Daníel Pétur Axelsson er Íslandsmeistari í net-póker 2020!
Íslandsmótinu í net-póker (NLH) var að ljúka kl. 23:40 og það var Daníel Pétur Axelsson sem stóð uppi sem sigurvegari og hlaut að launum €2330 eftir tæplega 6 klst. leik. Í öðru sæti varð Piotr Wojciechowski með €1529 og í því þriðja Atli Þrastarson með €1092. Heildarverðlaunafé var €7280 og skiptist það á milli 8 efstu sem komust á lokaborð.
Þátttakendur voru 52 talsins og er það smá fjölgun frá fyrra ári þegar 48 tók þátt, þrátt fyrir að sú breyting hafi nú verið gerð að í fyrsta sinn var aðild að PSÍ skilyrði fyrir þátttöku og þátttökugjald hækkað verulega, úr €88 í €150. Á meðal þátttakenda voru 19 sem ekki höfðu tekið þátt í mótum á vegum PSÍ áður og við bjóðum þessa nýju félagsmenn velkomna í hópinn.
Þeir sem komust á lokaborð og skiptu með sér verðlaunafénu voru:
- Daníel Pétur Axelsson – €2330
- Piotr Wojciechowski – €1529
- Atli Þrastarson – €1092
- Alexandru Florea – €735
- Einar Eiríksson – €553
- Eysteinn Einarsson – €408
- Halldór Már Sverrisson – €335
- Einar Blandon – €298
Við óskum Danzel til hamingju með titilinn og þökkum öllum þátttakendum fyrir gott mót og COOLBET fyrir frábært samstarf við framkvæmd mótsins!
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!