Quarantine Cup hefst á mánudag!

Í ljósi þessara fordæmalausu aðstæðna þar sem ekki er hægt að koma saman og spila póker augliti til auglitis er augljóst að áhugafólk um póker mun flykkjast á netið til að taka þátt í viðburðum þar. Og þótt nægt framboð sé af slíkum viðburðum höfum við fengið fjölda fyrirspurna um hvort ekki sé hægt að skella í gang mótaröð fyrir íslenska spilara sérstaklega. Það er jú alltaf ákveðin skemmtun fólgin í því að spila við “kunnugleg andlit” jafnvel þótt það sé á netinu.

Við höfum því ákveðið í samstarfi við Coolbet að rigga upp 3ja vikna net-póker hátíð sem hefst núna á mánudaginn 23.mars og lýkur með veglegu aðalmóti í lok yfirstandandi samkomubanns þann 13.apríl. Við hvetjum alla til að taka þátt í sem flestum mótum og nota tækifærið til að velgja vinum og kunningjum undir uggum við hið stafræna pókerborð!

Hér má sjá dagskrá mótaraðarinnar eins og hún lítur út núna. Vinsamlegast athugið að dagskráin getur breyst án fyrirvara. Coolbet og PSÍ áskilja sér rétt til að birta raunveruleg nöfn vinningshafa í mótum. Dagskráin er aðeins aðgengileg á ensku, bæði þar sem vaxandi hluti félagsmanna er ekki íslenskumælandi, og einnig til þess að gera hana skiljanlega fyrir samstarfsaðila okkar hjá Coolbet. Við vonum að það valdi ekki óþægindum fyrir neinn.

Athugið að öll mótin eru sjálfstæð og ekki verður í gangi stigakeppni líkt og í Coolbet Cup mótaröðinni.

Sérstakir aukavinningar verða fyrir fjögur af mótunum (#4, #9, #13, #14) en sigurvegarar í þeim fá að auki €55 í mótið Bræðing sem ráðgert er 19. apríl.

Coolbet gefur einnig sérstaka aukavinninga til hvers sem tekst að vinna tvö mót í hvorum helmingi mótaraðarinnar. Ef þér tekst að vinna tvö af mótum 1-7 annars vegar eða 8-14 hins vegar færðu €250 bónus sem nota má í Casino/Sports hluta Coolbet.

PSÍ mun síðan veita sérstakan verðlaunagrip til sigurvegara €215 aðalmótsins sem fer fram 13. apríl.

Góða skemmtun og gangi ykkur vel!!


Due to the extraordinary circumstances where we’re unable to meet and play poker face-to-face it can be expected that poker enthusiasts will flock to online poker sites. We have received several enquiries about setting up special online tournaments for the Icelandic player base, as it’s always more fun to play with “familiar faces”, even if it’s online.

To respond to that we have, in cooperation with Coolbet, set up a 3 week online poker festival labeled Quarantine Cup, that will start on Monday 23rd March and run until the end of the current ban on large gatherings on Monday 13th April.

Click here to view the tournament schedule and information on additional prizes. Please note that the schedule is subject to changes without notice. Please also note that Coolbet and PSÍ will reserve the right to announce the actual names of tournament winners.

Note that each tournament is a separate individual tournament and players do not collect points for each tournament as in the Coolbet Cup.

Special prizes that will be added include a ticket to “Bræðingur”, which is a €55 online/live tournament scheduled on April 19th. A ticket to that tournament will be awarded to the winners of tournaments #4, #9, #13 and #14.

Coolbet will also add a special €250 Casino/Sports bonus to anyone who manages to win 2 tournaments in each half of the festival (tournaments #1-7 or #8-14).

The Icelandic Poker Federation (PSÍ) will also award the winner of the €215 Main Event on 13th of April with a trophy.

Have fun and best of luck!!

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply