Íslandsmótið í net-póker 2023
Íslandsmótið í net-póker hefst kl. 18:00 sunnudaginn 26.nóvember og verður haldið á Coolbet! Þátttökugjald er €200.
Haldin verða undanmót á Coolbet nk. fimmtudag og sunnudag og síðan alla virka daga í næstu viku kl. 20:00.
Einnig verður haldið ÍM í net-PLO og fer það fram viku síðar, sunnudaginn 3.des. kl. 18:00. Þátttökugjald er €100 og boðið er upp á tvö re-entry.
Undanmót fyrir ÍM í net-PLO verða alla virka daga í vikunni fyrir mótið kl. 20:00.
Vinsamlegast athugið eftirfarandi:
- Aðild að PSÍ er skilyrði fyrir þátttöku á ÍM í net-póker en allir geta tekið þátt í undanmótum.
- Til að tryggja þátttökurétt þarf að ganga frá aðild í síðasta lagi daginn fyrir hvorn keppnisdag.
- Þegar gengið er frá aðild að PSÍ þarf að passa að Coolbet poker ID komi fram í skráningu. Ef það gleymist má senda Coolbet poker ID í tölvupósti á info@pokersamband.is
- PSÍ og Coolbet áskilja sér rétt til þess að birta raunveruleg nöfn vinningshafa.
Eins og venjulega er gengið frá aðild að PSÍ á www.pokersamband.is/shop
Undanmót fyrir ÍM í net-póker:
- Fimmtudagur 16.nóv. kl. 20:00 – €10 re-buy/add-on – 5 miðar tryggðir!
- Sunnudagur 19.nóv. kl. 20:00 – €20 re-entry – 10 miðar tryggðir!
- Mán-Lau 20.-25..nóv. kl. 20:00 – FREE-buy mót með €10 re-buy/add-on – 2 miðar tryggðir
Undanmót fyrir ÍM í net-PLO:
- Mán.-Lau. 27.nóv-2.des kl. 20:00 – €10 re-entry – 2 miðar tryggðir!
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!