Pókerfréttir
Viðburðir // Mót // Fundir // Fróðleikur // Íslenskir spilarar erlendis
Viðburðir // Mót // Fundir // Fróðleikur // Íslenskir spilarar erlendis
Úrslitin réðust í Bikarmóti PSÍ nú í kvöld en þá fór fram 6. og síðasta umferð mótaraðarinnar. Alls tóku 29 þátt í einhverjum umferðum mótaraðarinnar en í lokin voru aðeins nokkrir sem áttu möguleika á verðlaunasæti og voru aðeins 5 keppendur í síðasta mótinu. Allir 5 áttu möguleika á sigri í mótaröðinni með því að […]
Leik var að ljúka á lokaborði í pókermótinu Bræðingur sem haldið var á vegum PSÍ í fyrsta sinn. Mótið hófst á Coolbet þar sem 22 leikmenn hófu leik og skyldu leika þar til 8 væru eftir og síðan klára mótið með live lokaborði. Það æxlaðist svo að tveir duttu út í sömu hendi á lokaborðsbúbblunni […]
Bræðingur fór fram í fyrsta sinn nú í kvöld kl. 20:00. Þátttakendur voru 22 talsins og var leikið til kl. 22:50 en þá stóðu 7 eftir þar sem tveir leikmenn féllu úr leik í sömu hendinni á lokaborðs-búbblunni. Staða efstu manna eftir dag 1 er þessi: Coolbet ID Stack Hilmar 104233 GunniJR 84042 Gianthead 83194 […]
Pókermótið Bræðingur mun fara fram fimmtudaginn 11.júní en þetta er nýtt tilraunaverkefni þar sem við munum bræða saman net-póker og live póker með tveggja daga móti sem hefst á Coolbet og lýkur svo með 8 manna live lokaborði með gjafara laugardaginn 13.júní kl. 16:00 hjá Spilafélaginu, Grensásvegi. Þeir sem komast á lokaborðið taka með sér […]
Net-póker hátíðinni Quarantine Cup lauk sl. mánudag með €215 lokamóti. Það voru alls 21 sem tóku þátt í lokamótinu (Main Event) og var heildarverðlaunafé því €4200 sem skiptist á milli 4 efstu keppenda. Það var Aðalsteinn Stefnisson (Duktor) sem bar sigur úr býtum eftir heads-up einvígi við Daníel Pétur Axelsson (Danzel) sem varð í 2. […]
Þetta eru athyglisverðir tímar fyrir margra hluta sakir og ekki síst það hvernig net-póker senan er að takast á loft á undanförnum vikum. Hvert metið á fætur öðru er slegið í aðsókn og verðlaunafé á stórum net-mótum, bæði á alþjóðlegum vettvangi og ekki síður hér á landi. Þann 21. mars sl. hélt PokerStars upp á […]
Laugavegur 53B
101 Reykjavík
560807-0150
Félagasamtök
pokersamband@pokersamband.is