Ívar Örn er sigurvegari Smábokka 2021
Ívar Örn Böðvarsson gerði sér lítið fyrir og vann sigur á Smábokka 2021 sem var að ljúka rétt í þessu. Það var Daníel Pétur Axelsson sem endaði heads-up á móti Ívar og tók innan við 10 mínútur að útkljá það einvígi og í þriðja sæti varð Jónas Nordquist. Þetta er annar PSÍ titillinn sem Ívar Örn bætir í safnið en hann varð Íslandsmeistari árið 2018.
Þátttakendur á mótinu voru alls 57 talsins og er það talsverð fjölgun frá því árið 2020 þegar 49 tóku þátt. Fjöldi skráninga (entries) í mótið voru alls 82 en leyft var eitt re-entry í mótið.
Verðlaunafé var kr. 1.750.000 og skiptist á milli 11 efstu á eftirfarandi hátt:
- Ívar Örn Böðvarsson 400.000
- Daníel Pétur Axelsson 320.000
- Jónas Nordquist 250.000
- Vytatutas Rubezius 190.000
- Þórarinn Hilmarsson 150.000
- Matte Bjarni Karjalainen 110.000
- Jón Gauti Árnason 90.000
- Tomasz Kwiatkowski 70.000
- Ingi Darvis Rodriguez 70.000
- Sævar Ingi Sævarsson 50.000
- Ramunas Kaneckas 50.000
Jón Ingi Þorvaldsson sá um mótsstjórn og í hlutverki gjafara voru þau Dísa Lea, Berglaug, Sigurlín (Silla), Kristján Bragi, Mæja, Sale, Inga, Guðmundur H og Berglind Anna . Undirbúningur, skipulag og kynningarmál fyrir mótið voru í höndum Jóns Inga Þorvaldssonar, gjaldkera PSÍ. Kostnaðarhlutfall við mótið var 14,6%.
Við óskum Ívari Erni til hamingju með titilinn og þökkum öllum sem komu að framkvæmd mótsins fyrir vel unnin störf. Við þökkum einnig COOLBET, Hugaríþróttafélaginu og Poker Express kærlega fyrir frábært samstarf, bæði í kringum undanmót fyrir Smábokkann og aðstöðu fyrir mótið sjálft!
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!