Lokaborðið á ÍM í póker 2023

Það var klukkan 21:20 núna í kvöld sem lokaborðsbúbblan sprakk á Íslandsmótinu í póker 2023. Þeir sem komust á lokaborð voru eftirfarandi:

StakkurSæti á lokaborði
Logi Laxdal897.0001
Johnro Derecho Magno817.0002
Þórir Snær Hjaltason784.0004
Hávar Albinus719.0005
Agnar Jökull Imsland Arason606.0007
Gizur Gottskálksson487.0003
Atli Rúnar Þorsteinsson407.0009
Freysteinn G Jóhannsson296.0006
Óskar Örn Eyþórsson96.0008
Þeir hefja leik að nýju klukkan 13:00 á morgun og leika til þrautar. Tveir fyrrverandi Íslandsmeistarar eru meðal þeirra 9 efstu sem komust á lokaborðið, þeir Logi Laxdal og Atli Rúnar Þorsteinsson. Agnar Jökull hefur áður komist á lokaborðið en hann varð í 2.sæti árið 2021. Þrír leikmenn gerðu sér ferð hingað frá Færeyjum í þetta sinn og komust tveir þeirra í verðlaunasæti og Hávar Albinus kemur inn á lokaborð með 4.stærsta stakkinn.

Við óskum þessum hópi til hamingju með glæsilegan árangur og óskum þeim góðs gengis á morgun!

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply