Það verður að vera plan B…
Við höldum ótrauð áfram með undanmót og annan undirbúning fyrir Íslandsmót sem fyrirhugað er síðustu helgina í október. Næsta undanmót verður núna á sunnudag og verður með sama sniði og síðast.
Á sama tíma þá dylst það engum að þessar vikurnar ríkir talsverð óvissa um hvort hægt verði að halda mótið á tilsettum tíma. Ef ekki verða settar á strangari samkomutakmarkanir en nú er þá er útlit fyrir að við getum haldið mótið en ef þær verða hertar á næstu dögum eða vikum þá höfum við eftirfarandi varaáætlanir:
Plan B: Fresta móti þar til í lok nóvember, að því gefnu að slakað verði á reglum um samkomutakmarkanir fyrir þann tíma.
Plan C: Fresta móti þar til í lok janúar og lengja reiknings- og upppjörstímabil PSÍ þannig að reikningsárið 2020 nái til loka janúar 2021 og félagsgjöld sem greidd eru á árinu 2020 gildi út þann mánuð.
Plan D: Ef samkomutakmarkanir koma enn í veg fyrir mótshald í lok janúar 2021 verður mótið fellt niður og miðar sem unnist hafa í undanmótum verða greiddir út. Miðar úr live undanmótum hér á landi verða greiddur út í ísl. krónum og miðar sem unnist hafa á Coolbet verða greiddir út sem innistæða í evrum.
Við hvetjum alla til að taka áfram þátt í undanmótunum og taka frá síðustu helgina í október, en jafnframt hafa á bak við eyrað að allt er í heiminum hverfult um þessar mundir.
Sjáumst á Coolbet á sunnudag kl. 20:00!
552 commentsLikeCommentShare
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!