Endurtökum ÍM í net-PLO á fimmtudag

Íslandsmótið í net-PLO sem fór af stað sl. sunnudag kl. 18:00 misfórst því miður vegna tæknilegra vandamála hjá iPoker sem rekur poker netþjóna Coolbet. Um kl. 20 fór að bera á tengingavandræðum hjá nokkrum leikmönnum, sumir náðu að tengjast aftur en aðrir læstust úti og náðu ekki aftur inn. Um kl. 21:00 misstu flestir samband og um 21:30 var mótinu endanlega slaufað. Þegar skráningarfresti lauk í mótið voru 30 mættir til leiks sem er mesti fjöldi sem heilmildir eru til um í þessu móti frá upphafi.

Okkur þykir að sjálfsögðu mjög miður að svona skyldi fara en verðum samt að sýna því skilning að tæknileg vandamál sem þessi geta komið upp á bestu bæjum og er þetta í raun í fyrsta sinn sem einhver veruleg vandamál koma upp í móti sem Coolbet heldur fyrir PSÍ.

Stjórn PSÍ og fulltrúar Coolbet helltu sér í það strax í kjölfarið að gera það besta úr stöðunni sem mögulegt er. Coolbet bauðst til að endurgreiða öll þátttökugjöld og miða sem notaðir voru inn í mótið. Og fulltrúar Coolbet buðust einnig til að tryggja verðlaunafé upp á €7500 þegar mótið yrði endurtekið en það er 50% umfram það sem verðlaunapotturinn var kominn í þegar skráningarfresti lauk, þannig að það verður að teljast rausnarleg sárabót.

Haldin var könnun meðal félagsmanna um hentuga dagsetningu fyrir endurtekningu mótsins og hlutu miðvikudagur og fimmtudagur jafn mörg atkvæði og var því ákveðið að kýla á fimmtudaginn til að hafa aðeins lengri tíma til undirbúnings. Að sjálfsögðu er viðbúið að enhverjir sem tóku þátt á sunnudag komist ekki þegar mótið verður endurtekið og þykir okkur það að sjálfsögðu mjög miður en við vonum að með þessu séum við þó að velja þann kost sem flestum hentar.

Eftir sem áður gilda sömu skilyrði fyrir þátttöku í mótinu:

  • Aðild að PSÍ er skilyrði fyrir þátttöku á ÍM í net-póker rétt eins og öðrum mótum á vegum PSÍ.
  • Til að tryggja þátttökurétt þarf að ganga frá aðild í síðasta lagi daginn fyrir keppnisdag.
  • Þegar gengið er frá aðild að PSÍ þarf að passa að Coolbet poker ID komi fram í skráningu. Ef það gleymist má senda það í tölvupósti á info@pokersamband.is
  • PSÍ og Coolbet áskilja sér rétt til þess að birta raunveruleg nöfn vinningshafa.

Eins og venjulega er gengið frá aðild að PSÍ á www.pokersamband.is/shop

Við vonum að flestir félagsmenn séu sáttir við þessa úrlausn mála og óskum öllum góðs gengis í mótinu á fimmtudag!

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply