþór Sigmundsson, 736.000
  2. Ívar Þórðarson, 508.000
  3. Alfreð Clausen, 316.000
  4. Gunnar Árnason, 193.000

Búbblusætið vermdi síðan Haukur “Zickread” Böðvarsson. Við óskum Hafþóri til hamingju með sigurinn og titilinn og öllum verðlaunahöfum til hamingju með góðan árangur!

Mótsstjóri var Viktor Lekve og í störfum gjafara voru Sigurlín (Silla) Gústafsdóttir, Mæja Unnardóttir, Steinn Du og Kristján Bragi Valsson.  Við þökkum þeim fyrir frábær störf við framkvæmd mótsins.  Undirbúningur og skipulag mótsins var í höndum gjaldkera PSÍ, Jóns Inga Þorvaldssonar.

Við þökkum einnig Pokerstore.is og Lækjarbrekku fyrir samstarfið en saman sköpuðu þessir aðilar frábæra umgjörð um mótið með úrvals búnaði, þægilegri aðstöðu og góðri þjónustu.

Fjöldi þátttakenda á mótinu var 17 + 1 re-entry.  Heildar þátttökugjöld voru því kr. 2.160.000.  Heildarkostnaður við framkvæmd mótsins ásamt mat fyrir þátttakendur og starfsfólk var kr. 407.100 eða 18,8% af þátttökugjöldum.  Heildarverðlaunafé (prizepool) var því kr. 1.752.900 eða 81,2% af þátttökugjöldum.

Stórbokki 1. september 2018!

Stórmótið Stórbokki 2018 verður haldið laugardaginn 1.september of fer fram í hinum glæsilega sal Kornhlöðunni á veitingastaðnum Lækjarbrekku.

Við bryddum upp á þeirri nýbreytni í þetta sinn að hefja dagskrána kl. 12:00 á hádegisverði sem er innifalinn í þátttökugjaldi fyrir alla sem skrá sig fyrir kl. 18:00 daginn áður eða föstudaginn 31.ágúst.  Mótið hefst síðan kl. 13:00.

Einnig verður kvöldverður innifalinn í þátttökugjaldi en tekið verður kvöldverðarhlé kl. 18:50.

Hér má sjá strúktúr mótsins og tímasetningar.

Matseðillinn hljóðar svo:

Hádegisverður:  Sjávarréttasúpa með krækling, þorsk,rækjum og brunois grænmeti,
Kjúklingabringa, pönnusteikt með steiktu smælki, rótargrænmeti og portvínssósu
Kvöldverður:  Hægeldað nautafillet með bakaðri kartöflu, steiktum sveppum og bernaise sósu
Volg súkkulaðikaka með vanilluís og ávöxtum.

Í salnum verður opinn bar á meðan á mótinu stendur og verður hægt að panta þar drykki og aðrar veitingar.  Áfengir drykkir verða leyfðir við keppnisborðin en við viljum að sjálfsögðu biðja þátttakendur um að gæta hófs í þeim efnum á meðan menn eru ennþá inni í mótinu.

Smellið hér til að ganga frá skráningu og greiðslu þátttökugjalds og minnum á að þeir sem ekki hafa greitt félagsgjald PSÍ á árinu 2018 geta gengið frá því í leiðinni í sömu greiðslu.  Skráning fer eingöngu fram á þessari síðu á vef PSÍ.  Hægt er að greiða með bæði debet og kreditkortum en við viljum biðja þá sem hafa tök á því að greiða með debetkortum að gera það frekar þar sem greiðslan berst þá hraðar inn á reikning sambandsins.

Mótið er haldið í samstarfi við www.pokerstore.is sem sér okkur fyrir glæsilegum búnaði eins og á fyrri mótum þessa árs.

Úrslit á Smábokka 2018

Mótið Smábokki er nú orðið að árlegum viðburði hjá okkur og fór það fram núna um helgina á Casa.  Mótið var spilað á þremur dögum, boðið var upp á tvo möguleika á að spila dag eitt, 7. og 8. júní, og dagur tvö var síðan leikinn laugardaginn 9.júní.  Mótsstjóri var Ingi Þór Einarsson og gjafarar á degi 2 voru Sigurlín (Silla) Gústafsdóttir og Alexander Sveinbjörnsson.

Alls tóku 51 þátt í mótinu, 24 á degi 1A og 27 á degi 1B, og komust 18 yfir á dag 2.  Þátttökugjöld á mótinu voru kr. 1.020.00 og var kostnaður við mótið aðeins kr. 96.500 (9,5% kostnaðarhlutfall) og fóru því kr. 923.500 í verðlaunafé.

Það var Helgi Elfarsson sem stóð uppi sem sigurvegari þegar leik lauk um kl. 22:30 á laugardagskvöldið og hlaut að launum kr. 314.000 og verðlaunagrip til eignar.  Veitt var verðlaunafé fyrir 7 efstu sæti og voru þau skipuð eftirfarandi:

1. Helgi Elfarsson, kr. 314.000
2. Hlynur Sverrisson, kr. 212.500
3. Ingvar Óskar Sveinsson, kr. 129.500
4. Eysteinn Einarsson, kr. 92.500
5. Jón Ingi Þorvaldsson, kr. 74.000
6. Egill Þorsteinsson, kr. 55.500
7. Magnús Valur Böðvarsson, kr. 46.000

Við óskum Helga til hamingju með sigurinn og þökkum CASA og Pokerstore.is kærlega fyrir samstarfið við framkvæmd fyrstu tveggja móta ársins en það er ekki síst fyrir tilstilli þeirra að hægt var að halda mótin með lágmarks tilkostnaði.

Við sjáumst síðan vonandi sem flest á næsta móti sem verður Stórbokki í byrjun september.

Staðan í Smábokka eftir dag 1

Degi 1B á Smábokka 2018 var að ljúka rétt í þessu.  Alls tóku 51 þátt í mótinu og komust 18 af þeim yfir á dag 2.  Það verða því tvö full borð sem hefja leik kl. 13:00 í dag.

Eftirtaldir eru ennþá inni í mótinu:

Egill Þorsteinsson 258.000
Brynjar Rafn 175.500
Ingvar Sveinsson 156.900
Einar Einarsson 155.900
Eysteinn Einarsson 152.800
Böðvar Lemacks 149.600
Ívar Guðmundsson 141.700
Arnar Sigurðsson 122.600
Magnús Böðvarsson 117.900
Ívar Böðvarsson 100.500
Júlíus Pálsson 94.300
Halldór Már Sverrisson 74.600
Hlynur Sverrisson 69.400
Helgi Elfarsson 60.400
Árni Gunnarsson 59.600
Viktor Franz Jónsson 58.500
Sindri Stefansson 51.600
Jón Ingi Þorvaldsson 50.200

Heildarupphæð þátttökugjalda er kr. 1.020.000 og fara kr. 923.500 af því í verðlaunafé.  Kostnaðarhlutfall er því aðeins 9,5% en tekist hefur að halda kostnaði við mótið í algeru lágmarki með samhentu framtaki stjórnar og mótanefndar og aðkomu samstarfsaðila okkar, CASA og Pokerstore.is.

Smábokkinn 2018 verður haldinn 7.-9. júní

Smábokkinn 2018 verður haldinn á pókerklúbbnum Casa, sem er á horni Aðalstrætis og Kirkjustrætis (gengið inn úr “Fógetagarðinum” og niður í kjallara), dagana 7.-9. júní nk.

Í fyrra voru keppendur alls 108 talsins og var þetta fjölmennasta mót ársins.

Boðið verður upp á tvo möguleika að spila dag 1, fimmtudag og föstudag og síðan verður dagur 2 spilaður til enda á laugardeginum.

Dagskráin verður eftirfarandi:

Fimmtudagur 7.júní kl. 19:00 – Dagur 1A  (level 1-9)
Föstudagur 8.júní kl. 19:00 – Dagur 1B  (level 1-9)
Laugardagur 9.júní kl. 13:00 – Dagur 2  (leikið til enda)

Leikin verða 30 mínútna level og verður strúktúr mótsins með svipuðum hætti og í fyrra og verður hann birtur hér á næstu dögum.

Dagur 1A/B verður leikinn án gjafara til að halda kostnaði við mótið í lágmarki en á degi 2 verða gjafarar.

Ekki verður hægt að kaupa sig aftur inn sama dag og leikmaður fellur úr leik, en þeim sem falla úr leik á degi 1A gefst kostur á að kaupa sig inn aftur einu sinni á degi 1B.

Þátttökugjald er kr. 20.000 ef greitt er fyrir miðnætti mánudagsins 4.júní, eftir það hækkar gjaldið í 23.000.  Ath. að þeir sem kaupa sig inn aftur á degi 1B greiða því hærra gjaldið.  Allir sem greitt hafa félagsgjald PSÍ fyrir 2018 eru gjaldgengir í mótið og er gjaldið kr. 6000 fyrir árið 2018.  Hægt er að ganga frá mótsgjaldinu og félagsgjaldinu í einni greiðslu í gegnum vefinn hjá okkur.

Einungis verður tekið við greiðslum í gegnum vef PSÍ, ekki verður hægt að greiða með reiðufé á staðnum.

Halldór Már er Omaha meistari 2018

Íslandsmótið í PLO (Pot-limit Omaha) fór fram á Casa í gær, laugardaginn 12. maí 2018.  Þátttakendur voru 14 talsins og var þátttökugjald kr. 30.000.

Sigurvegari mótsins varð Halldór Már Sverrisson og hlaut að launum kr. 171þús auk verðlaunagrips og nafnbótarinnar Íslandsmeistari í PLO 2018.  Í öðru sæti varð Kári Sigurðsson með kr. 101þús og í þriðja sæti varð Ívar Örn Böðvarsson með kr. 67þús.

Við þökkum þeim sem komu að framkvæmd mótsins, Einari Þór Einarssyni mótsstjóra og Kristjáni og Alexander fyrir að sjá um gjafarahlutverkið.  Mótið var haldið í samstarfi við Casa sem sá okkur fyrir aðstöðu og Pokerstore.is sem sá um að útvega búnað fyrir mótið og við þökkum þeim fyrir samstarfið!

Og síðast en ekki síst óskum nýkrýndum PLO meistara til hamingju með titilinn!

Mótadagskrá 2018

Þá er starf nýrrar stjórnar og mótanefndar loksins að komast á skrið og liggur nú fyrir mótadagskrá fyrir árið 2018. Við viljum biðjast velvirðingar á þeirri töf sem hefur orðið á að kynna dagskrána en hún er eftirfarandi (þátttökugjald innan sviga):

12.maí Íslandsmót í PLO – (kr. 30.000)
7.-9. júní Smábokki – (kr. 20.000)
1. sept Stórbokki – (kr. 120.000)
5.-7. okt. Íslandsmót – (kr. 60.000) (ath. breytta dagsetningu)
2. des. Online Íslandsmót – (kr. 15.000)
9. des. Online PLO Íslandsmót – (kr. 10.000)

Fyrsta mótið verður semsagt laugardaginn 12.maí og verður haldið á Casa og hefst kl. 14:00. Mótsstjóri verður Einar Þór Einarsson. Skráning er hafin á www.pokersamband.is (staðsetjið músina yfir hnappinn kaupa miða og þá birtist möguleiki á að greiða félagsgjald annars vegar og skráningargjald fyrir PLO mót hins vegar).

Félagsgjald fyrir árið 2018 er kr. 6000 og er reikningsár PSÍ núna 1.janúar – 31.desember eftir breytingar sem gerðar voru á lögum sambandsins á nýliðnum aðalfundi.

Ath. að mótadagskráin getur átt eftir að taka breytingum (bæði dagsetningar og þátttökugjöld) en við munum gera okkar besta til að kynna slíkar breytingar með góðum fyrirvara.

Ný stjórn PSÍ

Ársþing Pókersambands Íslands var haldið laugardaginn 24.mars sl. að CenterHotel í Þingholtsstræti og var metmæting á þingið að sögn þeirra sem til þekktu en alls mættu 6 félagsmenn á þingið 😉 (auk nokkurra sem fylgdust með beinni útsendingu). Það er vonandi til marks um aukinn áhuga á að taka þátt í störfum sambandsins og óvenju vel tókst einnig að manna stjórn og nefndir.

Stjórn sambandsins skipa nú eftirfarandi:
Sunna Kristinsdóttir, formaður
Jon Ingi Thorvaldsson, gjaldkeri
Bjarni Bequette, varaformaður
Már Wardum, ritari
Valdis Ósk Valsdóttir Meyer, meðstjórnandi

Í mótanefnd eru eftirfarandi:
Bjarni Bequette
Ingi Þór Einarsson
Einar Þór Einarsson
Jón Þröstur Jónsson
Anika Maí Jóhannsdóttir

Laga- og leikreglnanefnd skipa:
Ottó Marwin Gunnarsson
Jon Ingi Thorvaldsson

Athugið að enn er hægt að bæta við fólki í nefndir sem hefur áhuga á að starfa í þeim. Þeir sem eru í mótanefnd þurfa ekki að taka þátt í öllum verkefnum ársins og þeim mun fleiri sem taka þátt í skipulagningu og framkvæmd móta þeim mun minna mæðir á hverjum og einum.

Allar lagabreytingatillögur sem lagðar voru fram á þinginu voru samþykktar en nokkrar þeirra voru þó samþykktar með breytingum sem lagðar voru til á þinginu. Einnig var samþykkt ný reglugerð um mótahald með nokkrum minniháttar breytingum einnig. Hin breyttu lög og hin nýja reglugerð eru komin hér inn á vefinn.

Upptöku af ársþinginu má finna hér á fb síðu PSÍ. Glærur með lagabreytingatillögum (í endanlegri mynd, að teknu tilliti til breytingatillagna sem lagðar voru fram á þinginu) auk nýrrar reglugerðar um mótahald má finna hér: https://bit.ly/2G6tutQ. Aftast í skjalinu má síðan finna punkta um fjármál sambandsins sem fjallað var um undir liðnum önnur mál.

Við þökkum fyrir þann aukna áhuga sem sýndur hefur verið á að taka þátt í störfum sambandsins og hlökkum til að hlökkum til að starfa með ykkur á árinu!

Stjórnin.

Ísak Atli Finnbogason er Íslandsmeistari 2017

Íslandsmótið í póker fór fram dagana 20.-22. október sl. í Hótel Borgarnesi og var lokaborðið leikið viku síðar hjá Hugaríþróttafélagi Reykjavíkur í Síðumúla.   Leik lauk um kl. 3:20 aðfararnótt sunnudags og var það Ísak Atli Finnbogason sem stóð uppi sem sigurvegari og hlaut að launum kr. 1.427.000 auk glæsilegra verðlaunagripa, bæði armband og bikar til eignar auk farandbikars.

Þeir sem komust á lokaborð og skipuðu 9 efstu sætin voru eftirfarandi:

1. Ísak Atli Finnbogason, kr. 1.427.000
2. Einar Már Þórólfsson, kr. 913.000
3. Sigurður Dan Heimisson, kr. 641.000
4. Hafsteinn Ingimundarson, kr. 468.000
5. Guðmundur Helgi Ragnarsson, kr. 313.000
6. Jón Freyr Hall, kr. 253.000
7. Ingvar Óskar Sveinsson, kr. 196.000
8. Garðar Geir Hauksson, kr. 173.000
9. Einar Eiríksson, kr. 154.000

Hér má finna ítarlega lýsingu á gang leiksins frá upphafi til enda lokaborðsins sem Magnús Valur Böðvarsson ritaði af sinni alkunnu snilld. Hér má einnig finna upptökur af lokaborðinu í fjórum hlutum: hluti 1, hluti 2, hluti 3, hluti 4.

Við óskum Atla til hamingju með árangurinn og þökkum öllum sem komu að framkvæmd mótsins fyrir þeirra framlag!