Úrslit í Quarantine Cup

Net-póker hátíðinni Quarantine Cup lauk sl. mánudag með €215 lokamóti. Það voru alls 21 sem tóku þátt í lokamótinu (Main Event) og var heildarverðlaunafé því €4200 sem skiptist á milli 4 efstu keppenda.

Það var Aðalsteinn Stefnisson (Duktor) sem bar sigur úr býtum eftir heads-up einvígi við Daníel Pétur Axelsson (Danzel) sem varð í 2. sæti. Í 3. sæti varð síðan Haukur Már Böðvarsson (zickread) og í því 4. var Halldór Már Sverrisson (MilkMachine).

Coolbet bauð upp á sérstök aukaverðlaun fyrir hvern þann sem tækist að vinna tvö mót í hvorum hluta mótaraðarinnar, þ.e. annars vegar mótum 1-7 og hins vegar 8-14. Í bæði skiptin tókst okkar mönnum að hreppa þessi €250 aukaverðlaun en í fyrri hálfleik þá var það Kristján Bragi Valsson (homer333) sem vann fyrstu tvö PLO mótin sem voru á dagskrá og í seinni hlutanum var það Dominik Wojciechowski (DOMMIDW) sem vann eitt €55 Freezout mót og einnig €55 Bounty mót viku síðar og hreppti því sömu aukaverðlaunin.

Við óskum Aðalsteini til hamingju með glæsilegan sigur í lokamótinu og þeim Kristjáni og Dominik til hamingju með aukaverðlaunin. Við þökkum einnig öllum sem tóku þátt í mótunum og framkvæmd mótaraðarinnar með einum eða öðrum hætti og sérstakar þakkir fá COOLBET fyrir frábært samstarf!

Þess má geta að allt mótahald fram á vorið er enn í óvissu vegna samkomubanns og óvíst hvort við getum haldið live mót fyrr en í haust en það skýrist á næstu vikum.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply