Úrslit á ÍM í net-póker 2019
Það var hinn góðkunni Sævar Ingi Sævarsson sem hreppti Íslandsmeistaratitilinn í net-póker eftir rétt rúmlega fjögurra klukkustunda leik á Íslandsmótinu í net-póker sem fram fór á Coolbet í gærkvöldi. Sævar hefur stimplað sig rækilega inn sem einn af okkar bestu spilurum en hann varð m.a. í öðru sæti á ÍM 2018 og vann sigur á Smábokkanum fyrr á árinu og er nú fyrstur til að sigra tvö mót á vegum PSÍ á sama árinu.
Alls tóku 48 þátt í mótinu og var heildarverðlaunafé €3840 og skiptist það á milli þeirra 8 efstu sem komust á lokaborðið. Í skilmálum fyrir mótið var þess getið að hin réttu nöfn þeirra sem ynnu til verðlauna yrðu opinberuð og hér má sjá lista yfir verðlaunahafa á mótinu:
1. Sævar Ingi Sævarsson – Icepoker – €1248.00
2. Guðni Ólafsson – BOBBYGKILO – €806.40
3. Daniel Axelsson – Danzel – €576.00
4. Kristján Valsson – homer333 – €384.00
5. Edison Banushi – Landafylleri – €288.00
6. Hilmar Einarsson – Hestur123 – €211.20
7. Atli Thorsteinsson – ATLI950 – €172.80
8. Örn Árnason – orninn – €153.60
Við óskum Sævari Inga til hamingju með titilinn og þökkum öllum þátttakendum fyrir gott mót og Coolbet fyrir frábært samstarf við framkvæmd mótsins!
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!