Staðan eftir 1.umferð Bikarmótsins

Fyrsta umferð í Bikarmóti PSÍ 2020 fór fram í kvöld, sunnudaginn 19. janúar, og voru þátttakendur á þessu fyrsta live móti ársins 19 talsins.

Fjórir efstu skiptu með sér 190.000 kr. verðlaunafé kvöldsins:

  1. Julíus Pálsson, kr. 88.000
  2. Daníel Pétur Axelsson, kr. 51.000
  3. Guðmundur Helgi Helgason, kr. 32.000
  4. Trausti Pálsson, kr. 19.000

Jafnframt fóru kr. 66.500 í hliðarpott sem mun skiptast á milli 10% efstu í stigakeppninni í lokin.

Hér verður hægt að nálgast stöðuna í stigakeppninni á meðan á mótinu stendur.

Við óskum Júlíusi til hamingju með góða byrjun í stigakeppninni og hvetjum alla sem misstu af fyrstu umferðinni til að fjölmenna eftir tvær vikur en keppnin er galopin þar sem fjögur bestu mót munu telja í lokin!

(Meðfylgjandi er mynd af lokaborði fyrsta mótsins)

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply