Brynjar (makk) er Íslandsmeistari í net-póker í annað sinn

Brynjar Bjarkason (makk) gerði sér lítið fyrir og vann Íslandsmótið í net-póker sem fram fór á Coolbet í gærkvöldi. Þetta er í annað sinn sem hann vinnur þennan sama titil en hann vann einnig Íslandsmótið í net-póker árið 2018 sem þá fór fram á PartyPoker. Brynjar hefur fyrir löngu stimplað sig inn sem einn af okkar allra bestu leikmönnum en engu að síður magnaður árangur að vinna þetta mót tvisvar. Í öðru sæti í ár varð Þórarinn Kristjánsson Ólafsson (GolliPolli) og í því þriðja varð Örn Árnason (Orninn).

Agnar Jökull Imsland sem nýlega vann Íslandsmótið í póker kom inn á lokaborðið með chiplead og jók það síðan eftir því sem leið á lokaborðið og leit á tímabili út fyrir að hann væri að fara að sigla öðrum titli í röð í örugga höfn. En það er eins og alltaf skammt stórra högga á milli í þessum leik og Agnar þurfti á endanum að sætta sig við fjórða sætið. Síðan tók við löng barátta síðustu þriggja þar sem þeir skiptust nokkrum sinnum á að taka forystuna hver af öðrum og var Örn á tímabili með talsverða forystu og meira en helminginn af chipsunum. En eftir að Örninn féll úr leik tók einnig við löng heads-up barátta hjá Brynjari og Þórarni og það var að lokum Brynjar sem hafði betur.

Alls tóku 34 þátt í mótinu, þátttökugjald var €200 og endaði verðlaunapotturinn í €6188 sem skiptist á milli 6 efstu á eftirfarandi hátt:

  1. makk- €2290
  2. GolliPolli – €1547
  3. Orninn – €928
  4. Aimsland – €619
  5. Peningagj – €464
  6. OkeyDude77- €340

Við óskum Brynjari til hamingju með glæsilegan árangur og þökkum félagsmönnum fyrir þátttökuna og þökkum Coolbet fyrir frábært samstarf við framkvæmd mótsins.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply