Stórbokki 1. september 2018!

Stórmótið Stórbokki 2018 verður haldið laugardaginn 1.september of fer fram í hinum glæsilega sal Kornhlöðunni á veitingastaðnum Lækjarbrekku.

Við bryddum upp á þeirri nýbreytni í þetta sinn að hefja dagskrána kl. 12:00 á hádegisverði sem er innifalinn í þátttökugjaldi fyrir alla sem skrá sig fyrir kl. 18:00 daginn áður eða föstudaginn 31.ágúst.  Mótið hefst síðan kl. 13:00.

Einnig verður kvöldverður innifalinn í þátttökugjaldi en tekið verður kvöldverðarhlé kl. 18:50.

Hér má sjá strúktúr mótsins og tímasetningar.

Matseðillinn hljóðar svo:

Hádegisverður:  Sjávarréttasúpa með krækling, þorsk,rækjum og brunois grænmeti,
Kjúklingabringa, pönnusteikt með steiktu smælki, rótargrænmeti og portvínssósu
Kvöldverður:  Hægeldað nautafillet með bakaðri kartöflu, steiktum sveppum og bernaise sósu
Volg súkkulaðikaka með vanilluís og ávöxtum.

Í salnum verður opinn bar á meðan á mótinu stendur og verður hægt að panta þar drykki og aðrar veitingar.  Áfengir drykkir verða leyfðir við keppnisborðin en við viljum að sjálfsögðu biðja þátttakendur um að gæta hófs í þeim efnum á meðan menn eru ennþá inni í mótinu.

Smellið hér til að ganga frá skráningu og greiðslu þátttökugjalds og minnum á að þeir sem ekki hafa greitt félagsgjald PSÍ á árinu 2018 geta gengið frá því í leiðinni í sömu greiðslu.  Skráning fer eingöngu fram á þessari síðu á vef PSÍ.  Hægt er að greiða með bæði debet og kreditkortum en við viljum biðja þá sem hafa tök á því að greiða með debetkortum að gera það frekar þar sem greiðslan berst þá hraðar inn á reikning sambandsins.

Mótið er haldið í samstarfi við www.pokerstore.is sem sér okkur fyrir glæsilegum búnaði eins og á fyrri mótum þessa árs.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply