Coolbet bikarinn hefst á sunnudag!!
COOLBET bikarinn 2021 hefst á sunnudag og verða 4 umferðir leiknar núna fram í miðjan júní og þá tökum við frí fram í lok ágúst og leikum seinni 4 umferðirnar þá og endum á lokaborði 26. september þar sem keppt verður um glæsilega aukavinninga (Added Value) frá Coolbet fyrir efstu 4 sætin:
- sæti – Miði á Coolbet Open Main Event (€550) auk hótelgistingar + €200 í farareyri
- sæti – Miði á Coolbet Open Main Event (€550) auk hótelgistingar + €200 í farareyri
- sæti – Miði á Coolbet Open Main Event (€550)
- sæti – Miði á Coolbet Open Main Event (€550)
Coolbet Open er nú ráðgert 8. – 14. nóvember 2021 í Tallinn, Eistlandi. Á Coolbet Cup 2020 voru einnig veittir miðar á mótið í verðlaun og gilda þeir miðar á mótið núna í haust. Það má því gera ráð fyrir góðri hópferð til Tallinn í nóvember en Coolbet Open fer fram í vikunni eftir Íslandsmótið í póker.
Þátttökugjald í hverri umferð verður €50 og verður boðið upp á eitt re-entry. Veitt verða stig fyrir öll sæti í hverri umferð, frá 20 og niður í 1 með sama hætti og í fyrra nema hvað nú höfum við þann háttinn á að 9 efstu komast á lokaborð, en í fyrra var stigatalan ein látin ráða úrslitum.
4 efstu á lokaborðinu skipta síðan á milli sín þessum glæsilegu aukavinningum sem eru samlagt yfir €3700 (550.000 ISK) virði og er hrein viðbót við verðlaunafé í mótaröðinni.
Aðild að PSÍ er skilyrði fyrir þátttöku í stigakeppninni og Coolbet og PSÍ áskilja sér rétt til þess að birta raunveruleg nöfn sigurvegara og verðlaunahafa.
Dagskrá mótanna og aðrar nánari upplýsingar má finna hér.
Gangi ykkur vel og góða skemmtun!!
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!