Staðan eftir dag 1 á ÍM 2020
Degi 1C var að ljúka núna um miðnættið og af þeim 95 sem hófu leik þá standa nú 67 eftir í upphafi dags 2 sem hefst kl. 12:00 á morgun, laugardaginn 6. mars.
Björn Sigmarsson hefur talsverða forystu í upphafi dags 2 með 205.000 en upphafsstakkur var 40.000. Óskar Þór Jónsson er annar í röðinni með 144.200, Gunnar Gunnarsson er þriðji með 127.200 og nýbakaður PLO meistari, Egill Þorsteinsson fylgir fast á hæla hans með 125.400.
Bein lýsing hefst hér á vef PSÍ kl. 16:30 á degi 2 og er það hinn góðkunni Magnús Valur Böðvarsson sem mun sjá um lýsinguna. Á sunnudag verður síðan bein myndsending frá lokaborðinu og verður Magnús þá í myndverinu og gefur áhorfendum innsýn í það sem er að gerast við borðið.
Hér að neðan má sjá borðaskipan í upphafi dags 2 og stöðu allra keppenda má finna í þessu skjali hér undir flipanum “Entries”: https://cutt.ly/GkTXhXo
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!