Pókerfréttir
Viðburðir // Mót // Fundir // Fróðleikur // Íslenskir spilarar erlendis
Viðburðir // Mót // Fundir // Fróðleikur // Íslenskir spilarar erlendis
Ársþing Pókersambands Íslands 2020 verður haldið í Kornhlöðunni á veitingastaðnum Lækjarbrekku, sunnudaginn 26.janúar kl. 16:00. Dagskrá verður skv. 6. grein laga sambandsins sem finna má hér á vef PSÍ. Við hvetjum alla félasgmenn til þess að mæta hvort sem þið gefið kost á ykkur til starfa fyrir sambandið eður ei. Lagðar verða fyrir þingið eftirfarandi […]
Það var hinn góðkunni Sævar Ingi Sævarsson sem hreppti Íslandsmeistaratitilinn í net-póker eftir rétt rúmlega fjögurra klukkustunda leik á Íslandsmótinu í net-póker sem fram fór á Coolbet í gærkvöldi. Sævar hefur stimplað sig rækilega inn sem einn af okkar bestu spilurum en hann varð m.a. í öðru sæti á ÍM 2018 og vann sigur á […]
Mótadagskráin er ekki alveg búin þetta árið, en Íslandsmótið í net-póker er eftir og verður það haldið sunnudaginn 15.desember kl. 20:00. Mótið fer fram á Coolbet að þessu sinni og verður buy-in €88 (€80+8). Þetta verður deepstack mót með 15k upphafsstakk og 12 mínútna level og verður skráningarfrestur út level 8. Nokkur undanmót verða haldin […]
Örnólfur Smári Ingason er Íslandsmeistari í póker 2019! Íslandsmótinu var að ljúka síðdegis á sunnudag eftir stutta og snarpa viðureign þeirra sem komust á lokaborð. Aðeins tók 3 og hálfa klukkustund að knýja fram úrslit en lokaborðið hófst kl 13:30 og síðasta hendin var gefin kl 16:59. Örnólfur var með næststærsta stakkinn í […]
Það verður mikið um að vera í þessari viku. Þrjú undanmót eru eftir og auk þess fer COOLBET í gang með veðmál á leikmenn í mótinu nú í vikunni. Dagskrá vikunnar er í megindráttum þessi: Þriðjudagur 29.okt. 19:00 – Undanmót hjá Hugaríþróttafélaginu. Ótakmarkað 5k re-buy með 2k add-on! Miðvikudagur 30.okt. 19:30 – Undanmót hjá Spilaklúbbi […]
Fyrstu online undanmótin hefjast á morgun sunnudaginn 6.október kl. 20:00. Það er Coolbet sem sér um það fyrir okkur í ár, rétt eins og í fyrra. Mótin verða með €33 buy-in og hægt verður að kaupa sig inn aftur ótakmarkað fyrsta klukkutímann. Undanmót verða á Coolbet hvern sunnudag og miðvikudag kl. 20:00 fram að Íslandsmóti […]
Laugavegur 53B
101 Reykjavík
560807-0150
Félagasamtök
pokersamband@pokersamband.is