Úrslit á ÍM í net-póker 2021
ÍM í net-póker lauk rétt í þessu eða klukkan 0:21. Það var Óskar Páll Davíðsson (Goggarinn) sem stóð uppi sem sigurvegari eftir lokaeinvígi við Kristján Óla Sigurðsson (Hofdinginn2021). Í þriðja sæti varð síðan Ágúst Daði Guðmundsson (Gianthead). Þess má til gamans geta að Óskar Páll vann miða í Íslandsmótið í “FREEbuy” móti á Coolbet rétt áður en mótið hófst og lagði aðeins út €10 í add-on.
Alls tóku 56 þátt í mótinu, sem er fjölgun um 4 síðan í fyrra, og var heildarverðlaunafé €7840 sem skiptist á milli 8 efstu sem hér segir:
- Goggarinn – €2509
- Hofdinginn2021 – €1646
- Gianthead – €1176
- AndrewThomas – €792
- SINGIS – €596
- AstonWilli19 – €439
- Hunterinn – €361
- Piper28 – €321
Við óskum Óskari Páli til hamingju með sigurinn og þökkum Coolbet kærlega fyrir frábært samstarf eins og endranær!
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!