Coolbet Bikarinn – Staðan eftir fyrstu umferð
Fyrsta umferð í Coolbet Bikarnum fór fram sunnudagskvöldið 12.janúar. Alls tóku 27 þátt í fyrstu umferðinni en nokkrir fleiri hafa skráð sig til leiks og koma vonandi inn í síðari umferðum en 5 bestu af 6 umferðum munu telja í stigakeppninni.
Veitt var verðlaunafé fyrir 4 efstu sætin í mótinu og þeir sem unnu til þeirra voru:
- Davíð Ómar Sigurbergsson – Thanh_durrrr, €607.50
- Bjössi Sigmars – Alesis, €371.25
- Jón Ingi Þorvaldsson – Thorvaldz, €236.25
- Árni Halldór Jónsson – Stormur, €135
Hér má sjá heildarúrslitin og stöðu eftir fyrstu umferð.
Í samráði við fulltrúa Coolbet var í kvöld tekin ákvörðun um að veittur verði frestur til að ganga frá aðild að PSÍ fram að upphafi 3.umferðar sem fram fer 9.febrúar nk. Ástæða viðbótarfrests er m.a. að koma hefði þurft skýrar fram á öllum miðlum að aðild að PSÍ væri skilyrði fyrir þátttöku í stigakeppninni.
Við hvetjum alla sem misstu af fyrstu umferðinni til þess að koma inn í næstu umferð enda keppnin ennþá galopin og til mikils að vinna!
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!