Agnar er Íslandsmeistari í póker 2023
Íslandsmótið í póker fór fram dagana 2.-5. nóvember í sal Hugaríþróttafélagsins og var haldið með svipuðu sniði og undanfarin ár, dagur eitt var tvískiptur á fimmtudegi og föstudegi, dagur 2 á laugardegi og lokaborð á sunnudegi. Alls tóku 101 félagsmaður þátt í mótinu og 50 þeirra komust á dag 2. Þetta er fjölgun um 12 frá því í fyrra en þá tóku 89 þátt í mótinu. Heildarverðlaunafé var 6.800.000 kr. og skiptist á milli 15 efstu og sá sem lenti í búbblusætinu fær að auki frían miða á ÍM 2024 í sárabætur skv. hefð sem hefur skapast. Kostnaðarhlutfall mótsins var 15,8%.
Það var Agnar Jökull Imsland Arason sem bar sigur úr býtum eftir rúmlega tveggja klukkustunda heads-up leik við Loga Laxdal. Logi vann Íslandsmeistaratitilinn fyrir árið 2020 (mótið var haldið í mars 2021) og Agnar hafði áður komist í heads-up á Íslandsmóti en hann varð í 2.sæti árið 2021 þegar Guðmundur Auðun varð Íslandsmeistari. Í þriðja sæti varð síðan Óskar Örn Eyþórsson.
Röð efstu þátttakenda og verðlaunafé var sem hér segir:
1 | Agnar Jökull Imsland Arason | 1.500.000 |
2 | Logi Laxdal | 1.100.000 |
3 | Óskar Örn Eyþórsson | 850.000 |
4 | Johnro Derecho Magno | 680.000 |
5 | Atli Rúnar Þorsteinsson | 550.000 |
6 | Hávar Albinus | 430.000 |
7 | Freysteinn G Jóhannsson | 350.000 |
8 | Þórir Snær Hjaltason | 280.000 |
9 | Gizur Gottskálksson | 220.000 |
10 | Rúnar Rúnarsson | 160.000 |
11 | Vytatutas Rubezius | 160.000 |
12 | Árni Gunnarsson | 140.000 |
13 | Óskar Páll Davíðsson | 140.000 |
14 | Hafþór Sigmundsson | 120.000 |
15 | Kári Þór Matthiasson | 120.000 |
16 | Hjalti Már Þórisson | Miði á ÍM 2024 |
Mótsstjóri að þessu sinni var Már Wardum, formaður PSÍ, og honum til halds og trausts í hlutverki ritara og meðdómara var Daníel Jóhannsson. Gjafarar á mótinu voru þau Alexander, Berglaug, Dísa, Bjarni, Kristjana, Bryndís, Edward, Kristján Bragi og Silla. Um skipulag og undirbúning mótsins sá Jón Ingi Þorvaldsson, gjaldkeri PSÍ.
Við þökkum Hugaríþróttafélaginu kærlega fyrir frábæran stuðning, bæði með einstaklega þéttri undanmótadagskrá og að láta okkur í té hin glæsilegu húsakynni sem félagið hefur yfir að ráða. Einnig kunnum við Coolbet bestu þakkir fyrir að styðja við bakið á okkur með reglulegum undanmótum í aðdraganda ÍM en það hefur sýnt sig að regluleg undanmót eru lykillinn að góðri þátttöku í þessu móti.
Að lokum minnum við á að mótadagskránni er ekki alveg lokið enn. Íslandsmótin í net-póker eru eftir en þau fara fram á Coolbet í lok nóvember og byrjun desember.
Við óskum Agnari til hamingju með titilinn og öðrum verðlaunahöfum helgarinnar til hamingju með árangurinn, þökkum félagsmönnum fyrir góða þátttöku og hlökkum til að sjá ykkur á næsta móti!
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!