Tournament Directors Association reglurnar

Undanfarin 3 ár hefur PSÍ stuðst við reglur frá Tournament Directors Association (TDA) í öllum mótum á vegum sambandsins. Jafnt og þétt hefur einnig verið stefnt að því að allir mótsstjórar í mótum á vegum PSÍ hafi tekið próf í reglunum og fengið TDA certification.

TDA eru opin félagasamtök og eru því óháð einstökum fyrirtækjum eða hagsmunaaðilum. Reglurnar eru bæði skýrar og mjög ítarlegar og er haldið reglulega við en nýjar útgáfur koma frá samtökunum á tveggja ára fresti að jafnaði og samtökin og reglur þeirra eru stöðugt að ná meiri útbreiðslu. Það þótti því ákjósanlegt að styðjast við þessar reglur umfram aðra kosti.

Nú þegar hafa fjórir félagsmenn í PSÍ gengið í gegnum vottunarferlið hjá TDA. Þeir eru Einar Þór Einarsson, Jón Ingi Þorvaldsson, Viktor Lekve og Andri Geir Hinriksson. Það er tiltölulega einfalt ferli sem við hvetjum alla sem sinna dómgæslu á mótum eða störfum gjafara til að fara í gegnum. Prófið kostar aðeins $10 (fyrir tvær tilraunir) og tekur u.þ.b. klukkustund að fara í gegnum það. En að sjálfsögðu ráðleggjum við að lesa reglurnar ítarlega fyrst en þær má finna hér. (Smellið hér fyrir nánari upplýsingar um prófið).

PSÍ greiðir prófgjaldið fyrir alla sem taka á einhvern hátt þátt í störfum PSÍ. Þess má geta að það að sækja fræðslu um reglurnar og að taka TDA vottun er metið til hækkunar á launum gjafara í mótum á vegum PSÍ (sjá nánar hér).

Við hvetjum einnig alla klúbba sem halda mót til þess að styðjast við sömu reglur og hafa upplýsingar um það á áberandi stað hvaða reglur gildi.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply