Coolbet bikarinn 2020

Coolbet býður til veislu núna í vetur með röð 6 móta sem haldin verða á 2ja vikna fresti frá 12.janúar – 22.mars 2020.

Þátttökugjald í hverju móti verður €55 (€50+5) og er greitt út verðlaunafé með venjulegum hætti í hverju móti.

Coolbet bætir síðan við aukaverðlaunum fyrir fjóra efstu í stigakeppninni í mótaröðinni, 4 miðum á Coolbet Open Main Event sem fram fer í maí 2020.  Að auki fá tveir efstu fría gistingu á Hilton hótelinu sem mótið er haldið á í Tallinn í Eistlandi og €200 í farareyri.  Semsagt:

  • 1. og 2 sæti:  Miði á Coolbet Open Main Event (€550) + Gisting á Hilton Tallinn Park (mið.-sun.) + €200
  • 3. og 4. sæti:  Miði á Coolbet Open Main Event (€550)

Hægt verður að framselja verðlaun til annars aðila ef vinningshafar sjá sér ekki fært um að taka þátt í Coolbet Open.

Um 15 manna hópur frá Íslandi sótti Coolbet Open í nóvember 2019 og var gríðarlega vel tekið á móti hópnum af forsvarsmönnum Coolbet og var einróma ánægja með ferðina.

Allir geta tekið þátt í mótunum en aðild að PSÍ er skilyrði fyrir þátttöku í stigakeppninni og möguleikanum á að vinna til hinna glæsilegu verðlauna sem Coolbet veitir í lokin, auk titilsins Coolbet bikarmeistarinn 2020!  Ganga þarf frá aðild fyrir upphaf 3. umferðar til þess að stig telji í stigakeppninni.

Ath. að nöfn og notendanöfn á Coolbet allra þátttakenda í mótaröðinni verða birt og kemur fram í skilmálum fyrir hvert mót að PSÍ og Coolbet áskilji sér rétt til birtingar á réttum nöfnum þátttakenda.

Ef tveir eða fleiri leikmenn eru jafnir að stigum í lok mótaraðarinnar sigrar sá sem hefur náð hærra sæti í einstöku móti. (t.d. ef A og B eru jafnir að stigum, A hefur best náð 2.sæti en B hæst náð í 3. sæti þá sigrar A).  Ef fleiri en einn eru jafnir að stigum og hafa náð sama besta árangri í einstöku móti sigrar sá sem oftar hefur náð því sæti.  Ef enn er jafnt sigrar sá sem tók þátt í fleiri umferðum mótsins.  Ef enn er jafnt sigrar sá sem hafði betur í lokaumferð mótsins.

Til að taka þátt í stigakeppninni þarf að fylla út þetta skráningarform.

Smellið hér til að sjá stöðu í stigakeppninni eftir hvert mót.

Mótin fara fram eftirtalda daga:

Sun, 12 Jan 2020, kl. 20:00 Coolbet bikarinn – umferð 1
Sun, 26 Jan 2020, kl. 20:00 Coolbet bikarinn – umferð 2
Sun, 9 Feb 2020, kl. 20:00 Coolbet bikarinn – umferð 3
Sun, 23 Feb 2020, kl. 20:00 Coolbet bikarinn – umferð 4
Sun, 8 Mar 2020, kl. 20:00 Coolbet bikarinn – umferð 5
Sun, 22 Mar 2020, kl. 20:00 Coolbet bikarinn – umferð 6

Stigagjöfin verður á eftirfarandi hátt fyrir hvert mót og munu 5 bestu mót af 6 gilda.

1. sæti 20
2. sæti 16
3. sæti 13
4. sæti 11
5. sæti 10
6. sæti 9
7. sæti 8
8. sæti 7
9. sæti 6
10. sæti 5
11. sæti 4
12. sæti 3
13. sæti 2
14. sæti og upp úr 1

Strúktúr (frá og með 2.umferð):

Starting stack: 5000

Late reg: 6 levels/60 mins. (changed from 10 levels from round 4)