Coolbet bikarinn hefst á sunnudag!
Fyrsta mótið í mótaröðinni Coolbet Bikarinn hefst á sunnudag kl. 20:00. Þátttökugjald í hverju móti er €55 og er hvert mót fyrir sig leikið með freezout fyrirkomulagi, þ.e.a.s. ekki er hægt að kaupa sig inn aftur.
€50 fara beint í verðlaunafé rétt eins og í öðrum on-line mótum og síðan bætir Coolbet við glæsilegum vinningum í lokin til fjögurra stigahæstu spilaranna!
Sjá allar nánari upplýsingar um mótaröðina hér.
Undanmót kl. 18:00 á sunnudag!
Til að hita upp fyrir fyrsta mótið er tilvalið að skella sér í €5.50 re-buy undanmót til að næla sér í miða í fyrstu umferð Coolbet Bikarsins. Hægt verður að kaupa sig tvöfalt inn auk þess sem add-on verður í boði þegar skráningarfresti lýkur.
Skráning í mótaröðina
Til að taka þátt í mótaröðinni þarf að skrá sig hér en það er, ásamt aðild að PSÍ, skilyrði fyrir þátttöku í stigakeppninni. Aðrir geta tekið þátt í mótunum en þátttaka telur ekki til stiga fyrr en gengið hefur verið frá skráningu.
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!