Sveinn Rúnar bætir öðrum titli í safnið
Það var Sveinn Rúnar Másson sem bar sigur úr býtum á Smábokkanum sem hófst á fimmtudag og lauk kl. 19:30 í gærkvöldi. Þórður Örn, sem varð í öðru sæti, og Sveinn Rúnar áttust aðeins við í nokkrar mínútur heads-up áður en úrslitin lágu fyrir.
Sveinn Rúnar vann einnig Stórbokka titilinn sl. vor og er því fyrstur til að vinna bæði Stórbokka og Smábokka og annar af tveimur til þess að vinna tvo titla í live mótum á vegum PSÍ. En Aníka Maí Jóhannsdóttir varð fyrst til þess er hún vann ÍM 2012 og síðan ÍM í PLO árið 2014 eins og sjá má í þessu yfirliti hér.
Þeir 9 efstu sem komust á lokaborð skiptu með sér verðlaunafénu sem var samtals 1.280.000 kr. með eftirfarandi hætti:
1 | Sveinn Rúnar Másson | 364.000 |
2 | Þórður Örn Jónsson | 256.000 |
3 | Micah Quinn | 180.000 |
4 | Hafþór Sigmundsson | 138.000 |
5 | Egill Örn Bjarnason | 104.000 |
6 | Jón Ingi Þorvaldsson | 80.000 |
7 | Hafsteinn Ingimundarson | 62.000 |
8 | Brynjar Bjarkason | 52.000 |
9 | Halldór Már Sverrisson | 44.000 |
Viktor Lekve sá um mótsstjórn af sinni alkunnu snilld og í hlutverki gjafara voru þau Alexander, Dísa Lea, Kristjana Rós, Þórunn Lilja, Ásta María og Berglaug Petra. Undirbúningur, skipulag og kynningarmál fyrir mótið voru í höndum Jóns Inga Þorvaldssonar, gjaldkera PSÍ.
Að þessu sinni var einnig haldið 10k hliðarmót þar sem 20 tóku þátt og voru alls 36 entry í það mót. Þar skiptist 296.000 kr. verðlaunafé á milli 5 efstu á eftirfarandi hátt:
1 | Jón Ingi Þorvaldsson | 118.000 |
2 | Zbyszek Mrenca | 74.000 |
3 | Ovidijus Banionis | 48.000 |
4 | Guðmundur H. Helgason | 32.000 |
5 | Jón Gauti Árnason | 24.000 |
Við óskum Sveini Rúnari til hamingju með titilinn og þökkum öllum sem komu að framkvæmd mótsins fyrir virkilega vel unnin störf. Við þökkum einnig COOLBET og Hugaríþróttafélaginu kærlega fyrir frábært samstarf, bæði í kringum undanmót fyrir Smábokkann og aðstöðu fyrir mótið sjálft!
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!