Mótahaldi frestað um óákveðinn tíma

Bikarmót frestast

Í ljósi aðstæðna neyðumst við til að leggja árar í bát í live mótahaldi næstu fjórar vikurnar þar sem samkomu banni hefur verið komið á næstu 4 vikurnar.  Tæknilega séð hefst samkomubannið ekki fyrr en aðfararnótt mánudags en við reiknum með að flestir séu komnir í sjálfskipaða einangrun frá umheiminum hvort sem er og þeim tveimur umferðum sem eftir eru í Bikarmóti PSÍ er því frestað um óákveðinn tíma. 

Staðan skýrist vonandi um miðjan apríl og við munum þá senda nánari upplýsingar um þau mót sem eru á dagskránni í apríl og maí en vonandi verður hægt að halda þau skv. áætlun.
 

Coolbet bikarinn heldur áfram

Hins vegar höldum við ótrauð áfram með net-mótaröðina Coolbet Bikarinn.  Þar er bara ein umferð eftir og fer lokamótið fram sunnudaginn 22. mars. 

Hins vegar hefur Coolbet Open sem fara átti fram í byrjun maí verið slegið á frest og munu fjórir efstu í mótaröðinni hjá okkur fá miða á næsta Coolbet Open sem ráðgert er í nóvember 2020.  

Við hvetjum alla til félagsmenn áfram til þess að gæta að fyrirmælum heilbrigðisyfirvalda og hugsa vel um eigin heilsu og ykkar nánustu.

Sjáumst vonandi aftur við pókerborðið flótlega!

Lifið heil!

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply