Mótadagskrá 2018

Þá er starf nýrrar stjórnar og mótanefndar loksins að komast á skrið og liggur nú fyrir mótadagskrá fyrir árið 2018. Við viljum biðjast velvirðingar á þeirri töf sem hefur orðið á að kynna dagskrána en hún er eftirfarandi (þátttökugjald innan sviga):

12.maí Íslandsmót í PLO – (kr. 30.000)
7.-9. júní Smábokki – (kr. 20.000)
1. sept Stórbokki – (kr. 120.000)
5.-7. okt. Íslandsmót – (kr. 60.000) (ath. breytta dagsetningu)
2. des. Online Íslandsmót – (kr. 15.000)
9. des. Online PLO Íslandsmót – (kr. 10.000)

Fyrsta mótið verður semsagt laugardaginn 12.maí og verður haldið á Casa og hefst kl. 14:00. Mótsstjóri verður Einar Þór Einarsson. Skráning er hafin á www.pokersamband.is (staðsetjið músina yfir hnappinn kaupa miða og þá birtist möguleiki á að greiða félagsgjald annars vegar og skráningargjald fyrir PLO mót hins vegar).

Félagsgjald fyrir árið 2018 er kr. 6000 og er reikningsár PSÍ núna 1.janúar – 31.desember eftir breytingar sem gerðar voru á lögum sambandsins á nýliðnum aðalfundi.

Ath. að mótadagskráin getur átt eftir að taka breytingum (bæði dagsetningar og þátttökugjöld) en við munum gera okkar besta til að kynna slíkar breytingar með góðum fyrirvara.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply