Hafþór sigurvegari á ÍM í net-PLO 2023

Það var Hafþór Sigmundsson (ICELANDSnr1), sem stóð uppi sem sigurvegari á Íslandsmótinu í net-PLO sem fram fór á sunnudagskvöld á Coolbet. Í öðru sæti var Rúnar Rúnarsson (rudnar) og Halldór Már Sverrisson (CASINOICE1) vermdi þriðja sætið. Alls tóku 18 þátt í mótinu og voru 10 re-entry í mótið en leyfð voru tvö re-entry á mann. Þátttökugjald var €100 og endaði verðlaunaféð í €2548 sem skiptist á milli 5 efstu á eftirfarandi hátt:

  1. ICELANDSnr1- €1019
  2. rudnar – €688
  3. CASINOICE1 – €382
  4. Aimsland – €255
  5. makk – €204

Það er óhætt að segja að það hafi verið sannkallað einvala lið sem skipaði öll verðlaunasætin í þessu móti. Þetta er í annað sinn sem Hafþór vinnur mót á vegum PSÍ en hann hampaði Stórbokka titlinum árið 2018. Rúnar hefur afrekað það að landa stærsta vinningi Íslendinga í erlendu móti, þrátt fyrir að hann hafi ekki unnið mót á vegum PSÍ ennþá. Halldór Már hefur amk. 4 sinnum komist á lokaborð á ÍM, vann ÍM í net-PLO fyrir tveimur árum og hefur auk þess unnið ÍM í PLO og Smábokka. Agnar Jökull sem varð í fjórða sætinu er nýbúinn að hampa Íslandsmeistaratitlinum auk þess sem hann var í 2.sæti á ÍM 2021. Og Brynjar, sem flestir þekkja sem “Makkarann” hefur tvisvar unnið ÍM í net-póker og hefur fyrir löngu stimplað sig inn sem einn af okkar allra bestu spilurum.

Við óskum Hafþóri til hamingju með glæsilegan árangur og þökkum félagsmönnum fyrir þátttökuna og þökkum Coolbet fyrir frábært samstarf við framkvæmd mótsins.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply