Úrslit á ÍM í net-PLO 2021
Síðasta mót ársins, Íslandsmótið í net-PLO 2021 fór fram sunnudaginn 5. desember og hófst það kl. 18:00. Alls tóku 24 þátt í mótinu og voru að auki 12 re-entry inn í mótið en leyfð voru 2 re-entry á hvern keppanda. Heildarverðlaunafé var €2520 og skiptist á milli 6 efstu keppenda.
Það var Halldór Már Sverrisson (CASINOICE1) sem varð hlutskarpastur eftir lokaeinvígi við Ingu Jónsdóttur (pingz), og í þriðja sæti var Brynjar Bjarkason (makk).
Röð 6 efstu og verðlaunafé var sem hér segir:
- Halldór Már Sverrisson (CASINOICE1) – €932
- Inga Kristín Jónsdóttir (pingz) – €630
- Brynjar Bjarkason (makk) – €378
- Kristján Bragi Valsson (kiddi333) – €252
- Már Wardum (DFRNT) – €189
- Kristinn Pétursson (Hunterinn) – €139
Við óskum Halldóri til hamingju með enn eina rósina í póker-hnappagatið og þökkum Coolbet kærlega fyrir frábært samstarf á árinu sem er að líða.
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!