Úrslit í Bræðingi 2020
Leik var að ljúka á lokaborði í pókermótinu Bræðingur sem haldið var á vegum PSÍ í fyrsta sinn. Mótið hófst á Coolbet þar sem 22 leikmenn hófu leik og skyldu leika þar til 8 væru eftir og síðan klára mótið með live lokaborði. Það æxlaðist svo að tveir duttu út í sömu hendi á lokaborðsbúbblunni og því voru það aðeins 7 sem komust á lokaborðið sem fram fór núna í kvöld.
Það var Tomasz Mróz sem stóð uppi sem sigurvegari eftir 3 klst. leik á lokaborðinu eftir ca. klukkustundar heads-up leik við Ólaf Sigurðsson sem varð í öðru sæti. Í þriðja sætinu varð Gunnar Ingi Gunnarsson og í því fjórða Dominik Wojciechowski.
Thomasz hlaut að launum 114.000 kr. í verðlaunafé og verðlaunagrip frá PSÍ. Hér má sjá röð efstu manna og verðlaunafé fyrir hvert sæti.
Gjafari á lokaborðinu var Rannveig Eriksen og mótsstjóri var Jón Ingi Þorvaldsson, gjaldkeri PSÍ.
Við þökkum öllum sem tóku þátt í mótinu fyrir taka þátt í þessari tilraun með okkur. Svo óskum við Tómaszi til hamingju með sigurinn og þökkum Coolbet og Spilafélaginu kærlega fyrir samstarfið við framkvæmd þessa móts!
Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir frá lokaborðinu.
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!