Bræðingur – Staðan eftir dag 1

Bræðingur fór fram í fyrsta sinn nú í kvöld kl. 20:00. Þátttakendur voru 22 talsins og var leikið til kl. 22:50 en þá stóðu 7 eftir þar sem tveir leikmenn féllu úr leik í sömu hendinni á lokaborðs-búbblunni.

Staða efstu manna eftir dag 1 er þessi:

Coolbet IDStack
Hilmar104233
GunniJR84042
Gianthead83194
Polskiman1166753
salmonella8864640
Thomsm8653358
Gvarri33780

Dagur 2 hefst síðan laugardaginn 13.júní kl. 16:00 og verður leikið augliti til auglitis í sal Spilafélagsins, Grensásvegi 8, gengið inn baka til og upp á 3.hæð (sjá meðfylgjandi skýringarmynd).

Alls voru tekin 5 re-buy og 11 add-on þannig að heildarinnkoma var (22+11+5) x €50 = €1900. Að frádregnum 10% sem Coolbet tekur fyrir framkvæmd mótsins standa eftir €1710 eða 260.000 ISK sem mun renna óskipt í verðlaunafé og skiptast á milli 4 efstu spilara.

Þess má geta að ekki var farið fram á PSÍ aðild vegna þátttöku í mótinu og PSÍ tekur ekkert af verðlaunafé í kostnað að þessu sinni.

Nánari upplýsingar um stöðu efstu manna, skiptingu á verðlaunafé og strúktúr má finna í þessu skjali hér.

Við þökkum COOLBET fyrir frábært samstarf að vanda og öllum sem tóku þátt í mótinu og óskum þeim sem komust á lokaborðið góðs gengis á laugardaginn!

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply