Úrslit á Quarantine Cup 2021
Net-póker hátíðinni Quarantine Cup 2021, sem haldin var í samstarfi við Coolbet, lauk í gærkvöldi með lokamótinu, QC Main Event. Haldin voru 15 mót sem töldu til stiga í stigakeppni á rúmlega þriggja vikna tímabili og tóku alls 63 þátt í einhverjum mótanna.
Það var enginn annar en formaður PSÍ, Már Wardum (DFRNT), sem landaði sigri í lokamótinu og skaust með því í efsta sæti í stigakeppninni einnig, en fram af því hafði Sævar Ingi Sævarsson (SINGIS) verið með umtalsverða forystu eftir að hafa náð efsta sæti í fjórum mótum af 15.
Coolbet lagði af mörkum aukaverðlaun fyrir 5 efstu í stigakeppninni, miða á Coolbet Open Online sem er að hefjast í dag.
Röð efstu 5 í stigakeppninni var þessi:
- Már Wardum (DFRNT) – €300 miðar á Coolbet Open Online
- Sævar Ingi Sævarsson (SINGIS) – €100 miði á CBOO
- Kristján Bragi Valsson (kiddi333) – €50 miði á CBOO
- Daníel Pétur Axelsson (Danzel79) – €20 miði á CBOO
- Atli Rúnar Þorsteinsson (Atli951) – €20 miði á CBOO
Við þökkum öllum sem tóku þátt í mótunum fyrir þeirra framlag að gera þetta að jafn skemmtilegum viðburði og raun bar vitni. Coolbet þökkum við kærlega fyrir frábært og hnökralaust samstarf eins og venjulega. Og svo óskum við Má Wardum til hamingju með glæsilegan árangur!!
Úrstlitin í stigakeppninni má áfram nálgast á þessari síðu hér.
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!