Sævar Ingi er Smábokkinn 2019

Það var Sævar Ingi Sævarsson sem hreppti titilinn Smábokkinn 2019 og 319.000 í verðlaunafé.  Í öðru sæti varð Tomasz Kwiatkowski og í því þriðja Mindaugas Ezerskis.  Þeir 9 efstu sem komust á lokaborðið skiptu verðlaunafénu á milli sín og hér að neðan má sjá hvernig 9 efstu sætin röðuðust.

Alls tóku 59 einstaklingar þátt í mótinu og 10 þeirra kepptu bæði á degi 1a og 1b þannig að skráningar voru alls 69 talsins, sem er umtalsverð fjölgun frá því í fyrra en þá voru skráningar 51.  Heildar þátttökugjöld voru 1.380.000 kr. og fóru 1.212.000 af því í verðlaunafé eða 87,8% og kostnaðarhlutfall því 12,2%.

Mótið fór fram hjá Spilafélaginu að Grensásvegi og þökkum við forsvarsmönnum þess kærlega fyrir samstarfið við framkvæmd mótsins. Mótsstjóri var Már Wardum og auk hans sáu Inga Kristín Jónsdóttir og Einar Þór Einarsson um störf gjafara á lokadeginum. Það var mál manna að mótið hefði tekist vel í alla staði og þakkar stjórn PSÍ öllum sem komu að framkvæmd mótsins fyrir vel unnin störf og félagsmönnum fyrir góða þátttöku!

Sæti Nafn Verðlaunafé
1 Sævar Ingi Sævarsson 319000
2 Tomasz Kwiatkowski 289000
3 Mindaugas Ezerskis 165000
4 Branimir Jovanovic 125000
5 Gylfi Þór Jónasson 97000
6 Júlíus Pálsson 76000
7 Einar Eiríksson 59000
8 Guðmundur Helgason 46000
9 Dominik Wojciechowski 36000

 

Hér að neðan má sjá nokkrar myndir frá lokaborðinu.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply