Bræðingur 2020
Pókermótið Bræðingur mun fara fram fimmtudaginn 11.júní en þetta er nýtt tilraunaverkefni þar sem við munum bræða saman net-póker og live póker með tveggja daga móti sem hefst á Coolbet og lýkur svo með 8 manna live lokaborði með gjafara laugardaginn 13.júní kl. 16:00 hjá Spilafélaginu, Grensásvegi.
Þeir sem komast á lokaborðið taka með sér stakkinn sem þeir enduðu dag 1 með á netinu (eða hlutfallslega jafn stóra stakka ef aðlaga þarf stærðir) og leika til þrautar.
Þátttökugjald er €50 og boðið verður upp á 1 re-buy og 1 add-on og verður late-reg fyrstu 10 levelin.
Boðið verður upp á 3 undanmót á Coolbet:
- Sunnudaginn 7.júní kl. 20:00
- Miðvikudaginn 10.júní kl. 20:00
- Fimmtudaginn 11.júní kl. 18:00
Ekki er tryggt verðlaunafé í mótinu en PSÍ mun láta þátttökugjöld sem greidd eru til Coolbet (re-buys+add-ons) renna óskipt í verðlaunafé.
Við biðjumst velvirðingar á frestunum sem orðið hafa á mótinu í tvígang og hvetjum alla félagsmenn til að taka þátt og prófa hið nýja pókerumhverfi Coolbet.
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!