Stórbokki 2022!
Stórbokki rís upp frá dauðum laugardaginn 7.maí 2022! Mótið verður að þessu sinni haldið í samstarfi við Hugaríþróttafélagið og fer fram í nýjum glæsilegum salarkynnum félagsins að Mörkinni 4.
Mótið hefst kl. 13:00 og mun standa eitthvað fram yfir miðnættið.
Þátttökugjald er 150.000 kr. og hægt er að kaupa sig aftur inn í mótið ótakarmarkað fyrir 120.000 kr.
Innifalinn í mótsgjaldi er glæsilegur kvöldverður frá Veislunni sem verður framreiddur á mótsstaðnum.
- Forréttur: Sjávarréttadiskur: Reyklaxamósaic, hörpuskel á vagamesalati, humarfroða í staupi, silungatartar og ferskt salat
- Aðalréttur: Heilsteikt nautalund með kartöflugratíni og grænpiparsósu.
- Eftirréttur: Súkkulaði brownies með hvítri súkkulaði skyrmús og berjum.
Hér má sjá nánari upplýsingar um strúktúr og dagskrá mótsins.
Smellið ykkur endilega inn á facebook eventið sem komið er hér.
Undanmót hafa verið undanfarna sunnudaga á Coolbet og verður síðasta mótið á Coolbet sunnudaginn 1.maí kl. 20:00. Eins og undanfarna sunnudaga verður FREEbuy mót kl. 19:15 þar sem hægt er að vinna miða inn í undanmótið fyrir lítið og jafnvel ekkert.
Fyrsta live undanmótið verður hjá Hugaríþróttafélaginu miðvikudaginn 27.apríl.
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!