Viskýmeistarinn fer með sigur af hólmi
Lokaborðið í Coolbet bikarnum fór fram í gær en þar öttu 9 stigahæstu keppendur kappi um stórglæsilega aukavinninga frá Coolbet upp á samtals 850.000 ISK. Það var Atli Þrastarson (WiskyMaster) sem bar sigur af hólmi og fær ásamt Sævari Inga og Gunnari Árnasyni €1300 pakka fyrir hóteli og miða á Coolbet Open Main Event, sem fram fer í Talinn í Eistlandi 23.-29.maí nk.
Allir sem komust á lokaborðið voru leystir út með glæsilegum vinningum en næstu þrír hljóta miða á Coolbet Open Main Event og þrír neðstu fá €130 miða á undanmót fyrir Coolbet Open. Atli fær að auki verðlaunagrip fyrir sigur í mótaröðinni og verður hann afhentur við fyrsta tækifæri.
Röðin á 9 efstu endaði svona:
- Atli Þrastarson (WhiskyMaster)
- Sævar Ingi Sævarsson (SINGIS)
- Gunnar Árnason (OtherFkr)
- Magnús Valur Böðvarsson (MagnusValue)
- Inga Kristín Jónsdóttir (pingz)
- Þórarinn Kristjánsson (Gollipolli)
- Andrés Vilhjálmsson (Nurdieh)
- Már Wardum (DFRNT)
- Kristján Óli Sigurðsson (Hofdinginn2021)
Við óskum öllum verðlaunahöfum til hamingju með glæsilegan árangur og Atla til hamingju með titilinn Coolbet bikarmeistarinn 2022!
Að lokum þökkum við COOLBET fyrir ómetanlegt samstarf og rausnarlega vinninga og hlökkum til að heimsækja þá í Tallinn í lok maí.
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!