Sveinn Rúnar er Stórbokki 2019!

Stórbokkinn fór fram laugardaginn 18.maí 2019.  Þátttökugjald var 120þús kr, alls tóku 17 þátt í mótinu og keyptu sig samtals 21 sinnum inn en það var hægt að kaupa sig aftur inn í mótið ótakmarkað fyrir 100þús kr.  Mótið var haldið í samstarfi við Lækjarbrekku þar sem þátttakendur nutu afbragðs þjónustu og matar.

Það var Sveinn Rúnar Másson sem bar sigur úr býtum eftir stuttan heads-leik við Björn Elvar Sigmarsson sem varð í öðru sæti.

Röð efstu manna og verðlaunafé var sem hér segir:

  1. Svein Rúnar Másson, 840.000 kr.
  2. Björn Elvar Sigmarsson, 565.000 kr.
  3. Jón Ingi Þorvaldsson, 400.000 kr.
  4. Guðmundur Hólm Ólafsson, 295.000 kr.

Við óskum Sveini til hamingju með sigurinn og nafnbótina Stórbokki 2019!

Mótsstjóri var Viktor Lekve og í störfum gjafara voru Sigurlín (Silla) GústafsdóttirAlexander Sveinbjörnsson og Sasa Drca.  Við þökkum þeim fyrir frábær störf við framkvæmd mótsins.

Við þökkum einnig Hugaríþróttafélaginu fyrir frábært samstarf en helmingur þátttakenda vann sér inn miða á Stórbokkann í undanmótum þar.

Gerð var undanþága frá reglugerð PSÍ um þátttökugjöld á þessu móti og var fyrirfram ákveðið fast hlutfall til að mæta kostnaði við mótshaldið.  Heildarþátttökugjöld á mótinu voru 2.440.000 kr. (17 entry + 4 re-entry) og var heildarkostnaður við framkvæmd mótsins 2.454.380 kr.

 

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply