Pókerfréttir
Viðburðir // Mót // Fundir // Fróðleikur // Íslenskir spilarar erlendis
Viðburðir // Mót // Fundir // Fróðleikur // Íslenskir spilarar erlendis
Íslandsmótið í net-póker hefst kl. 18:00 sunnudaginn 24.nóvember og verður haldið á Coolbet! Þátttökugjald er €200 og ekki er boðið upp á re-entry (freezout). Haldin verða undanmót á Coolbet daglega frá miðvikudegi til laugardags kl. 20:00 og að lokum á sunnudag kl. 16:00. Einnig verður haldið ÍM í net-PLO og fer það fram viku síðar, […]
Íslandsmótinu í póker lauk kl. 20:08 í kvöld með sigri Hafþórs Sigmundssonar eftir nokkuð langa heads-up viðureign við Óla Björn Karlsson. Í þriðja sæti varð Andrés Vilhjálmsson. Það er skemmtileg tilviljun að þeir þrír skipuðu efstu þrjú sætin eftir dag eitt, en Hafþór kom síðan inn á dag 3 með minnsta stakkinn og náði að […]
Leik á degi 2 lauk núna rétt fyrir miðnættið og stóðu þá 10 þátttakendur eftir sem hefja leik á degi 3 þar sem leikið verður til þrautar. Hér er listi yfir þá sem eftir standa auk stakkstærðar: Leikur hefst að nýju á degi 3 kl. 13:00 á sunnudeginum 17.nóv. og verður þá haldið áfram þar […]
Alls tóku 125 þátt á Íslandsmótinu í póker sem fram fer núna í vikunni. Degi 1 var að ljúka og eftir standa 69 keppendur og takast á um 8.620.000 kr. verðlaunapott. Þetta er besta þátttaka á ÍM síðan árið 2015 og stærsti verðlaunapottur síðan í árdaga þegar næstum tvöfalt fleiri tóku þátt í fyrstu Íslandsmótunum.
Við hófum Íslandsmótsvikuna með látum í gærkvöldi en þeirri nýbreytni var vel tekið að taka eitt hliðarmót til upphitunar. Upphitunarmótið var Mystery Bounty mót með 40k þátttökugjaldi og ótakmörkuðu re-entry. Alls tóku 54 þátt í mótinu og voru re-entry alls 35 talsins. Verðlaunapotturinn endaði í 1.510.000 og skiptist á milli 11 efstu. Að sama skapi […]
(Information in English below) Íslandsmótið í póker 2024 verður haldið dagana 13.-17. nóv. og mun það fara fram í sal Hugaríþróttafélagins, Mörkinni 4. (Google Maps link) Dagur 1 verður leikinn í tvennu lagi líkt og undanfarin ár, dagur 1a fimmtudaginn 14. nóv. og dagur 1b föstudaginn 15. nóv. Leikur hefst kl. 17:00 báða dagana. Dagur […]
Laugavegur 53B
101 Reykjavík
560807-0150
Félagasamtök
pokersamband@pokersamband.is