Coolbet bikarinn hefst sunnudaginn 1. febrúar!
Coolbet pg PSÍ bjóða til glæsilegustu mótaraðar hingað til á vegum sambandsins, en í þetta sinn setur Coolbet samtals €9000 í verðlaunapottinn! Leiknar verða 8 umferðir og munu 5 bestu gilda til stiga og komast 9 efstu í stigakeppninni á lokaborðið og keppa um hina glæsilegu aukavinninga!
Þátttökugjald í hverju móti verður €50 með möguleika á tveimur endurkaupum og er greitt út verðlaunafé með venjulegum hætti í hverju móti, þ.e. ekkert er tekið úr prizepool í hverju móti vegna aukaverðlaunanna.
Allir geta tekið þátt í mótunum en stig telja aðeins í stigakeppninni fyrir aðila að PSÍ. Ganga þarf frá aðild að PSÍ fyrir upphaf þriðju umferðar til að stig telji. Það er skotfljótlegt að ganga frá aðild að PSÍ hér: www.pokersamband.is/shop
PSÍ veitir sigurvegaranum á lokaborðinu verðlaunagrip til eignar og Coolbet bætir síðan við aukaverðlaunum (Added Value!!) fyrir öll sætin á lokaborðinu.



Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!