Íslandsmótið í PLO 2020
Næsta mót á dagskrá hjá okkur er síðbúið Íslandsmót í PLO fyrir 2020.
Mótið fer fram laugardaginn 27. febrúar hjá Poker Express, Nýbýlavegi 8, og hefst kl. 14:00.
Þátttökugjald er kr. 40.000 ef greitt er fyrir kl. 12:00 laugardaginn 27. febrúar.
Eftir það hækkar gjaldið í 45.000.
Boðið er upp á eitt re-entry í mótið.
Skráningarfrestur og frestur til að kaupa sig inn aftur rennur út eftir level 8 eða um kl. 18:30.
Mótsstjóri verður Einar Þór Einarsson.
Nánari upplýsingar um fyrirkomulag móts og strúktúr má finna hér.
Undanmót fyrir Íslandsmótið í PLO:
- Sunnudag 20. feb. kl. 18:00 – Coolbet, €20 með re-entry.
- Þriðjudag 22. feb. kl. 19:30 – Poker Express, Nýbýlavegi 8
- Miðvikudag 23. feb. kl. 20:00 – Coolbet, €20 með re-entry.
- Fimmtudag 24. feb. kl. 19:00 – Hugaríþróttafélagið, Síðumúla 37
Einn miði tryggður í hverju undanmóti!!
Facebook event: https://www.facebook.com/events/451239512898528
Mótanefnd PSÍ áskilur sér rétt til þess að fella mótið niður ef fjöldi skráðra þátttakenda verður undir 12 við upphaf móts. Nýtt verður heimild í reglugerð PSÍ um mótahald til þess að tryggja að kostnaðarhlutfall fari ekki yfir 15%. Því er tryggt að amk. 85% af þátttökugjöldum fari í verðlaunafé.
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!