Íslandsmót í póker 2020
Nú er loksins að opnast á mótahald hjá okkur og við ætlum að klára mótadagskrána fyrir 2020 með glæsibrag og blásum til Íslandsmóts í PLO 27. febrúar og Íslandsmótsins í póker dagana 3.-7. mars. nk.
Mótin fara fram í sal Póker Express við Nýbýlaveg 8 og verður dagur 1 á ÍM í póker nú þrískiptur þar sem hámarksfjöldi þátttakenda á hverjum degi verður 40. Hámarksfjöldi þátttakenda á PLO Íslandsmótinu verður einnig 40. Ef fjöldi fer upp fyrir það fara umframskráningar á biðlista.
Skráning og greiðsla þátttökugjalda er hafin á vef PSÍ (www.pokersamband.is/shop)
Dagur 1a, miðvikudaginn 3. mars verður tekinn frá fyrir þá sem hafa unnið og munu vinna miða á undanmótum.
Dagur 1b, fimmtudaginn 4. mars er opinn fyrir skráningar og dagur 1c verður síðan opnaður þegar dagur 1b fyllist og við munum reyna eftir bestu getu að haga málum þannig að þeir sem koma utan af landi geti leikið dag 1c á föstudeginum.
Við viljum biðja félagsmenn um að sýna því skilning að strangar sóttvarnarreglur verða í gildi og allt skipulag mótsins mun bera keim af því. Við viljum einnig biðja þátttakendur að sýna því skilning ef færa þarf skráningar á dag 1 á milli daga. Núgildandi sóttvarnarreglur PSÍ má finna hér og verða þær nánar kynntar þegar nær dregur.
Strúktúr og dagskrá fyrir ÍM í póker 2020 má finna hér.
Skráið ykkur endilega á facebook event sem sett hafa verið upp:
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!